Skemmd brennsla

Finnst þér að alveg sama hversu mikið þú passar upp á mataræðið eða hversu mikið þú æfir, bölvuð fitan haggast bara ekki? Varstu einu sinni himinlifandi með prógrammið þitt, en núna er stöðnunin að gera þig brjálaða(n).

Það virðist sem ekkert virki á þig lengur, og þú hefur prófað allt undir sólinni - há-kolvetni, lág-kolvetni, engin kolvetni, fáar hitaeiningar, fitubrennslutöflur, endalaust cardio - allt án árangurs.  Lýsið situr sem fastast.

Það er fátt meira frústrerandi og maður getur tapað glórunni að pæla endalaust í grömmum og hitaeiningum inn og út.

fit354

 

Vandamálið getur verið skemmt brennslukerfi.  Þetta fyrirbæri er afleiðing margra ára megrunar, þar sem hitaeininganeysla er undir grunnþörfum í langan tíma.  Hljómar frekar illa, en er ekki eins hræðilegt og margir halda.  Það eru ansi margir með sultarólina í innsta gati allan ársins hring og eyði óteljandi klukkustundum á brettinu, og því er þetta fyrirbæri ansi algengt. 
Þú ert ekki Palli einn í heiminum með þetta vandamál.

 

Góðu fréttirnar eru þær að það er hægt að snúa þessari þróun við.  Það er til mjög einföld leið til að hressa upp á slappa brennslu. 

Skemmd brennsla er ekki varanlegt ástand og brennsla stöðvast aldrei alveg. 
Jú, það hægist á henni en það er eðlilegt viðbragð við of fáum hitaeiningum.  Þegar líkaminn er í hitaeiningaþurrð kemur fram lífeðlislegt viðbragð sem er arfleifð frá forfeðrum okkar.  Hormónarnir sem stjórna hraða brennslunnar og fitutapi svara á þann veg að geyma líkamsfitu frekar en að brenna henni.  Þannig er líkaminn að bregðast við hungursneyð með að passa upp á langtímaforðann.  Þessi áhrif margfaldast því lægri sem fituprósenta líkamans er, sem tengist oft lengri tíma að missa fitu. 
Niðurstaðan er hægari ef ekki stöðnuð fitubrennsla.  Það skiptir ekki máli hversu skothelt næringarplanið er, ef við borðum of fáar hitaeiningar þá mun líkaminn aðlaga sig að því sem hann telur vera hallæri. 

 

diet-irony

 

Hvað er til ráða? 

Þú þarft að borða meira.  Já þú last rétt...borða meira, ekki minna.  Það er samt ekki ráðlegt að byrja allt í einu að gúffa í sig eins og enginn sé morgundagurinn.  Auktu hitaeininganeyslu skref fyrir skref í þessar tvær vikur í átt að grunnþörf. 
Til dæmis má auka hitaeiningarnar um c. a 10-20% á hverjum degi í nokkra daga þar til grunnhitaeiningaþörf er náð.  Með þessu móti venjum við líkamann smám saman á að borða meira, sem kemur í veg fyrir að við bætum aftur á okkur fitu.  Ráðlegt er að halda þessum hærri hitaeiningafjölda í tvær vikur.  Þyngdin gæti aukist á þessum tveim vikum, en það er líklega vökvasöfnun og vöðvaglýkógen.  Ekkert til að missa svefn yfir. 

Þessar tvær vikur af aukinni hitaeininganeyslu hjálpa nefnilega til við frekara fitutap þegar við byrjum svo aftur að kroppa eins og fuglsungar.  Bæði erum við búin að endurstilla brennsluna í okkur, okkur líður betur og höfum meiri orku í æfingarnar og getum þar af leiðandi tekið betur á því.  Það skilar sér í sterkari og stærri vöðvum og aukinni brennslu.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó já, þetta er svo rétt og satt!

Það er alveg hrikalega algengt, meðal kvenmanna sérstaklega, að keyra niður hitaeininganeysluna í örvæntingu sinni um að grenna sig.

Í stað þess að fara akkurat hina leiðina, þ.e. að auka grunnbrennsluna með því að auka vöðvamassann. Þetta er svo einfalt... ef maður eykur vöðvamassann þá kemst maður hjá því að lenda í þessum hrikalega vítahring að mega ekki borða neitt án þess að það fari beint á mann!

Lyfta lyfta lyfta! Það er það eina sem virkar og svo er það líka svo gaman :o)

Góða helgi :o)

Helga (ókunnug) (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

heheh vá ég er nákvæmlega í þessum sporum núna, er að auka hitaeininganeysluna og vigtin að fara upp og það er bara ekkert sérstaklega gaman sko! Og svo er líka hægara sagt en gert að ætla að auka neysluna smátt og smátt! hahaha en það er samt miklu skemmtilegra að æfa núna, maður getur tekið miklu meiri þyngdir og maður sér vöðvana taka mikið betur við sér, þannig að þetta er totally þess virði

Bjarney Bjarnadóttir, 16.5.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband