Ótrúlegur árangur Heather

Ég verð að deila með ykkur lesendur góðir, reynslusögu einnar "online" vinkonu minnar, hennar Heather.  Árangur hennar er eitt það magnaðasta sem ég hef séð.  Hún hafði alltaf verið of þung og reyndar allir í fjölskyldu hennar líka og það var mikið um hjartasjúkdóma í ættinni. 

Mataræði Heather var ekki nógu gott, hún reyndi að borða hollt en datt oft í sukkið inn á milli.  Hún hreyfði sig lítið sem ekkert.  Hún var með of háan blóðþrýsting og hætti að vigta sig þegar hún var komin upp í 140 kg.

Þegar mamma hennar dó aðeins 55 ára eftir hjartaáfall, og amma hennar hafði dáið 40 ára af sömu orsökum ákvað hún: Hingað og ekki lengra!

Hún byrjaði að hreyfa sig, bara lítið til að byrja með, út að ganga og jók smám saman við hreyfinguna og keypti sér loks kort í ræktina og byrjaði að lyfta.  Hún breytti mataræðinu til hins betra, borðaði margar litlar máltíðir á dag, fullt af grænmeti, grófu korni og mögru kjöti.  Hún var komin niður í 80 kg í júlí 2006 og þá smitaðist hún af keppnisbakteríunni og keppti í fyrsta skipti í nóvember 2007, 57 kg og 10% fita.

 

Transformed

Fyrri myndin, janúar 2001, u.þ.b 140 kg. 
Seinni myndin, apríl 2006, 65 kg.

ShowFront

Hér er hún í sinni fyrstu keppni (sú í miðjunni) í nóvember, 2007.

 

Þessi magnaði árangur Heather sýnir okkur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Váá... já það sko ýmislegt hægt ef maður ætlar sér það. Alltaf gott að sjá svona myndir og lesa reynslusögur fólks sem hefur náð svona frábærum árangri. Þetta er bara til að sparka í rassinn á manni

p.s. Sci-Tec prótínið komið í hús og get ekki annað sagt en að mér líki mjög vel Loksins á ég bragðgott prótín! ...

Hrund (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já algjörlega.  Hún er ekkert smá dugleg þessi skvísa.

Hvaða bragðtegund pantaðirðu?  Protein delite eða 100% whey?

Ragnhildur Þórðardóttir, 24.6.2008 kl. 11:08

3 identicon

Glæsilegur árangur  Eins og þú segir, sýnir manni að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Stærsta hindrunin er alltaf blessaður hausinn á manni sjálfum  Ég missti svolítið stjórnina á mínu lífi í vetur (af ýmsum persónulegum ástæðum) og um leið fór matarræði og hreyfing í vitleysu.  Á sama tíma hætti ég hreinlega að kíkja við á síðunni þinni enda hausinn ekkert með á þessari línu á þeim tíma. Undanfarna daga er ég því búin að vera að lesa aftur í tímann og það er ótrúleg hvað þessi síða þín er mikill viskubrunnur og mikil hvatning. Held ég ætti að setja mér það markmið að byrja daginn á að lesa síðuna þína!

Í lokin; frábært að sjá nýjustu myndina af þér  Greinilega mikil breyting enda dugnaðurinn alveg með eindæmum. Hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Óla Maja (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:19

4 identicon

Ég pantaði súkkulaði-kókos delite. Fékk líka nokkrar prufur af 100% sem ég á eftir að smakka.

Hrund (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:21

5 identicon

eitt annað... hvar getur maður keypt bara eggjahvitur einar og sér? Manstu hvar það er?

Hrund (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:23

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Óla Maja!  Ég hef saknað þín, velti mikið fyrir mér hvað hefði eiginlega orðið um þig.  Gott að fá þig um borð aftur.  Það er svo rétt að þetta er allt í hausnum á manni, og hann er eina hindrunin.  Sterkur vilji og rétt hugarfar kemur manni á áfangastað.  Takk fyrir falleg orð mín kæra .

Hrund! Súkk-kókos er algjör suddi, gæti lifað á því einu saman.  Ég athugaði Stjörnuegg og þeir selja ekki bara eggjahvítur.  Mig minnir að einhver hafi talað um að Nesbú selji svoleiðis en það er virkilega erfitt að ná í einhvern þar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.  Ertu ekki komin með meirapróf í að aðskilja hvítur frá rauðum, ég gæti unnið í bérnaise sósu verksmiðju .

Ragnhildur Þórðardóttir, 24.6.2008 kl. 11:38

7 identicon

Takk fyrir það. Það er líka gott að vera komin aftur

Segðu mér.. hvað er hún Heather gömul? Bara smá vangavelta því mér sýnist hún hafa tekið af sér ein 20 ár um leið og kílóin! Ótrúlegur munur!

Óla Maja (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:33

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hún er 32 ára.  Já það er ótrúlegt hvað fitan getur gert mann eldri í útliti, sérstaklega þegar hún er áberandi í kringum andlitið.

Ragnhildur Þórðardóttir, 24.6.2008 kl. 14:36

9 identicon

Hæ hæ ein spurning...

Hefur þú, nú eða einhver annar sem kemur inn á þessa frábæru síðu þína, prófað uppskriftina af "haframjöls/prótein-kökunni", sem einhver setti hér inn í commenti um daginn?

Ég var að prófa þetta og þetta er alger snilld, sérstaklega fyrir okkur þau sem finnst hafragrautur algerlega off! Hins vegar var kakan mín gjörsamlega eins og gúmmí

Lumar þú eða einhver annar á einhverjum ráðum til þess að hún verði örlítið mýkri? Bakaði ég hana kannski bara aðeins of lengi...?

Takk takk fyrir fróðleik og skemmtun

bkv. Helga

Helga (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 15:26

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl og blessuð Helga,

Þú ert líklega að tala um haframjölskökuna frá Kristínu Birnu.  Nei ég hef ekki enn prófað hana.  Mér dettur helst í hug að hafa hana skemur inni í ofni, eða setja meiri vökva t.d eina hvítu í viðbót eða smá vatn.  Annars flokkast ég seint sem húsmóðir vikunnar hehehe .... svo allar ábendingar frá lesendum eru vel þegnar. 

 Takk fyrir að kíkja í heimsókn. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 24.6.2008 kl. 15:33

11 identicon

Ég þekki eina sem hefur náð svona rosalega frábærum árangri líka  

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 15:53

12 identicon

Er kakan mín að slá í gegn ;-)

Helga! ég myndi prófa að annað hvort baka kökuna jafnvel aðeins lengur því þá þá ætti hún að verða stökk heldur en seig,  en þá er líklega meiri hætta á því að hún verði hörð. Þá er væri líka kanski hægt að hafa hana aðeins þykkri. Ég held að galdurinn sé lítill hiti og langur tími!

Endilega prófaðu þig áfram með þetta því hafrar á morgnanna er bara eitt það besta sem maður fær og einmitt sniðugt að baka úr þeim ef manni finnst grauturinn off eins og þú talaðir um ;-)

Kristín Birna

Kristín Birna (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 16:33

13 identicon

Takk takk fyrir svörin skvísur

Ég reyni að þróa þetta eitthvað, þarf bara að ná "tötsinu".

Svo eru prótein-pönnslurnar þínar Ragga næstar á dagskrá í tilraunaeldhúsinu

bkv. Helga

Helga (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:08

14 identicon

Hreint út sagt ótrúlegur árangur!



En svona off-topic, hver heldur þú að sé ákjósanleg keppnis-fituprósenta?

Palli (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 10:10

15 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæll Palli!

Það er voða misjafnt, og fer í raun eftir líkamsvexti, byggingu og vöðvamassa.  Fyrir konur er bilið 8-14%, en 5-9% hjá körlum.  Ef ég tek dæmi um konur þá geta sumar verið helskornar í 14% en aðrar þurfa að fara alveg niður í 8% til að sjá skurð. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 25.6.2008 kl. 11:23

16 identicon

Lítill heimur, ég þekki hana líka ;)

Adda (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 22:06

17 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Adda!  Já það má segja það að þetta sé lítill heimur.  Hvernig þekkist þið?

Ragnhildur Þórðardóttir, 26.6.2008 kl. 10:19

18 identicon

Líka gegnum netið :) Oxygen síðuna

Adda (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband