Hugulsemi Tjallans meiri en góðu hófi gegnir

Jæja, afsakið þögnina. Þið hafið kannski haldið að Naglinn væri dáinn, hefði kafnað í eigin spiki. Nei nei, Naglinn er sprelllifandi og sparkandi. Naglinn ól manninn í Lundúnum um liðna helgi, og var því fjarri tækninni, en ekki fjarri ræktinni þó. Massaði nokkrar æfingar í ríkisræktinni í London. Það er alltaf jafn gaman að breyta um umhverfi og æfa á nýrri grund. Tjallinn er þó afskiptasamari en við frændurnir í norðri eigum að venjast. Naglinn lenti nefnilega í tveimur atvikum þar sem hugulsemi náungans náði út yfir öll velsæmismörk. Í fyrra skiptið kom örvasa gamalmenni að Naglanum þar sem verið var að massa neðri kviðinn (og ekki veitir af). Kallinn var c.a 18 kíló, en samt með lyftingabelti, og Naglinn velti fyrir sér nýtingu þess fyrir 5 kg lóðasveiflurnar. Hann sagði með yfirstéttar breskum hreim: " This is a very good ab exercise you are doing, but if you want a smaller waist, you shouldn't be doing them with a dumbbell, but rather focus on the repetitions". Naglinn hugsaði "Öööö já já, gamli kall !! Er ég með svona feitt mitti að þér ofbýður og getur hreinlega ekki orða bundist??" en beit í vörina, taldi upp að hundrað í huganum og sagði: "Thank you for the tip, but I prefer to do them with dumbbells". Í seinna skiptið var Naglinn að negla HIIT brennslu á þrekstiganum og tók lotur þar sem hraðinn var blastaður upp í hæstu mögulegu stillingu og svo hægari lotur á milli. Í lok hraðferðanna svindlaði Naglinn og hallaði sér fram á handriðið. Nota bene! iPodinn var á fullu gasi í eyrunum, Naglinn horfði í gólfið og einbeitti sér að verkefninu þegar allt í einu verður vart við hönd sem veifar Naglanum og svo er pikkað í öxlina. Þá stendur maður á fertugsaldri hjá þrekstiganum og Naglinn tekur iPod-inn úr öðru eyranu. Mannkvikindið segir (og aftur er um að ræða hreim sem Beta sjálf yrði stolt af): "You are doing your arms a disservice by leaning forward. You should really reduce the speed and try and stand up straight". Þetta korn fyllti mælinn hjá Naglanum hvað varðar athugasemdir í þessari annars agnarsmáu líkamsræktarstöð. Andsvar Naglans var því stutt og laggott "OK, thank you" og heyrnartólinu stungið aftur í eyrað og haldið áfram þar sem frá var horfið.... á handriðunum. Ætlaði sko ekki að gera þessum afskiptasama Breta til geðs að rétta úr mér. Gerði það bara þegar hann var horfinn sjónum. Fyrr má nú aldeilis bera hag náungans fyrir brjósti þarna í Norður London!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vó rólegir á afskiptaseminni....  Hjálpsemin að gera útaf við fólk ;)

Nanna (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Algjörlega... hvenær myndi maður pikka í einhvern á þrekstiganum í World Class og segja honum að rétta úr sér... öööö aldrei.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 09:47

3 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Og fyrir utan það þá er bara fínt að halla sér stundum fram og targeta aðeins meira á rassinn svo lengi sem þunginn hvílir á fótunum en ekki höndunum!

Finnst reyndar ógeðslegt þegar fólk er með olnbogana þráðbeina, í lás og með allan þungan á höndunum og rétt tiplar á tánnum, en myndi samt aldrei pikka í viðkomandi og skipta mér af, nema viðkomandi væri í þjálfun hjá mér og borgaði mér fyrir að skipta mér af

Bjarney Bjarnadóttir, 29.4.2008 kl. 10:39

4 identicon

Váá... fyrr má nú vera, hahaha...

Hrund (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:07

5 Smámynd: Audrey

Ohh ég læt einmitt pirra mig líka fólk sem hangir á þrekstiganum á læstum handleggjunum.   Og á svaka hraða - heldur að það sé að púla alveg rosalega

Audrey, 30.4.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband