Undirbúningur fyrir fitness keppni er eins og meðganga.

 

Fitness: Fyrsti þriðjungur (fyrstu 4 vikurnar af 12 vikna tímabili)

 

  • Þú ert virkilega spennt fyrst, það er kominn tími til að skera niður fyrir keppni, bræða burt fituna, koma sér í form, skipuleggja tíma sinn.  Þér líður eins og bardagamanni.
  • Svo fer nýjabrumið af þessu öllu saman og þú áttar þig á því að þú F-ing hatar að vakna til að taka morgunbrennslu, það eina sem þú gerir er að elda, borða, fara í ræktina og þú ferð að átta þig á því (þar sem þú skoðar líkama þinn daglega) VÁ hvað ég fitnaði í off-seasoninu.  Þú hugsar: "Hvað í andsk.. er ég búin að koma mér útí? Ég á aldrei eftir að meika þetta." Þú missir smá sjálfstraust og "mojo-ið".

 

Meðganga: Fyrsti þriðjungur (fyrstu 3 mánðurnir)

 

  • Þú ert svo spennt!! Þú átt von á barni!! Verða foreldri, búa til nýtt líf!!
  • Svo fer nýjabrumið út í veður og vind.  Að gubba á hverjum degi er ekki gaman, þú ert viðbjóðslega þreytt og enginn veit að þú ert ólétt, halda bara að þú sért orðin svona feit.  Þú hugsar: "Hvað í andsk.. er ég búin að koma mér út í?  Ég á aldrei eftir að meika þetta."  Þú missir smá sjálfstraust og "mojo-ið".

 

 

Fitness:  Annar þriðjungur (vika 4-8)

 

  • Þú færð orku og fiðring í magann aftur.  Þú meikaðir fyrsta mánuðinn, þú er loksins í stuði og tilbúin að massa planið þitt.  Líkaminn er að breytast HEILMIKIÐ, þú sérð kviðvöðva, æðar og fólk spyr þig hvort þú sért að undirbúa þig fyrir keppni.  Þú getur farið aftur í þröngu fötin því skrokkurinn er orðinn hrikalegur.  Þú færð sjálfstraustið aftur.  Langanir í mat eru ekki lengur til staðar... þú myndir ekki svindla þótt þú fengir borgað.  Þú ert í þessu til að vinna.  Þú ferð að undirbúa fleiri keppnir því á þessu stigi gætirðu verið í skurði að eilífu.

 

Meðganga: Annar þriðjungur (mánuður 3-6)

 

  • Morgunógleðin er liðin hjá JIBBÍÍ!!  Besta tilfinning í heimi.  Þú ert ekki eins þreytt lengur og litla bumban er farin að sjást sem óléttubumba en ekki spik.  Þú getur verið í sætum meðgöngufötum.  Fólk fer að spyrja hvað þú sért komin langt á leið og það skemmtilegasta... nú geturðu séð kyn barnsins.  Þá geturðu farið að velja nöfn.  Þú getur vel hugsað þér að eiga fimm - sex börn því á þessu stigi gætirðu verið ólétt að eilífu.

 

Fitness:  Þriðji þriðjungur (vika 8-12)

 

  • Þú ýtir líkamanum út á ystu mörk og hann þolir þetta álag aðeins í stuttan tíma.  Þú verður þreytt, útbrunnin, og skapvond af engri ástæðu.  Þú ert svöng, pirruð, og búin að gleyma af hverju í andsk... þú ert að gera sjálfri þér þetta.  Þú getur ekki sofið, getur ekki unnið, þú getur ekki einu sinni átt almennileg samskipti.  Það eina sem þú hugsar um er keppnin.
  • Fólk byrjar að segja þér að þú lítir út fyrir að vera veik, mjó og vannærð.  Ef þú þarft að svara enn einu sinni hvað sé að þér í ræktinni, í vinnunni, frá fjölskyldu, vinum, þá muntu ná í stærsta hljóðnema sem þú finnur og garga " Ég er að brenna fleiri hitaeiningum en ég borða, ég er komin með ógeð á þessum mat, þetta hefur verið það eina í lífi mínu síðustu 3 mánuði og nú vil ég bara að þessu sé lokið andsk.. hafi það.  Ég vil fara upp á þetta svið, ég vil fá viðurkenningu fyrir alla þessa vinnu sem ég hef lagt á mig, ég vil vinna flokkinn minn en mest af öllu vil ég stóra pizzu með extra osti og mojito.  Og ef þú spyrð mig enn einu sinni af hverju ég legg þetta á mig þá lem ég þig með lyftingabeltinu og ströppunum.
  • Hugurinn byrjar að stríða þér.  "Fitnaði ég?? Lít ég illa út, er ég of flöt, rústaði ég planinu með að borða þessar tvær ostsneiðar?? Hefði ég átt að gera meiri brennslu, gerði ég of mikla brennslu?"  Listinn er endalaus. 
  • Á þessum tímapunkti segirðu við sjálfa þig: "Þetta er síðasta keppnin sem ég tek þátt í, ég er hætt að keppa, þetta er of erfitt."
  • Og... þú ert alltaf pissandi

 

Meðganga: Þriðji þriðjungur (mánuður 6-9)

 

  • Ókei, þetta er komið gott, þú ert ekki krúttleg lengur, þú ert gangandi HÚS.  Þér er illt í bumbunni og klæjar stöðugt.  Þú getur ekki sofið, þér líður ekki vel í neinni stöðu og þú sérð ekki á þér fæturna. 
  • Ef þú þarft að svara einu sinni enn hvenær þú eigir von á þér eða hvernig þér líði þá muntu öskra af öllum lífs og sálar kröftum.
  • Þú vilt þennan krakka út og hananú!!
  • Svo byrjar kvíðinn.  Þú fórst í fæðingafræðslu, sem opnaði augu þín fyrir sársaukanum sem þú munt ganga í gegnum og það þyrmir yfir þig.  Þetta er líkamlega ekki hægt!!  Þú last foreldrahandbækurnar... hvað í andsk.. ertu búin að koma þér í??  Þú hefur ekki efni á háskólanámi fyrir barnið, hvað ef barnið er með guluna, hvað ef það er vanskapað, hvað ef það er strákur en þeir sögðu að það væri stelpa?  Hvað ef, hvað ef, hvað ef!!
  • Á þessum tímapunkti ákveðurðu að eignast ALDREI annað barn!!!
  • Og... þú ert alltaf pissandi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, þetta er alger snilld! Ferlega fyndið...

Ég hef nú komist í gegnum meðgöngu en verð að segja að ég stór efast um að myndi komast í gegnum skurð! Ég dáist að ykkur fyrir dugnaðinn!!

Helga (Ókunnug) (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Audrey

Sjitt þetta er svo satt, hehe   Þetta virkaði oft á tíðum jafnlangt og meðganga og hef ég farið í gegnum þrjár slíkar!

Samt get ég ekki beðið eftir að byrja að skera aftur niður - maður er svo spes...

Audrey, 6.5.2008 kl. 12:50

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Helga!  Blessuð vertu! Þú getur þetta alveg eins og við hinar.

Auður! Sama hér, er að taka forskot á sæluna núna til að ná mér aðeins niður  cardio dauðans og kolvetnakött...og djö... er þetta gott.  Svo verður það bara harkan sex í ágúst.....  Ætlarðu semsagt að keppa í nóvember? 

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 13:36

4 Smámynd: Audrey

Yes sir.  Hvenær í nóvember er mótið, veistu það?

Audrey, 6.5.2008 kl. 13:41

5 identicon

Snilldar samanburður hjá þér

Nanna (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:50

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það er ekki komin dagsetning á það ennþá .  Væri nú gott að fara að fá dagsetningu á þetta til að geta skipulagt upphaf skurðar og undirbúið sig andlega .

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 14:12

7 identicon

Hahahaha snilldin ein   En i hverju felst niðurskurður? Meina.. hvernig eru æfingar og maturinn öðruvisi? Bara svona hugmynd á næsta pistli

Kv Eva 

Eva (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:23

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Eva! Var einmitt búin að spá í að gera pistil um off-season og kött, því það eru svo margir sem segjast ekki skilja hvað sé að vera off-season og hvað sé að kötta.  Kemur vonandi fljótlega .

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 14:43

9 identicon

Já! Ég elska pistlana þína..

hef oft velt fyrir mér hvernig þetta kött virkar í smáatriðum..

væri alveg til í að prufa hversu langt ég kemst í þessu.

bíð spennt eftir þessum pistli! ;o) 

forvitinn aðdáandi (Elísa) (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:11

10 Smámynd: M

Minni á ekki megrunardaginn í dag

M, 6.5.2008 kl. 16:15

11 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Enda er fólk vonandi hætt þessu megrunarrugli, eina leiðin til árangurs er breyttur lífsstíll.

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 19:26

12 identicon

Ójá, ég er sko til í "off season" versus "on season" pistil!

Bara svona til að sjá ca. áherslubreytingarnar í skurðinum. Get nú varla séð hvernig t.d. þú gætir hreinsað meira til í matarræðinu svo það væri spennandi að sjá samanburð á matarræðinu og hreyfingunni.

Engin pressa samt... ha ha

Helga (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 21:23

13 identicon

Hæhæ, skemmtilegur pistill...eins og alltaf

já ég er alveg sammála síðasta ræðumanni... alveg til í að sjá muninn á þessu hjá þér. Er að spá í að fara sjálf í nóvember...allt í skoðun

 kv. Hrund

Hrund (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband