12.3.2008 | 13:48
Teygjur
Hvað er liðleiki? Liðleiki er mæling á hreyfiferli (range of motion) í liðum eða liðamótum og færni í að hreyfa liði um allan hreyfiferilinn.
Hvað ákvarðar liðleika?
- Lögun beina og brjósks í liðnum
- Lengd og teygjanleiki vöðva, sina, liða í liðamótum
- Regluleg ástundun hreyfingar
- Hormónabúskapur kvenna gerir vöðva þeirra teygjanlegri og eru þær því oft liðugri en karlmenn
Hvað dregur úr liðleika?
- Kyn
- Aldur
- Lítil eða engin ástundun hreyfingar
- Kyrrsetulífsstíll
- Meiðsli
- Lögun liðamóta
- Vefir eins og líkamsfita og vöðvar geta hindrað fulla hreyfingu liðamóta
- Sjúkdómar
Liðleiki er mismunandi eftir liðamótum. Öxlin er með liðugustu liðamótin í líkamanum. Það er hægt að hreyfa öxlina í fleiri áttir og hún hefur stærri hreyfiferil en önnur liðamót líkamans. Teygjanleiki eykst með reglulegum teygjum bandvefs. Teygjuæfingar hafa mestu áhrifin á bandvef í vöðvum og liðum.
Teygjuæfingar auka þannig liðleika í liðamótum. Liðleiki er einn þáttur af hreysti og ætti að fá jafn mikla athygli og lyftingar og þolæfingar í æfingaáætlun hvers og eins.
Liðleiki hefur áhrif á heilsuna. Því liðugri sem við erum því auðveldara verður að gera daglegar athafnir eins og til dæmis að beygja sig til að reima skóna. Eins getur aukinn liðleiki minnkað líkur á meiðslum, hvort sem er í líkamsrækt eða í daglegu lífi.
Þeir sem stunda íþróttir og líkamsrækt finna fljótlega að reglulegar teygjuæfingar hafa víðtæk áhrif á líkamann.
Ávinningur reglulegra teygjuæfinga:
- Liðleiki
- Vöðvastyrkur
- Vöðvaþol
- Hreyfanleiki vöðva og liða
- Aukinn hreyfiferill (range of motion)
Teygjuæfingar minnka líkur á:
- Harðsperrum
- Meiðslum
- Streitu
Teygjuæfingar stuðla að bætingum á:
- Hreyfingum vöðva
- Líkamsstöðu
- Útliti
Mælt er með að teygja 3 - 4 sinnum í viku eftir þolæfingar eða lyftingar, því þá eru vöðvarnir heitir. Það getur valdið meiðslum að teygja á köldum vöðvum, því þá er teygjanleiki þeirra ekki eins mikill og þegar þeir eru heitir.
Reyna að teygja 10% fram yfir eðlilega lengd, eða þar til maður finnur spennu.
Halda teygjunni í 20-30 sekúndur, hvíla og endurtaka teygjuna 3-4 skipti í viðbót.
Ekki halda um liðamót þegar teygt er
Ekki teygja um of
Til eru nokkrar tegundir af teygjum:
Static teygjur- þessi klassíska. Hægt og bítandi teygja vöðvann eins og hægt er og haldið í þeirri stöðu. Þessi aðferð leyfir vöðvanum að vera slakur svo meiri lengd náist
Dynamic teygjur - teygja vöðvann undir stjórn á mismunandi hraða. Til dæmis að labba og sveifla fótum um leið.
Ballistic teygjur - dúa til að þröngva vöðvanum í mestu teygju. Ekki er mælt með þessari aðferð til að auka liðleika. Hætta er á að teygja um of á liðamótunum með því að dúa.
Virk teygja - teygja vöðvann sjálfur
Óvirk teygja - félagi hjálpar við teygjuna.
PNF teygja - teygja og spenna vöðvann samtímis. Krefst aðstoðar félaga til að spenna og slaka á vöðva. Þessi aðferð er mjög árangursrík en jafnframt mjög sársaukafull.
Yfirleitt er mælt með að fólk í venjulegri líkamsrækt noti static teygjur því það er minnsta hættan á meiðslum með þeirri aðferð.
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð að játa mig seka hérna líka... vanræki teygjurnar alveg hrikalega. Sérstaklega eftir að ég fjölgaði æfingum þá hefur maður ekki tíma í svona "dútl" eftir æfingu :-S
Audrey, 12.3.2008 kl. 20:21
Nei ég veit það, þegar líður að keppni vill maður frekar eyða meiri tíma í brennsluna, lyftingarnar eða kviðinn og sleppa frekar að teygja . Maður hefur heldur ekki allan tímann í heiminum og þarf að gera aðra hluti en að hanga í ræktinni allan daginn. En ég finn mikinn mun eftir að ég byrjaði að teygja samviskusamlega eftir cardio-ið 3 x í viku. Svo segir Heiðrún fitnessgella að meiri teygjur = dýpri skurður. Sel það ekki dýrara samt
Ragnhildur Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 08:56
Ég er sammála! hef heyrt hjá mörgum köppum, bæði úr fitness&vaxtarrækt að teygjur geta gert gæfumuninn varðandi skurð! Rákirnar í vöðvunum verða greinilegri og skurðurinn fallegri!
En alltaf tekst manni að vanrækja þær
Nanna (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:50
Sæl Ragnhildur. Ég er nýlega byrjuð að kíkja á bloggið þitt og er alveg húkkt! Ekkert smá mikið af góðum ráðum fyrir líkamsræktarilla eins og mig sem er að reyna að koma skrokknum í lag
En mig langaði að spyrja þig hvað þér finnst um sykurlausa gosdrykki? Ég er mjög dugleg að drekka vatn milli mála,en einhverra hluta vegna finnst mér bara viðbjóðslegt að drekka það með mat! Þannig að ég freistast oft til að fá mér kók light eða eitthvað slíkt. Er það mjög slæmt?
Annars bara takk fyrir frábæra síðu!
Silja (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 11:29
Nanna! Dýpri skurður ætti að vera nóg ástæða til að sparka í mann að fara að teygja meira...
Silja! Velkomin á bloggið og takk fyrir heimsóknina. Persónulega drekk ég ekki gosdrykki, hvort sem þeir eru sykurlausir eða ekki. Ef þú ert að drekka nóg af vatni yfir daginn eru sykurlausir gosdrykkir í lagi af og til, þeir innihalda enga orku en athugaðu að þeir eru oft dálítið saltir, sneisafullir af E-efnum og kolsýran getur látið magann blása út tímabundið.
Gangi þér vel!
Ragnhildur Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.