10.2.2008 | 09:22
Pirringur dauðans á sunnudegi
Naglinn er vægast sagt mökk pirraður núna. Það er byrjað aftur. Þessi spurning sem tekur sjálfsmyndina og sturtar henni ofan í klósettið, er farin að dynja aftur á Naglanum. Á laugardaginn spurði skyldmenni mitt (karlkyns auðvitað) hvort ég væri ólétt, og ekki nóg með það heldur klappaði félaginn á magann á mér í leiðinni. Inntur frekari skýringa á þessari ömurlegu athugasemd, hvort honum fyndist ég vera feit, var svarið " Nei nei bara blómleg". Blómleg já!!! Það er nú bara faguryrði yfir þybbni í mínum huga. Losnaði við þessa ömurð þegar ég var að undirbúa mig fyrir fitnessið, en nú þegar Naglinn er að byggja sig upp þá er þessi tískubylgja greinilega að ryðja sér til rúms aftur. Uppbyggingu fylgir óhjákvæmilega einhver fita en það er samt ekki eins og vömbin sé keyrð í hjólbörum á undan mér. Er ennþá í sömu buxunum og fyrir mót "for crying out loud". Það er ekki eðlilegt að maður þurfi að skera sig niður í vannært 9% hræ til þess að sleppa við svona niðurbrjótandi athugasemdir. Það var ekki um annað að ræða en að fara í brennslu dauðans í morgun, Led Zepp blastað í botn og nýtt met slegið. Jafnast ekkert á við vonskuskap og pirring í bland við gæða rokk fyrir sprettina.
Spurt er
Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
haha ... það er svona þegar maður er mjór og borðar vel þá sést það allt, ekkert með fitu að gera
Snjólaug (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 19:46
Jeminn...þú ert svo óheppin dúllan mín Ég hef aldrei vitað um neina konu sem hefur verið spurð að þessu jafn oft og þú...eins og þú ert nú glæsileg og með þvílíkan hasarkropp að flestar okkar komast ekki með tærnar þar sem þú hefur hælanna og það langt því frá
Ömurlegasta við þetta er líka það að þú ert viðkvæm fyrir þessu og tekur þetta inn á þig því þú hefur ekki alltaf verið svona fitt og hefur lagt helvíti hart af þér til að komast þangað sem þú ert og mátt sko vera stolt af sjálfri þér og eins og ég hef sagt við þig áður og segi enn...hlustaðu ekki á svona fífl...þú veist alveg að þú er flottari en flestar
Kiss og knús
Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 22:04
Æi takk fyrir hughreystinguna stelpur. Elsku Ingunn mín, vá ég bara klökknaði við þessu fallegu orð þín . Fólk er fífl, og það er svo innilega rétt hjá þér að ég á ekkert að hlusta þegar það talar. Þarf að læra að sía út svona rugl. Takk fyrir að vera svona góð vinkona .
Ragnhildur Þórðardóttir, 11.2.2008 kl. 08:50
Iss, maður á ekki að taka svona comment of nærri sér!
Ég held að þetta fylgi því bara að vera kona á barneignaraldri sem er í föstu sambandi. Það eru allir alltaf í "viðbragðsstöðu" við því að maður sé í óléttupakkanum. Þannig að maður má þola þessar algerlega óviðeigandi spurningar þangað til maður nær hva... kannski fertugt ;o)
En það er ótrúlegt hvað fólk er kalt að spyrja svona. Ég hef a.m.k. fylgt þeirri reglu að minnast ekki einu orðið á óléttu, sama hversu mikið mig grunar slíkt, fyrr en viðkomandi er búin að tilkynna mér það sjálf!!!
Ég myndi kannski ekki segja fólk er fífl, heldur kannski frekar fólk hugsar oft ekki áður en það talar :o)
Helga Dögg (ókunnug) (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 09:40
Nei það er kannski full djúpt í árinni tekið að fólk sé fífl . Það er alveg rétt hjá þér að fólk þarf virkilega að hugsa sig tvisvar til þrisvar um áður en það talar. Reyndar þegar þessi spurning er annars vegar, ætti fólk ekkert að spyrja að þessu fyrr en bara á 9. mánuði, jafnvel bara ekkert fyrr en á fæðingadeildinni .
Ragnhildur Þórðardóttir, 11.2.2008 kl. 10:35
Alveg sammála henni Ingunni varðandi svona dónaskap. Og alveg týpiskt að maður tekur svona "óhóli" inná sig frekar en hóli. Svo er nú kannski þannig að þeir sem eru svaka flottir eins og þú t.d. að þegar kemur einhv. misfella sem fólk sér þá þarf það að benda á það svona eins og til að segja "þú ert ekki fullkomin " Nei ég veit ekki. Hef í gegnum tíðina verið grönn ( er að breytast í seinni tíð ) en fólk gat slengt ýmsum svona athugasemdum á mann en þeir sem voru búttaðir fengu að vera í friði. Eins og setningin sem ég fékk um daginn, tengdó bauð mér aðra rjómapönnsu sem ég þáði ekki. Þú ert nú sú eina sem mátt við því hérna !!!
M, 11.2.2008 kl. 10:38
Þú ert greinilega viðkvæm fyrir þessu og ég bara skil það vel - hvaða kona væri það ekki? Sumir eru bara svo miklir klaufar í samskiptum og kunna sig ekki...
Ég hef bara séð þig svo tágranna og fit að ég get bara engan veginn skilið hvernig þú gætir hugsanlega fengið svona komment!
Audrey, 11.2.2008 kl. 10:56
Iss... ég held þetta komi ekkert líkamanum á þér við - þetta er bara samfélagslegur þrýstingur á gifta, menntaða konu um að koma með börn - sem er reyndar ekkert minni dónaskapur!
En í guðanna bænum - ekki halda að þú fáir komment af því að þú sért svo feit og bumbuleg - það er bara út í hött og þú ættir að vita það sjálf!
og hana nú.
Erla (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 11:12
Ekki er þetta sami hattastandurinn og kom með kommentið í haust varðandi mótið?
Krúttan mín þú veist betur en að taka svona inn á þig. Það verður alltaf til fólk sem hugsar ekki áður en það talar. Það er líka fáránlegt að þurfa að vera í niðurskurði án þess að fá einhverjar athugasemdir. Það er alveg kýr skýrt að þú ert í frábæru formi og ert að afreka hluti sem minnihluti kvenna getur gert eða leyfir sér að dreyma um. Þú skalt vera stolt af því. :)
ingunn (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 11:26
Þar sem ég er hattastandurinn og fíflið sem lagði þetta ódauðlega komment til hennar frænku minnar um helgina þá er best að skýra málið.
Ragnhildur frænka mín segir mér að hún og Snorri hafi verið að skoða íbúð í Hafnarfirði og þá spyr ég hvort þörf sé á aukaherbergi bráðlega. Þá spyr frænka mín hvort mér finnist hún feit eða ólétt. Þar sem ég hélt að hún væri að grínast klappaði ég henni á magann og sagði hana blómlega. Ég held að ég hafi ekki náð að leiðrétta neitt eða segja "djók" áður en hún var rokin út úr húsi, og þetta var ekki mitt hús.
Ég mátti kannski vita það sem karlmaður að umræða um vaxtarlag er aldrei grín. En þar sem Ragnhildur er í toppformi og ekki nema hálf prósent fita hélt ég kannski að hún væri ekki haldin minnimáttarkennd varðandi vaxtarlag sitt og þyldi svona grín, sem hún sjálf startaði (hélt ég) því mér hefði aldrei dottið í hug að hún væri ólétt.
Hún er í betra formi en ég verð nokkru sinni og mér þykir leitt að hafa valdið henni hugarangri og svefnleysi. Þetta var greinilega ekki hugsað til enda...
Annars merkilegt að sjá samsæriskenningarnar hérna að ofan um samfélagslegan þrýsting og karlmannlega ónærgætni... Ég vissi ekki að ég væri svona djúpur... :)
Óli Ágúst (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 13:04
heheh skamm Óli herðatré og hattastandur. En held þetta sé einmitt ofurviðkvæmni hjá okkur konum og fullkomnunarárátta.
M, 11.2.2008 kl. 13:13
Óli minn! Ofurviðkvæmni fyrir óléttu spurningum væri vægt til orða tekið þegar kemur að henni frænku þinni. Í fyrsta lagi þar sem það virðist vera í tísku að spyrja mig að þessu og í öðru lagi þá er kellingin jú alltaf með netta komplexa . Það er víst kross sem við konur þurfum að bera óháð vaxtarlagi. En takk fyrir að leiðrétta misskilninginn elsku frændi , ég get þá hent laxerolíunni, bumbubananum og þvagræsilyfjunum sem ég var búin að birgja mig upp af..... djók .
Ragnhildur Þórðardóttir, 11.2.2008 kl. 13:40
Ha ha ha!!!
Við kvenmenn eru auðvitað oft ekki alveg í lagi. Tökum allt svo inn á okkur ;o)
Helga Dögg (ókunnug) (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 13:49
Gat nú ekki annað en kommentað á þessa umræðu, burtséð frá afsökunarbeiðni og augljósri iðrun frændans. Vá hvað ég skil vel þessa viðkvæmni. Ég þekki þig ekki öðruvísi en í gegnum bloggið þitt (og jú sá þig með eigin augum í Þrekmeistaranum) og þekki því ekki þessa "fyrrum fitutilveru" þína en ég get sagt þér að þar sem ég var einu sinni 20 kg þyngri en ég er í dag þá skil ég MJÖG VEL þessa viðkvæmni í þér. Hausinn á manni er svo fastur í að "verða aldrei aftur feitur" að það fer allt í steik við minnstu vísbendingu þar um (eða það sem maður HELDUR að sé vísbending).
Tek annars heils hugar undir hrósið frá Ingunni. Þú ert hrikalega dugleg og uppskerð í takt við það. Ég er ein af þeim sem dáist að þér fyrir dugnaðinn en er reyndar ekki á því að ég geti þetta ekki líka.. þú ert fyrirmyndin mín og ég ætla mér að brjóta mína eigin múra með því að læra af snillingum eins og þér.
Óla Maja (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 18:37
Elsku Óla Maja mín. Takk fyrir falleg orð, Naglinn er nú ekki vanur að klökkna svona tvisvar á dag en þið farið alveg með mig. Þú ert sjálf alveg ótrúlega dugleg og greinilega búin að ná þvílíkum árangri að ná af þér heilum 20 kg. Þú ert sjálf fyrirmynd mín kæra. Koss og knús!!
Ragnhildur Þórðardóttir, 11.2.2008 kl. 19:56
Ég þyngdist einu sinni um 17 kg á þrem mánuðum og fékk þá einmitt þessa spurningu! Ég tók því nú bara með stóískri ró og sagðist bara vera feit! Það stakk nú aldeilils upp í manneskjuna sem spurði og hún fór alveg í kleinu ;)
Ég er alveg á því að fólk má spyrja mig að hverju sem er, ég er sátt með mig og það er það sem skiptir máli ;) Og þú mátt sko alveg vera það líka!!!
Nanna (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 12:08
Takk fyrir þetta mín kæra. Ég þarf að fá mér þykkari skráp held ég. Þetta er ansi gott svar samt, næst ætla ég að stinga upp í viðmælandann með að segja að ég sé bara svona feit en ekki ólétt. Muuhahahaha.....
Ragnhildur Þórðardóttir, 12.2.2008 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.