5.2.2008 | 15:53
Vika óbjóðs
Ekki er nema rétt um mánuður síðan jólunum lauk með tilheyrandi átveislum og landinn er ennþá sveittur á brettinu að reyna að hlaupa af sér waldorf salatið og sykurhúðuðu kartöflurnar.
En heldur kárnar nú gamanið hjá nýársheitungunum því í byrjun febrúar mætir vika óbjóðs á svæðið.
Hún byrjar á bolludegi þar sem keppst er við að raða í sig klesstum bollum með glassúr ofan á. Bara orðið glassúr vekur hjá mér velgju . Uppistaða í bollum er ekki vænleg fyrir þá sem hugsa um heilsuna: sykur, hveiti, egg og auðvitað útúrsykruð sulta og rjómi og það ekki horaður matreiðslurjómi, nei, nei, sá feitasti í bransanum með alla sína dýrafitu og kólesteról.
Ekki tekur betra við daginn eftir en þá skal sprengja sig í loft upp af saltkjöti og baunum og jafnvel túkalli ef vel liggur á. Þetta ígildi matar hleypir blóðþrýstingnum upp í hæstu hæðir, nýrun vinna yfirvinnu, vökvasöfnun í algleymingi og hjartað hamast eins og hamstur í hjóli. Ekki verður útlitið heldur glæsilegt af þessu áti, bjúgur á höndum, fótum og í andliti. Hver vill líta út eins og naggrís?
Miðvikudagur rennur svo upp með tilheyrandi skafrenningi. Börn hlaupa grímuklædd eins og kálfar að vori um götur Reykjavíkur og syngja fyrir hverja þá hræðu sem verður á vegi þeirra. Og hver eru launin fyrir gaulið? Jú sælgæti, nammi nammi nammi, eins miklum sykri og E- efnum og þau geta troðið í Hagkaupspokana sína.
Ekki má svo gleyma þorrablótunum sem eru allsráðandi um þessar mundir en þar keppist hver við annan að fylla vömbina af ófögnuði á borð við spekfeita lundabagga og hvalrengi. Jafnvel ekki "at gunpoint" færi þessi matur inn fyrir varir Naglans, þá veldi Naglinn frekar kúluna, takk fyrir.
Svo það er ljóst að engin kynslóð sleppur við óhollustuna þennan mánuðinn.
Þetta eru ljótu matarhefðirnar sem viðgangast á landinu Ísa.
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mmmmmm bollur
Audrey, 5.2.2008 kl. 19:16
Þetta er algjör viðbjóður hreint út sagt, fékk nér bollur en snerti ekki hitt, nú er komið nóg
þórdís (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.