Mistök í mataræði-1. hluti

Þeir sem eru að reyna að skera niður líkamsfitu eru oftast þeir sem fremja stærstu glæpina í mataræðismálum því oftar en ekki er gripið til öfgafullra aðgerða í leit að hel-köttuðum skrokki.  Oftast nær gengur fólk of langt í köttinu sem leiðir til þess að árangur staðnar, eða það sem verra er fer í hina áttina og fólk verður það sem kallast "mjór-feitur", en það lýsir því best þegar þyngdartap verður vegna þess að vöðvamassa er brennt en ekki fitunni.  Margir misskilja að þegar nálin færist niður á við á vigtinni, séu þeir að ná árangri en þyngdartapið getur stafað af vöðvamissi en fitan situr sátt á sínum stað ennþá.  

Líkaminn höndlar illa allar öfgar og því er góð vísa aldrei of oft kveðin, að hinn gullni meðalvegur er alltaf bestur.   

Ein stærstu mistökin sem fólk gerir í mataræði er að skera kaloríur of mikið niður.  Fólk vill sjá árangur og það ekki seinna en í gær, og því eru dramatískar aðgerðir eina vopnið sem fólk sér í baráttunni við vömbina.  Hitaeiningaskammtur dagsins er skorinn niður til helminga í þeirri veiku von að eftir viku verði maður orðinn slank og fitt.  Líkaminn bregst hins vegar ekki vel við svona sjokki.  Margra alda hark í hellum hefur kennt honum að þetta ástand boði ekki gott og nú skuli halda í fituna traustataki fyrir mögru árin.  Hann skiptir því um gír í brennslunni og keyrir hana niður í lágmarkshraða.  Í þessu ástandi byrjar líkaminn að brytja niður vöðva til að hafa einhvern eldivið, því fitan er læst inni á sparnaðarreikningi.  Það verður því nánast ógerlegt að byggja upp einhverja vöðva þegar þetta ferli er í gangi.

Þegar hitaeiningar fara niður fyrir grunnþörf þá erum við að bjóða hættunni heim, því líkaminn þarf þessar hitaeiningar til viðgerða og áfyllingar.  Séu þær ekki til staðar þegar á þarf að halda seinkar líkaminn öllum slíkum ferlum og það getur haft slæm áhrif á alla líkamsstarfsemi, sérstaklega uppbyggingu vöðva og fitubrennslu.

Mun betri aðferð er að skera hitaeiningarnar létt niður, til dæmis að borða 15-20 % minna hvern dag.  Sá sem borðar 2000 hitaeiningar á dag, myndi þá borða 1600-1700 hitaeiningar á dag.  Þannig má búa til hitaeiningamínus án þess að brennslan fái taugaáfall.  En slíkur skurður getur samt haft leiðindi í för með sér, því blessuð arfleiðin hefur kennt skrokknum að aðlagast öllum aðstæðum.  Hann aðlagast því mjög fljótt 1600 hitaeiningum og fer að brenna hægar með tímanum.  Lausnin á þessu er að keyra hitaeiningarnar aftur upp í 2000 einn dag í viku.  Þessi tímabundna aukning í hitaeiningum truflar aðlögunarferlið og brennslan heldur áfram í hærri gír.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Góður pistill.  Þú ert eins og orðabók yfir hreysti.  Mér finnst gaman að kíkja hér inn og fræðast þó ég sé nú bara  skrifstofukella og mamma sem fer í ræktina 3svar í viku mér til gamans og heilbrigði.  Gaman væri að hafa þig sem bloggvin ef þú vilt svo ég þurfi ekki alltaf að fletta þér upp. Hvað segirðu um það ?

M, 6.2.2008 kl. 16:51

2 identicon

Þú ert meiri viskubrunnurinn...

Var næstum búin að missa lóðin í andlitið á æfingu í gær þegar 90 kílóa maður var að segja vini sínum að hann væri að éta 800 hitaeiningar á dag....  ;) 

Nanna (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 17:30

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Er maðurinn ekki í lagi?? Hann er ekki einu sinni að borða nóg til að fúnkera rétt í dauðadái, hvað þá með meðvitund, væntanlega í vinnu og stundar æfingar. Þetta er anorexíu fæði hjá manninum. Hann um það ef hann vill ekki verða buffaður og flottur, heldur með ónýta brennslu og rýr inn að beini.

M! Frábært að þú skulir kíkja í heimsókn. Verðum bloggvinir, ekki spurning.

Þú lofaðir líka að heilsa mér í WC manstu..... ekki gleyma.

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.2.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband