Tími til að verða stór og sterkur

 

Naglinn er hættur að gráta í koddann sinn yfir þrengri brókum og peysum, vaxandi vömb og ástarhandföngum. 

Naglinn las nefnilega pistil eftir bandaríska konu að nafni Jen Heath, sem er vel sjóuð í fitnessbransanum og keppir oft. 

Jen Heath
Jen Heath

Hún segir að það sé partur af programmet að verða mjúkur á meðan er verið að byggja sig upp og maður eigi ekki að pæla í því heldur einblína á það frábæra sem gerist á þessu tímabili, nefnilega að verða stærri og sterkari.  Að geta aukið þyngdirnar eða repsin nánast á hverri æfingu og sett ný met nánast í hverri viku og finna vöðvana stækka sé bara "priceless".  Naglinn hefur einmitt verið að þyngja í nánast öllum líkamshlutum undanfarnar vikur og finnur mikinn mun á styrk, úthaldi og vöðvamassa. 

 

Jen Heath segist fara úr stærð 26 upp í 30 í gallabuxum og þyngjast um 5-10 kg "off season".  Athugið að það sem kallast hér "off-season" á ekki bara við um keppendur í fitness og vaxtarrækt, heldur er um að ræða tímabil þar sem fólk er að byggja upp vöðvamassa með því að borða meira og lyfta þyngra og meira.
Jen Heath segist borða eins og skepna og svindla um hverja helgi þegar hún er "off-season".  Þetta sé tíminn til að stækka og verða sterkari og því þurfi að næra sig vel.  Það er það sem skiptir máli fyrir næsta niðurskurðartímabil.  Meiri vöðvamassi þýðir betri skurður.  Það er óhjákvæmilegt að missa einhvern vöðvamassa í niðurskurði og því er betra af hafa sem mest af honum. 

8c6a6-boxinggirl

Naglinn er örugglega búinn að bæta á sig 5-7 kg síðan í keppninni í nóvember, það eru samt ekki allt vöðvar, mörinn er víst mættur líka.  Það er víst óhjákvæmilegt að þegar hitaeiningar eru keyrðar upp að bæta á sig fitu samhliða því að bæta á sig vöðvamassa.  Í fullkomnum heimi færi hver einasta hitaeining í að byggja upp vöðva og í líkamsstarfssemi.  En því miður er það ekki svo, og umfram magnið fer á maga, rass og læri. 
Naglinn er kominn með bakspik sem gubbast yfir buxnastrenginn og vömb út yfir öll velsæmismörk, enda  kölluð núna Hómer á heimilinu. 

hómer


Megrun á uppbyggingartíma er hins vegar ekki góð hugmynd að mati Jen Heath, því þetta sé tíminn til að keyra grunnbrennslu líkamans upp með því að borða vel og auka vöðvamassann. 
Megrun í "off-season" gerir ekkert annað en að keyra brennsluna niður og við endum í einhverjum vesælum 800 kaloríum í niðurskurði sem er ekkert annað en viðbjóður. 
Að auki er það nánast ómögulegt að bæta á sig kjöti þegar líkaminn fær ekki nóg að bíta og brenna. 

Að vera í megrun allan ársins hring er ekki hollt fyrir líkamann og gerir ekkert annað en að eyðileggja brennsluna. 

 

Borða, lyfta, hvíla, borða, lyfta, hvíla, borða, lyfta, hvíla.....er það sem málið snýst um hjá Naglanum núna.... skítt með ástarhandföngin og Hómer bumbuna

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíkt sem ég hafði gott af því að lesa pistilinn hennar á netinu sem þú bentir mér á.  

Hún er náttúrulega bara snillingur hún Jen okkar. Hún er mjög reyndur keppandi og þjálfari og á auk þess 4 krakkagemlinga. Sýnir sko og sannar að margra barna mæður geta verið í afbragðs formi. :)

Ég held það séu komin ein 8 kg hjá mér frá síðasta móti. Þyngdirnar náttúrulega rjúka upp fyrir vikið. Því miður bauð þó einhver ástarhandföngunum, stærri maga og stærri rass í partýið líka. Ekki var það ég. :) 

ingunn (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 17:39

2 identicon

Ef maður ætlar sér eitthvað áfram í þessu sporti verður maður bara að sætta sig við off season tímabilið!  Ég stefni á að þyngjast um 10kg eftir mótið!  Þá verður keyptur off-season fataskápur og on-season pakkað niður!  Það verður sko ekki leiðinlegt! ;)

 Kíki hérna inn á hverjum degi! þú ert rosalega góður penni!!!

Nanna (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 17:53

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ingunn! Já hún er algjör snillingur þessi kona, og Olesya líka.  Við þurfum á svona "pepp talk" að halda til að við hættum þessu væli okkar yfir hnakkaspiki og bumbu. 

Nanna! Takk fyrir hrósið . Þú ert sjálf algjör snillingur enda reynslubolti í þessu öllu saman og kemur okkur vælukjóunum í skilning um raunveruleikann í sportinu.

Gangi þér vel á lokasprettinum.

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: M

Guð hélt eitt augnablik þetta vera mynd af mér

M, 7.3.2008 kl. 10:08

5 identicon

Hæ Ragga

Má ég setja þig inn sem link á síðuna okkar?

Guðrún Helga

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:51

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Blessuð M.  Já þetta er bara ansi líkt þér.

Guðrún Helga!  Já ekki spurning.  Hvaða síða er þetta annars? 

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 10:55

7 identicon

Þetta er hópur fólks úr ólíkum áttum  sem á það sameiginlegt að æfa í Sporthúsinu fyrir þrekmeistarann í apríl.  Slóðin okkar er  http://www.blog.central.is/workout.  Frábærir pistlar hjá þér alltaf hreint!!  Guðrún Helga

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 11:44

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Heyrðu bara glæsilegt að setja link á Naglann inn á síðuna.  Ánægð með ykkur!! Ég fæ kannski að linka inn á ykkur líka?  Hvernig gengur annars að æfa?  Hvernig eru helv... armbeygjurnar og uppseturnar?  Ertu ekki orðin spennt?  Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt... erfitt og viðbjóður á meðan, en ómetanleg tilfinning að klára þetta dæmi.  Þú ert algjör hetja!

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 13:13

9 identicon

ó það væri sannur heiður og ánægja ef þú settir link á okkur.  Æfingarnar ganga massa vel þó stundum líði mér eins og ég sé tómt drasl, sérstaklega á meðan crossfit æfingunum stendur og ég byrja að efast um að ég eigi erindi í keppnina. Uppseturnar eru fínar en apahandleggirnir eru ekki alveg að gera sig í armbeygjunum, #$%#$% æfa, æfa, æfa og þá hlýtur þetta að koma að lokum. ....

Ef þú lumar á góðum ráðum eru þau vel þegin.

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 14:27

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Eina ráðið er þetta leiðinlega .... æfa æfa æfa og borða vel til að keyra æfingarnar áfram. 

Taktu armbeygjur á hverjum degi, eins margar og þú getur í 3 - 4 sett, lyfta þungt á efri partinn til að styrkja vöðvana sem þú notar í þær.  Þú átt sko fullt erindi og meira en það í þessa keppni.... og ekkert kjaftæði neitt!!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband