Við skulum ekki gráta Björn bónda heldur safna liði....

Björninn er unninn... komst loksins aftur í gallabuxurnar mínar í morgun... vúhúú!!
Þurfti ekki smjörlíki og skóhorn til að koma þeim upp lærin, og gat meira að segja rennt upp án þess að halda niðri andanum. Auðvitað gubbast möffin toppurinn aðeins yfir strenginn, en það er allt saman í vinnslu.

Og ekki nóg með það, heldur gat ég farið niður um gat á lyftingabeltinu í beygjunum í morgun. Er ekki lengur í "feitabollu" gatinu, heldur komin niður í "normal" gatið.
Býst samt ekki við að komast niður í "mjónu" gatið fyrr en rétt fyrir keppni. Það er langtímamarkmiðið.

En ekki séns að ég stígi upp á stafræna djöfulinn niðri í Laugum, það er bara grátur og gnístran tanna sem fylgir því. Enda hvað skiptir einhver tala máli, miklu betra að nota föt, spegil, og líðan sem mælikvarða á mörinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Stíg einmitt örsjaldan á vigt. Finn það best á fötunum í hvaða formi ég er. Reyndar eru "heimafötin" hættulega víð og þægileg  

Farðu varlega í helgarnammið.

M, 17.5.2008 kl. 18:16

2 identicon

Hata möffin toppinn...

Kristjana (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 21:09

3 identicon

Til lukku með árangurinn!

Vona að ég nái einhverntíman að verða eins ákveðin og dugleg einsog þú ert..  búin að lifa á próteini, kjúkling og fisk í 5 daga og var að enda við að gúffa í mig hálfu kílói af harðfisk með smjöri! alltaf þarf ég að bæta á mig um helgar því sem ég missi vikuna áður..

Elísa (ókunnug) (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 23:04

4 identicon

hvenær er keppnin?

E (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 23:33

5 Smámynd: Audrey

Dúúúleg stelpa

Sammála með vigtina, ég stíg á hana að meðaltali 1x á ári!  

Audrey, 18.5.2008 kl. 11:28

6 identicon

Til hamingju!! Jibbííí ;)

ég sagði þér að þetta væri að koma... :D

ég hef ekki þorað að stíga á þessa blessuðu vigt í nokkra mánuði... hún er ekki góður vinur þegar maður er að bulka ;) 

Kristín Arna (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:50

7 identicon

Mér finnst alltaf best að nota spegilinn sem mælikvarða á árangur.... Líka taka myndir og bera saman!

Nanna (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 09:22

8 identicon

Þetta er nú algjörlega öfugt hjá mér. Mér finnst nú ekket betra en að stíga á vigtina og sjá hversu miklu ég hef náð að bæta á mig, en finnst síðan leiðinlegt að sjá það í speglinum, skurðirnir verða grynnri og grynnri. Svo hætta allar skyrtur að passa yfir bakið og kassann.

Markmið kynjana eru víst eitthvað misjöfn.

Palli (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:19

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

E! Keppnin er í nóvember, ekki komin dagsetning samt ennþá.

Elísa! Kannast við það þegar maður missir sig í sukkinu.  Ég skammta mér meira að segja helgarnamminu, annars færi allt í óefni

Palli! Mér finnst einmitt gaman hvað bolir og peysur eru orðnar þrengri yfir axlir og kassa en ekki eins gaman að brækur komast ekki upp lærin og yfir rassinn.  Þyngd kvenna er mjög tilfinningalegt atriði, og getur tekið verulega á sálina hjá sumum. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband