25.6.2008 | 13:41
Uppgjöf er ekki í boði
Þú ert að æfa eins og skepna, grjóthörð/grjótharður í mataræðinu (að eigin sögn) og af einhverjum ástæðum eftir c. a tvær vikur, eða jafnvel fjórar vikur, er árangurinn ekki eins og búist var við... annað hvort er ekkert að gerast, eða að árangurinn stendur ekki undir óraunhæfum væntingum fyrir svo stutt tímabil.
Frústrering og pirringur gera vart við sig yfir öllu puðinu og tímanum sem fór í ferlið sem svo skilaði ekki tilætluðum árangri.
Hér er það sem Naglinn skilur ekki:
Að gefast upp á þessum tímapunkti vegna þess hreinlega að þetta allt saman er ekki að virka og hvers vegna þá að standa í þessu veseni? Þú getur alveg eins jarðað þessar æfingar og mataræði og legið í leti og borðað það sem þú vilt.
Þú ert súr yfir árangursleysinu og sú staðreynd að þú lítur ennþá eins út fer í taugarnar á þér. Samt kemur upp sú hugsun að gefast bara upp og hætta að reyna.... og þá augljóslega líta áfram eins út. Hvernig getur þessari hugsun skotið upp í kollinn á okkur þegar óbreytt útlit var það sem upphaflega pirraði okkur?
Á sömu nótum, þú misstir ekki nógu mörg kíló, og í depurðarkastinu yfir því úðarðu í þig óhollustu. Aftur ertu í uppnámi vegna þess að kílóin sitja sem fastast. Naglinn fær ekki alveg séð tenginguna milli þess að eyðileggja mataræðið með fullt af andstyggilegri fæðu.... sem færir þig bara fjær markmiðinu að missa kíló og líklegra er að muni bara bæta við kílóum, sem er það sem pirraði þig í upphafi.
Þessum pistli er ekki beint að neinum sérstökum. Naglinn hefur margsinnis orðið vitni að þessu hugarfari og hreinlega skilur það ekki. Þessum pistli er því einungis ætlað að vekja fólk til umhugsunar um að hugarfarið skiptir öllu máli þegar kemur að æfingum og mataræði.
Að lokum vill Naglinn hnekkja á orðatiltæki formóður sinnar: "Alltaf að sækja á brattann því auðveldasta leiðin er leiðin til glötunar".
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guilty :-/
M, 25.6.2008 kl. 22:11
Hljómar það hrokafullt ef ég segist ekki kannast við sjálfa mig í þessari lýsingu? Ég er búin að velta þessu mikið fyrir mér en þegar ég hef dottið upp úr farinu hefur það ekki verið vegna uppgjafar af því að mér finnst árangurinn ekki nógu góður. Ef ég er ekki sátt við árangurinn verð ég fúl, viðurkenni það alveg, en ég fer þá frekar í "naflaskoðun" og velti því fyrir mér hvað ég sé að gera vitlaust. En ég á við annan vanda að etja. Stress og álag setur öll plön hjá mér úr skorðum. Ég læt slíkt alltof oft hafa áhrif á góðar venjur og þegar ég hef átt verulega erfitt þá er ég farin að borða eins og svín og hætt að hreyfa mig áður en ég næ að koma vörnum við Ég hef ekki ennþá fundið leið til að díla við þetta. Nokkrar hugmyndir?
Óla Maja (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 22:43
Vá hvað ég þurfti akkurat á þessu að halda :D, smá spark í rassgaten, ég er einmitt búin að vera að létta mig og náð að skafa af mér 30 kíló á tvveimur árum, en markmiðið er að losna við 7 í viðbót, og það er miklu erfiðara að losna vð þessi síðustu heldur en þessi sem á undan fóru. Og af því að það er erfiðara að losna við þau þá vilja þessar "gefast upp" hugsanir læðast aftan að manni, en einhvernveginn þá virðist ég bara alltaf ná að hanga inni, glætan að ég ætli í sama farið aftur ;)
Og eru það svo ekki bara góðu hlutirnir sem gerast hægt? :D
E (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 08:48
Óla Maja! Það er líka rosalega algengt að þegar lífið bankar á dyrnar með óþægilegum aðstæðum að þá finnst mörgum þeir ekki hafa lengur stjórn á aðstæðunum og þar með talið öllu öðru í lífinu eins og réttu mataræði og hreyfingu. Því þessir hlutir lúta jú stjórn okkar að öllu leyti. Það krefst mikils sjálfsaga til að láta utanaðkomandi aðstæður ekki hafa áhrif á okkar daglegu venjur. Þegar hreyfingin og mataræðið eru orðnir óaðskiljanlegur hluti af lífi þínu, eins og að tannbursta sig eða baða sig...þú sleppir því ekki í stressi. Þetta er mjög góð hugmynd að pistli.
E! ´Vá...30 kg!! Það er glæsilegur árangur. Þú ert önnur sönnun þess að allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi. Frábært hjá þér að láta ekki uppgjöfina ná yfirhöndinni. Þessi síðustu kg eru alltaf verst og sitja sem fastast og geta gert mann brjálaðan . Þú ert líklega stöðnuð og þá er kominn tími á breytingar í mataræði og/eða æfingum eða eins og Óla Maja sagði: Naflaskoðun. Þessi síðustu kíló krefjast oft einhverra breyttra aðgerða. Gangi þér vel!
Ragnhildur Þórðardóttir, 26.6.2008 kl. 09:19
Já stórglæsilegt hjá þér E! Ég hef þurft að setjast niður í svona naflaskoðun ansi oft og stundum verður maður pirraður á því og sér ekki að maður geti gert meira en það leynist alltaf einhver ástæða einhvers staðar ef maður til tilbúinn til að horfast í augu við hana. Svo ertu líka kannski bara komin á þann stað sem einungis seiglan vinnur á. Bara halda áfram og þessi þrjósku fara líka á endanum
Ragga.. ég held að ég verði bara að skrifa þér tölvupóst því ég er búin að hugsa svo mikið um þetta með streituna og álagið og hvernig ég á að tækla það. Margt í kringum það sem ég vil kannski ekki endilega vera að blaðra um hér í einu litlu kommenti. En ég bíð spennt eftir pistlinum
Óla Maja (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 12:52
vá... þetta er akkúrat lýsing á mér... var búin að ná ágætis árangri í janúar/febrúar... missti tæp 4 kg.... fullt af cm og held ég náði mér úr 28 niður í 24% fituprósentu... Var að æfa en var dugleg í mataræðinu, samt ekkert ýkt... en svo bara byrjaði ég að slaka á og þetta er næstum allt komið tilbaka.... ég þoli það ekki, lít í spegil oft á dag... og já ARGGG
Ég er alltaf að hugsa hvað maður sé góður við sig... en er það málið... maður telur sig trú um það að maður sé góður... en er akkúrat öfugt.
Dyggur lesandi... búin að commenta nokkrum sinnum (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:58
Óla Maja! Þú veist að þér er velkomið að senda mér tölvupóst hvenær sem er mín kæra.
Dyggur lesandi! Flottur árangur hjá þér kona góð. Nú er ekkert annað í stöðunni en að henda sér af stað aftur. Hvað gerir maður þegar maður dettur af baki? Jú, upp á helv... hrossið aftur. Maður kemst ansi langt á þrjóskunni.
Ragnhildur Þórðardóttir, 29.6.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.