Líkamsræktarstöðvar þar sem Naglinn hefur tekið á því

Hér að neðan er yfirlit um þær stöðvar þar sem Naglinn hefur tekið á því. 

World Class Skeifunni: Hér fór Naglinn á átaksnámskeið ásamt vinkonum sínum í gamla, gamla daga.  Vissi ekkert um mataræði né hreyfingu og látin skila matardagbók í hverri viku.  Hún var ekki upp á marga fiska, hélt að það væri betra að fá sér 10 karamellur en einn popp poka í bíó þar sem karamellurnar væru minni en poppið.

Þokkabót (Þrekhúsið): Fyrsta stöðin sem Naglinn æfði í af einhverju viti.  Voða kósý og heimilisleg stemmning.  Aðeins of lítil en öll nauðsynleg tæki til staðar samt, t. d. hnébeygjubúr, bekkur o.s.frv.

World Class Fellsmúla: Þessi stöð var frábær.  Stór og hátt til lofts og vítt til veggja og góður mórall.  Öll tæki til staðar

World Class Laugum: Bara snilldarstöð, þrátt fyrir að vera stór er hún ekki yfirþyrmandi.  Öll tæki sem þarf, nema vantar T-bar róður.  Maður hittir alltaf einhverja sem maður þekkir.  Aðeins of langt úr búningsklefanum og upp í sal.

Hreyfing Faxafeni:  Þessi stöð toppar listann yfir góðan móral og elskulegt andrúmsloft.  Tækin voru fín líka og allt til alls.  Stöðin var björt og opin og þægilegt að æfa þar.

Hreyfing Glæsibæ:  Var ekki að fíla mig þarna, alltof lágt til lofts og maður fékk hálfgerða innilokunarkennd. Dagsbirtan náði ekki almennilega inn í gegnum þrönga gluggana.  Lyftingaaðstaðan fyrir neðan allar hellur, alltof lítil og þröng. 

Pumping Iron:  Naglinn æfði ekki lengi þarna.  Alltof þröngt og lágt til lofts og þungt loft þarna inni.  Naglinn fílaði ekki þessa stöð.

Judo Gym, Skipholti:  Það er reyndar búið að rífa þetta hús núna.  Vel hrá stöð og frekar sjúskuð, jafnvel skítug, en fínn tækjakosturinn vó það upp.  Eigandinn var reyndar vel einkennileg týpa og endaði með að við hættum að æfa þarna út af honum.

World Class Brussel:  Þetta er ágætis stöð, svolítið lítil enda bara hótel gym.  En þrátt fyrir það voru bekkur, hnébeygju rekki og allt hard core stöffið til staðar.

Höfn í Hornafirði : Svolítið sjúskuð stöð. Þarna æfði Naglinn á einhverju ferðalagi um landið.  Allt í lagi stöð, man að ég tók bak þarna og lenti ekki í teljanlegum vandræðum með tækjaskort.  Mývatn

Vaxtarræktin Akureyri:  Fín stöð.  Reyndar ókostur að vera í kjallara.  Naglinn kýs að hafa dagsbirtuna við æfingar.  Siggi sér um að öll tæki séu til staðar fyrir alvöru lyftingafólk

Hótel, NY: Naglinn pantaði þarna því það var líkamsræktarstöð á hótelinu. Þegar Naglinn og hösbandið fengu að kíkja á stöðina biðum við eftir að Auðunn Blöndal stykki fram: TEKINN!!! en neeiii, liðinu var fúlasta alvara að kalla þetta líkamsræktarstöð: kústaskápur með þrekhjóli úr sjónvarpsmarkaðnum og einni niðurtogsvél.  Það var hins vegar ekki hægt að nota bæði tækin í einu því þá rotaði stöngin náungann á hjólinu.

Hótel í North Carolina: Já já, ef stöð mætti kalla.  Var meira eins og eitt hótelherbergi með tveimur þrekstigum, einu hlaupabretti og nokkrum lóðum.  Tók bara brennslu á stiganum þessa tvo daga sem Naglinn dvaldi þarna.

NYSC, Times Square: Hluti af keðju í NY. Þessi stöð er inni á hóteli, og minnug kústaskápsins var Naglinn verulega kvíðinn að hér væri eitthvað frímerki með bleikum handlóðum og þrjátíu ára gömlum þrekstiga.  En annað kom á daginn, risastór stöð með trilljón brennslutækjum, öllum lyftingagræjum og bara name it.... I love NY!!

NYSC, 92nd Street: Hluti af keðju í NY, það finnst ein nánast á hverju götuhorni.  Þessi stöð er tvískipt, brennslutæki á efri hæð og lyftingasalur á neðri hæð og tækjakostur mjög góður á báðum hæðum.  Naglinn tók nokkrar æfingar í þessari stöð og var mjög sátt.

Guildford Spectrum, Guildford: Yndisleg stöð, og svakalega fínt að æfa þarna.  Þarna tók Naglinn vel á því í rúmt ár og eignaðist fullt af vinum, bæði starfsfólk og aðra kúnna.  Var samt yfirleitt eina stelpan í salnum og fékk margs konar athugasemdir og spurningar.  Tjallinn er ekki vanur trukkalessum með strappa og belti að dedda.

Islington, London: Ríkisrækt, tækjakostur frekar slappur.  Ekki hugsuð fyrir hard core lyftingafólk, meira stílað inn á 3x í viku sér til heilsubótar týpuna.  Fínt að brenna þarna samt, nýir þrekstigar og skíðavélar.  Hinir innfæddu ekki vanir ströppum og mikið um langar, óþægilegar störur.

Sobell, London: Annað útibú af ríkisrækt Lundúnabúa.  Ógeðslega dimm og drungaleg stöð og Naglinn þolir ekki teppi á gólfum í líkamsræktarstöð.  Tækjakostur slappur, en ágætt að brenna þarna.  Meðalaldur kúnnahópsins er í kringum sjötugt.

Craiglockhart Edinborg: Útibú frá ríkisrækt þeirra Skota í Edinborg.  Naglinn og hösbandið tóku strætó þangað á hverjum morgni í heilt ár.  Þetta var eitt af fáum útibúum sem voru með bekk og hnébeygjustöng.  Helsti ókosturinn var teppi á gólfinu, og þjálfarinn sem talaði af manni eyrun.

Commonwealth Pool, Edinborg:  Annað útibú ríkisræktarinnar í Edinborg.  Hálf glötuð stöð, með ömurlegum tækjum og teppi á gólfinu.  Fór stundum þangað til að brenna um helgar því þeir opnuðu svo snemma.

Meadowbanks, Edinborg: Enn ein ríkisræktin.  Þessi er líka með "heavy weight floor" og það þurfti að stimpla inn kóða til að komast þangað inn.  Vel hrátt og ekki ósvipað og verstu gettó gym.  Þarf ekki að taka fram að það var lítið um estrógen þar inni.

Fitness First, Edinborg: Ojjj, ofan í kjallara, þröngt og lágt til lofts og ekkert nema fáránlegir ranghalar.  Þetta húsnæði var engan veginn hæft til að hýsa líkamsræktarstöð.

Holmes Place, Edinborg: Rosa flott stöð.  Meira að segja sundlaug þarna inni.  Tækjakostur mjög góður, og allt til alls enda risastórt.... og rándýrt.

Gym 80, Suðurlandsbraut:  Mekka lyftingafólks á Íslandi.  Þarna sveif andi Jóns Páls heitins yfir vötnum, og ekki laust við að maður öðlaðist aðeins meiri kraft fyrir vikið.  Vel hrá stöð með öllum nauðsynlegum græjum.  Algjör snilld að taka fætur og bak þarna.

Gym 80, Stórhöfða:  Ekki nógu góð stöð, vantar gamla móralinn þó tækjakosturinn sé frábær.

Sporthúsið:  Ókostur að hafa ekki dagsbirtuna.  En stór og fín stöð með öllum tækjum.  Fíla reyndar ekki brennslutækin þarna.

World Class Turninum: Bara einu sinni æft þarna, og sólin skein þann dag og það varð mjög heitt og mollulegt þarna inni.  Ágætis tækjakostur svo sem, en ekkert til að hrópa húrra fyrir. 

World Class Nesinu:  Ágætis stöð, og öll helstu tæki til staðar.  Fínt útsýni úr brennslutækjunum en ókostur að hafa ekki sjónvörp nema í brennslutækjunum sjálfum.  Naglinn þolir það ekki.

Toppsport/Styrkur Selfoss:  Naglinn hefur nokkrum sinnum æft þarna.  Ágætis stöð en ósköp lítil og þröng.  Býð ekki í það að æfa þar á álagstíma.  Hnébeygjustöng, bekkur, upphífingar, Smith vél...allt til staðar samt og þeir fá kredit fyrir það.

Tálknafjörður: Já sæll!! Eigum við að ræða þessa stöð eitthvað?  Var himinlifandi að finna líkamsræktarstöð á þessum útkjálka, en Adam var ekki lengi í paradís.  "Stöðin" var hálfur íþróttasalur stúkaður af með gifsplötum.  Tækjakosturinn samanstóð af þrekhjóli frá A-Þýskalandi, sippubandi, niðurtogsvél og þremur þyngdum af handlóðum.  Þarna kom gott "challenge" að vera hugmyndaríkur með æfingar.

Patreksfjörður: Nýbúið að byggja þessa stöð og allt nýtt þar inni.  Tók reyndar bara brennslu á splunkunýrri Life Fitness skíðavél.  Stutt yfirlit yfir salinn leiddi í ljós ágætis tækjakost.

Mývatn: Þarna var tekið á því þegar Naglinn og hösbandið fóru hringinn í kringum landið forðum daga. Ágætis stöð í húsakynnum sundlaugarinnar.  Týpísk svona Nautilus stöð.

First Fitness Kaupmannahöfn:  Fín stöð, en vantaði hnébeygjurekka.  Bekkur samt til staðar.  Reyndar teppi á gólfinu, og dálítið heitt seinnipart dags.  Fínt að taka brennslu þarna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Váhá þú ert búin að æfa víða!  Ég hef prófað kannski 3 staði af þessum öllum En hef reyndar prófað eitt sem vantar á þennan lista - báðar stöðvarnar í Vestmannaeyjum, Hreyfingu og Nautilus!  Og var ægilega stolt af mér að drífa mig á æfingu þar...  Prófaðirðu aldrei nýju Hreyfingu?

Auður (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 17:23

2 identicon

Þetta eru ansi margir staðir :)

Það er enn sama góða elskulega andrúmsloftið í nýju Hreyfingunni og hvergi betra að vera:)

Sakna nú ykkar Auðar í átökunum:)

kv. Stína

Stína (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 18:49

3 identicon

Þröngar kompur með mosa á veggjunum, þar er best að vera. Heimilslegasta stöð á landinu er áræðanlega Stúdíó Dan á Ísafirði, þar sem allir þekkja alla og ekkert pláss fyrir ókunnuga. Frábært staður til að rífa vel í...

En annars takk fyrir góðan pistil.

Alli (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 08:35

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Var að fatta að ég gleymdi nokkrum stöðvum, ætla að bæta þeim inn hið snarasta... Köben, Mývatn og auðvitað Nýja Hreyfing.

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.5.2008 kl. 08:47

5 Smámynd: Audrey

Sjiii ég ætlaði að segja Hressó og Nautilus í Eyjum... ekki Hreyfingu ... blöhh.

Svo ég noti þessa síðu með góðfúslegu leyfi Naglans til að svara Stínu þá langar mig að segja þér Stína að þín er líka sárt saknað.... Ég hugsa oft til þín og hvað þú varst yndisleg við mig þegar ég var að missa vitið þarna niðurfrá rétt fyrir mót

Audrey, 28.5.2008 kl. 10:49

6 identicon

Já sæll, sjæse hvað þú hefur æft á mörgum stöðvum. Mér finnst persónulega mjög fínt að æfa í Sporthúsinu en uppáhalds stöðin mín er Betrunarhúsið sáluga. Reyndar vantaði hnébeygjubúr þar en flest annað var til staðar. :)

ingunn (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 11:12

7 identicon

Vaxtaræktin á Ak-city er klárlega best!  Engin sól sem lokkar mann út ;)

 Góð úttekt hjá þér ;)

Nanna (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 11:19

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Auður! Sammála, Stína er frábær, og hennar er sárt saknað hérna megin lika, sem og Kristjönu og fleiri snillingum úr Hreyfingu.

Alli! Á alveg eftir að upplifa stemmninguna í Stúdíó Dan, en get lofað þér að það verður einhvern daginn.

Ingunn! Prófaði aldrei Betrunarhúsið áður en það lognaðist útaf.  Hvernig líður þér og bumbunni?  Ég verð nú að fara að kíkja í kaffi og slúðra...  

Nanna!  Já það er fínt í Vaxtarræktinni, og jú gluggaleysið getur verið kostur í þau örfáu skipti sem veðrið er gott á Íslandi.  Þið eruð reyndar í einhverri hitabylgju þessa dagana heyri ég.  Hvernig gengur að "bulka"?

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.5.2008 kl. 13:28

9 identicon

Við bara stækkum bæði og líður alveg ágætlega. :) Mér líst afskaplega vel á kaffi og slúður, þokkalega about time.

ingunn (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:22

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nú er komið kyn.... er það annar strákur??  Slúður er möst, hringi í þig í kvöld.

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.5.2008 kl. 15:57

11 identicon

Maður sér þarna á listanum að Silfursport vantar alveg... þú þarft að kíkja þangað við tækifæri og taka æfingu

Fjölnir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 22:14

12 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það er rétt hjá þér Fjölnir, það er á stefnuskránni og hefur verið lengi .  Við Jóhanna tölum alltaf um það öðru hvoru að kíkja þangað og massa eina góða.  Komum í sumar, ég lofa...

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.5.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband