23.6.2008 | 09:00
Mál og vog
Það er ekki bara góð regla að mæla og vigta matinn sinn, það er nauðsynlegt þegar markmiðið er að losa sig við aukakílóin. Alltof margir slumpa á skammtastærðina og neyta því fleiri hitaeininga en þeir þurfa á hverjum degi. Svo skilja þeir hinir sömu ekkert í því af hverju kílóin sitja sem fastast og byrja að trúa kjaftæðinu um að þeir séu bara óheppnir með gen.
Þetta myndband er góð áminning til okkar allra... líka til okkar sem mælum og vigtum matinn.
Meginflokkur: Mataræði | Aukaflokkur: Fróðleikur | Breytt 2.11.2008 kl. 18:17 | Facebook
Spurt er
Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo hjartanlega sammála ;) Ég set allt upp í reikniforrit og vigta svo á hverjum morgni máltíðir dagsins! Skiptir lykilmáli!!!
Nanna (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 10:02
Það skiptir nefnilega öllu máli að vigta matinn sinn. Maður sér þarna svart á hvítu hvað rétt rúmlega eða slump getur safnast saman þegar öllu er á botninn hvolft.
Ragnhildur Þórðardóttir, 23.6.2008 kl. 10:28
Já þetta er nauðsynlegt til að byrja með allavegana en hjá mér er nú helsta vandamálið að vita hvað ég á að vera að borða mikið. Ég geri mér litla grein fyrir því hvað ég er að brenna á hverjum degi, hvað t.d. brenni ég miklu við það að hjóla í vinnuna? .. hef ekki hugmynd
Snjólaug (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 11:07
Notaðu púlsmæli, hann sýnir þér nákvæmlega hvað þú ert að brenna mörgum hitaeiningum miðað við hæð þína og þyngd. Bæði við að hjóla í vinnuna, út í göngutúr og á æfingu. Algjört þarfaþing að mínu mati .
Ragnhildur Þórðardóttir, 23.6.2008 kl. 11:11
Góð síða hjá þér Ragga, fullt af fróðleik! Ég ætla t.d. beint út í búð að kaupa almennilega eldhúsvog. En segðu mér, hvar kaupir maður púlsmæli sem sýnir brennsluna?
Kristín Helga (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 13:01
Sæl Kristín Helga, takk fyrir það kærlega . Ég er persónulega hrifnust af Polar púlsmælunum. Þeir fást í Hreysti, Útilíf og Intersport, en mínir hafa verið keyptir hjá P. Ólafsson í Hafnarfirði sem flytja þá inn.
Ragnhildur Þórðardóttir, 23.6.2008 kl. 13:19
Hehehe, þetta myndband er algjör snilld. Rakst einmitt á það fyrir nokkrum mánuðum. Það er sérstaklega mikið möst að vigta alla fitu, t.d. hnetusmjörið eða möndlurnar því það safnast heldur betur saman ef maður borðar of mikið í einu.
Btw þá prófaði ég delite sjeik m hrískökum út í um daginn. Sæll! Vá hvað það er gott. Besta post-wo máltíð sem ég hef fengið.
ingunn (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 13:42
Ég er að segja þér það kelling, þetta er eins og bragðarefur, algjör suddi. Tala nú ekki um að bæta bönunum og jarðarberjum út í líka á hátíðis- og tyllidögum.
Ragnhildur Þórðardóttir, 23.6.2008 kl. 13:48
Ég fæ reyndar pínu leið á hrískökunum útí, finnst rosa gott að setja bara hafra.
En með að vigta.... þetta á ég eftir. Mæli mitt í skeiðum og lúkum ;-)
Audrey, 23.6.2008 kl. 23:22
Færðu þér hafra eftir æfingu? Það eru hæglosandi kolvetni, og ýta prótíninu ekki jafn hratt inn í vöðvana til að hefja endurnæringu.
Það er ótrúlegt hvað það borgar sig að vigta matinn nákvæmlega, sérstaklega þegar markmiðið er að losna við yfirvigtina .
Ragnhildur Þórðardóttir, 24.6.2008 kl. 08:54
Jæja, þannig að ástæðan fyrir því að "þessi síðustu 5" sitja alltaf sem fastast eru bara þessar nokkrar auka kcal hér og þar allan daginn? - figures... Úff, er samt að mygla yfir tilhugsuninni um að fara að mæla allt ofan í mig, hvað með í vinnunni!? á maður að vera með vogina í mötuneytinu og teppa röðina í korter til að vigta sér hádegismat?
Oh, nenni sko ekki að byrja á þessu fyrr en eftir sumarfríið
Mama G, 24.6.2008 kl. 09:46
Mama G. Nei það er algjör óþarfi að teppa alla röðina. Miklu betra að koma bara með nesti með sér, þá veistu nákvæmlega hvað er í matnum og ert búin að vigta heima. Það er líka miklu ódýrara
Ragnhildur Þórðardóttir, 24.6.2008 kl. 10:00
Ha ha, vá hvað ég er sekur um að mæla vitlaust... sérstaklega allt duft draslið. Ég hef ágæta hugmynd um að ég sé að fá 40-60g af próteini í hverjum shake, og 5-15g af arginine og glutamine þegar ég nota próteinskeiðina í það.
Ég þarf að athuga þetta eitthvað
Fjölnir (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:14
Hehehehe .... ég er nefnilega líka sek þegar kemur að prótínduftinu. Fæ mér alltaf vel rúmlega skeið. Maður áttar sig ekki á hvað þetta safnast saman fyrr en það er sett niður svona svart á hvítu.
Ragnhildur Þórðardóttir, 25.6.2008 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.