Æfingavenjur náungans

Naglinn spáir mjög mikið í æfingavenjur náungans.  Hvernig, hvenær og hvar hinn og þessi æfi eru reglulegar vangaveltur hjá Naglanum og þá aðallega út frá atvinnu viðkomandi og fjölskylduhögum.  Regluleg hreyfing er svo sjálfsagður hlutur í huga Naglans, að spurningin hvort einhver æfi læðist aldrei inn í hugann. 

Naglinn veit að sumir, eins og lögreglumenn og slökkviliðsmenn geta æft í vinnutíma sínum.  Það finnst Naglanum að ætti að vera leyfilegt í öllum störfum.  Mörgum finnst viðbjóður að vakna fyrir vinnu á morgnana til að æfa, og eftir vinnu þarf að sækja börnin, elda matinn, hátta, þvo o.s.frv.  Slíkt fyrirkomulag á vinnustöðum landsins myndi því auðvelda mörgum að koma æfingunum fyrir í deginum. 

Á sumum vinnustöðum er meira að segja líkamsræktarstöð innanhúss og mætti það einnig vera víðar.   

Til dæmis var Naglinn á Hótel Búðum um síðustu helgi, og þar velti ég því mikið fyrir mér hvar starfsfólkið æfði.  Keyrir það á Ólafsvík til að æfa?  Naglanum fannst sú kenning þó hæpin þar sem hvor leið er 45 km.  Miðað við bensínverðið í dag þyrfti ansi margar aukavaktir til að eiga fyrir dropanum í eina ferð í ræktina.  Ætli þeir séu þá með æfingaaðstöðu á staðnum?  Það myndi eflaust mælast vel fyrir hjá staffinu.

Hvað með vörubílstjóra sem keyra hringinn í kringum landið með vörur.  Ætli þeir stoppi í bæjarfélögunum og rífi í járnin? 

Hvað með fólk sem vinnur næturvaktir?  Fer það í ræktina fyrir vinnu á kvöldin eða eftir vinnu á morgnana?

En bændur?  Hvar æfa þeir?  Fara þeir í næsta bæjarfélag til að hamast, eða er nóg hamagangur í að moka flórinn og reka beljur?

En flugfreyjur og -þjónar og fararstjórar?  Hvar æfa þau í stop-over eða ferðum?  Reyndar bjóða mörg hótel uppá æfingaaðstöðu, en hvað gera þeir þegar slíkt er ekki í boði?  Gera þau eins og Naglinn og "googla" hlaupaleiðir eða hvar líkamsræktarstöð er nálægt hótelinu? 

 

Af öllum þessum tilgangslausu vangaveltum að dæma mætti ætla að Naglinn hefði aðeins of mikinn frítíma Blush.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Málið er að það eru ekki svo margir eins þenkjandi og þú og æfa aldrei !

En skemmtileg pæling hjá þér Ég fer oftast eftir vinnu kl. 14 (lúxus)

M, 15.5.2008 kl. 13:56

2 identicon

Er þér innilega sammála það væri snilld að fá að æfa á vinnutíma, þurfa ekki endalaust að vera að þessu púsli og með nagandi samviskubit yfir að vera að gera eitthvað fyrir sjálfa sig í stað þess að sinna börnum og búi.

En þér að segja kem ég oft á síðuna þína til að drekka í mig fróðleik, þetta er hrein biblía -  einnig gaman hvað þú hefur mikinn húmor fyrir sjálfri þér. Fliss og fróðleikur - takk fyrir það  

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 13:59

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hæ M!  Það er rétt, það eru ekki nema 30% þjóðarinnar sem æfir að staðaldri.
Kl. 14 er langbesti tíminn, hádegistörnin búin, eftir-vinnu törnin ekki byrjuð og maður getur vaðið í öll tækin að vild

Hæ Vala, takk fyrir hrósið, og takk fyrir að kíkja í heimsókn .  Einmitt samviskubitið er óþolandi, ég fæ oft samviskubit yfir að vera að púla í ræktinni en ekki heima að þrífa, eða sinna fjölskyldumeðlimum, eða versla eða eða eða.....  Þetta er svo fáránleg hugsun, en alveg örugglega Þrándur í götu margra sem ætla sér stóra hluti í ræktinni.

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.5.2008 kl. 14:22

4 identicon

TAkk fyrir skemmtilega pistla Ragga. Mér finnst þessi pæling mjög góð, varðandi bændurna þá er það hellings heilsurækt að vera bóndi. það þarf jú að reka kýrnar, hamast í sauðburði, mjólka kýrnar, færa til hey, smalamennskur að hausti, mykjumokstur og svona mætti nú lengi lengi telja.  Mjög fjölbreytt, vildi stundum óska þess að vera bara bóndi þá væri maður alltaf að hreyfa sig.

Það er sko til fullt af flottum bændum með alvöru vinnuvöðva (bæði strákar og stelpur)

Unnur Bjork (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir að kíkja í heimsókn Unnur .  Bændur eru margir hverjir alveg nautsterkir, enda þarf talsverðan styrk í hin ýmsu verk eins og til dæmis heybagga flutninga.  Fór einu sinni í sjómann við grindhoraðan kvenkyns dýralækni, sem hafði nota bene alist upp í sveit, og Naglinn átti ekki roð í hana.

Helgi! Hamsatólgin og smjörsteiking er ekki það hollasta, og er fljótt að vega upp á móti hreyfingunni ef ekki er gætt hófs.  Göngur eru að mínu mati mjög vanmetin hreyfing, því það er hellings brennsla í röskri göngu, tala nú ekki um þegar komnar eru brekkur og fjallgöngur .    

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.5.2008 kl. 08:55

6 Smámynd: Mama G

Það er geðveik líkamsrækt að vera í sveitinni. Man alla vegana eftir því að hafa geta borða literally hvað sem er án þess að fitna þegar maður var að "sveitast" á sumrin hérna í gamla daga.

Mama G, 21.5.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband