31.3.2008 | 13:49
Hugleiðingar á mánudegi
Á laugardögum tekur Naglinn full-body æfingu.
Þá eru1-2 æfingar teknar á stóru líkamshlutana, með fókus á þá sem þarf að bæta eins og latsa, hamstring, framanlæri, kvið og axlir.
Æfingin síðasta laugardag:
Deadlift: 4 x 4-6 reps
Upphífingar negatífur (hoppað upp og látið síga hægt niður): 5 x 10 reps
Bekkpressa: 4 x 8 reps
Axlapressa með lóð: 4 x 6-10 reps
Swiss ball kviður með kaðli í vél: 4 x 12 reps
Decline uppsetur með lóð: 3 x 12 reps
V- sit ups á bekk með lóð: 3 x 15 reps
Hitti vinkonu mína sem hef ekki séð lengi og hún sagði: "Vá hvað þú ert orðin mössuð".
Minnug athugasemdarinnar um sadda magann frá því um daginn maldaði Naglinn í móinn og sagðist bara vera svona stór af speki. Nei nei, vinkonan var nú ekki á því, sagðist sjá mikinn mun á öxlum og baki, og það væri greinilega massi en ekki mör. Hið sama sagði ein fitness drottning sem Naglinn hitti í frábæru brúðkaupi Ingunnar og Hjalta um helgina.
Þessar athugasemdir glöddu hjarta Naglans, og dró sjálfstraustið upp úr drullupollinum þar sem það hefur setið undanfarna daga.
Naglinn átti lærdómsríkt spjall við áðurnefnda fitnessdrottningu, sem er ein sú flottasta í bransanum að mati Naglans.
Hún sagðist brenna sama sem ekkert þegar hún er off-season og þegar hún er undirbýr sig fyrir mót brennir hún aðeins í 30 mínútur eftir lyftingaæfingu. Of mikil brennsla kemur í veg fyrir uppbyggingu vöðva.
Hún sagði að líkami sinn væri með það mikinn vöðvamassa að grunnbrennslan er stöðugt í botni.
Hún bæti því ekki miklu á sig, og þegar það gerist stoppi það stutt við því vöðvarnir nota svo rosalega orku. Hún er auðvitað ekki í keppnisþyngd allt árið um kring, enda væri það óhollt og ógerlegt fyrir líkamann. Við hlógum saman að fylgifiskum off-season tímabilsins eins og möffin maga, níðþröngum brókum og að hafa hvorugar komist í þau föt sem okkur langaði að klæðast í brúðkaupinu.
Hún bætti því við að til þess að koma grunnbrennslunni í slíkan ofurgír þarf vöðvamassinn að hafa verið til staðar í dálítinn tíma svo líkaminn átti sig á því að hann megi brenna langtímaforðanum (fitunni).
Fyrrverandi cardio-kanínan Naglinn er að finna miklar breytingar á styrk og vöðvum eftir að brennslan var snarminnkuð.
Nú er bara að vona að massinn verði einhvern tíma svo mikill að grunnbrennslan dúndrist í botn og brennsluæfingar megi minnka enn meira án þess að Naglinn verði eins og snjókall í laginu.
Meginflokkur: Naglinn | Aukaflokkur: Lyftingar | Breytt 3.11.2008 kl. 10:46 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Minn brennsla - ég hef ekki heyrt betri hugmynd :)
Ég er einmitt að fara að lyfta eins og skrattinn á næstunni og var að hugsa um að eyða ekki mínútu meira en korteri eftir hverja lyftingaæfingu!
Ég verð nú að giska - var þetta Solla?
Audrey, 31.3.2008 kl. 14:33
Jú jú Solla skvísa, ein sú flottasta . Ekki spurning að lyfta eins og skepna og reyna að bæta á okkur kjöti svo við getum leyft okkur að brenna minna enda er það &%$# leiðinlegt .
Ragnhildur Þórðardóttir, 31.3.2008 kl. 14:50
Úff spurning um að lesa áður en maður póstar.... þvílíkt óskiljanlegt komment hjá mér þarna uppi! Solla er alltaf svo flott - gömul fimleikasystir mín
Audrey, 31.3.2008 kl. 14:56
Ég tek cardio 1x í viku ;) Skítt með aukakílóin ;)
Alltaf jafn skemmtilegir pistlarnir þínir !
Nanna (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 20:48
Oh... það er alltaf svo svakalega gott að fá frekari staðfestingar á því að maður á ekki að hanga á brettinu/stiganum í tíma og ótíma, frekar að eyða meira púðri í lóðin.
Það er nefnilega svo miklu miklu skemmtilegra!!!
Skemmtileg lesning, eins og ávallt, takk fyrir mig
Helga ókunnug (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.