Axlir og mallakútur

Massaði axlakvikindin í gær með Jóhönnu.  Tókum hrikalega á því enda eru sperrurnar í dag sendar með DHL hraðsendingaþjónustu beint frá djöflinum sjálfum. 
Nýtt PR (Personal Record) var slegið í pressu með lóð, 20 kg takk fyrir takk, náði 3 repsum alveg ein og Jóhanna spottaði mig í því síðasta.  Kellingin er þokkalega sátt við það Grin.

Löggan tók eftir því að nokkrir karlmenn sem voru að lyfta í kringum okkur hættu allir því sem þeir voru að gera þegar Naglinn byrjaði að rymja og stynja undir stönginni. 
Það var eins og einhver hefði ýtt á pásu LoL.  Það eru svo margir plebbar sem vita ekkert hvernig þeir eiga að bregðast við þegar þeir sjá og heyra "kellingar" taka almennilega á því. 

Æfing gærdagsins:

Axlir:

Axlapressa m/lóð: 17,5kg x 8 reps, 18kg x 7 reps, 18kg x 7 reps, 20 kg x 4 reps

Axlapressa m/stöng: 32,5 kg x 8 reps, 32,5kg x 8, 35kg x 6, 35kg x 6 

Hliðarlyftur með lóð: 4x10 reps @ 8kg

Hliðarlyftur í vél: 3x10 reps 2 plötur

Framlyftur í vél: 3x 10 reps 1 plata

Kviður:

Swiss ball með lóð: 3 x 10-12 reps @ 6 kg

Decline með lóð: 3 x10-12 reps @ 6 kg

Fótalyftur hangandi beinir fætur: 3 x 15


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Kraftur í tjéllingunni!

En hvað tekurðu oft maga...? Ég tek eiginlega aldrei maga því mér fannst magavöðvarnir farnir að stækka út á við og ýta út bumbunni á mér .. án gríns sko !!

Audrey, 5.4.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég er haldin massífum komplexum yfir maganum  svo ég tek kviðæfingar 3-4x í viku.  Hann byrjar oft að standa út ef maður tekur hann þungt.  Það er líka mikilvægt að spenna hann vel í gegnum alla æfinguna og passa öndunina.  Ég hafði gert kviðæfingar vitlaust í mörg ár og var kennt að gera þær rétt.

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.4.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband