Vigtin lýgur

 

Vigtin hefur áhrif á okkur öll, og þá sérstaklega okkur konur.  Annaðhvort erum við syngjandi af gleði allan daginn yfir þeirri tölu sem kemur upp á skjánum borið saman við síðasta skipti sem við athuguðum, eða undir þrumuskýi allan daginn og jafnvel alla vikuna.

Þyngd líkamans er upplýsingar.  Það er allt og sumt.  Hvað segir hún þér?  Hún segir til um hvað við erum þung á þeirri stundu sem við stígum á hana.  Ekkert annað.  Hún segir okkur ekkert um samsetningu þyngdar okkar.  Hún segir ekki hvort við höfum misst fitu, bætt á okkur vöðvum eða um daglegar breytingar á vatnsbúskap líkamans.  Vigtin gefur okkur bara upplýsingar, og það sem er mikilvægast er að upplýsingar án nokkurs samhengis eru gagnslausar.

Flest okkur sem erum að passa mataræðið og æfa erum að sækjast eftir ákveðnu útliti frekar en þyngd.  Vandamálið er að við eigum það til að tengja ákveðið útlit við ákveðna þyngd en það er ekki endilega málið.  Það eru fjölmargir sem Naglinn kannast við sem finnast þeir vera minni um sig en áður (út frá fatastærð) en eru samt þyngri.  Ef við einblínum eingöngu á vigtina væri þetta fólk í vondum málum.  Hins vegar er það augljóst að ef föt passa betur, þú ert minni um þig og skornari þá hefurðu misst fitu.  Og þú ert allt þetta en samt þyngri??  Þá ertu svo heppin(n) að vera með meiri vöðvamassa.  Svo hættu að kvarta!!

Það er staðreynd að vigtin gefur okkur engar upplýsingar um hvað er að gerast með fitu og vöðva í líkamanum en það eru hægar breytingar.  Enn mikilvægara er hins vegar að vigtin gefur okkur engar upplýsingar um daglegar sveiflur í vatnsbúskap líkamans.

Það gæti verið að dagurinn sem þú vigtaðir þig sé "hár" dagur þegar kemur að vatni í líkamanum.  Þú getur prófað þetta með einfaldri tilraun.  Ef þetta getur ekki staðist þá værirðu jafn þung(ur) á hverjum degi og einu breytingarnar væru hægfara þyngdartap.  Það væru aldrei neinir toppar upp á við.  Prófaðu að vigta þig daglega í 2 vikur og þú munt sjá hvernig vigtin sveiflast upp og niður um 1-2 kg yfir þessar tvær vikur.  Auðvitað yfir lengri tíma ætti hún að fara hægfara niður á við eða upp á við (eftir því hvert markmiðið er).

Það er ekki ráðlegt að vigta sig oft því fólk er haldið þráhyggju og sú athöfn að stíga á þetta blessaða tól getur haft gríðarleg áhrif á skapið, sérstaklega hjá kvenpeningnum.  Einu sinni á 2-4 vikna fresti er ágæt regla.  Vigtin eru bara upplýsingar og upplýsingar án samhengis eru gagnslausar. 

Daglegar sveiflur í þyngd eru eðlilegar.  Þær eru ekki vísbending um árangur eða mistök.  Breytingar á saltmagni í líkamanum, hversu mikið vatn þú ert að drekka (lítið vatn stuðlar að  vatnssöfnun í líkamanum), hormóna breytingar tengdar tíðahring, staðan á glýkógeni o.s.frv hafa öll áhrif á líkamsþyngd. 

Ekki einblína of mikið á hvað vigtin segir Í DAG.  Hún sagði örugglega eitthvað annað í gær og mun segja eitthvað annað á morgun.  Eyddu frekar púðrinu í að einblína á það sem þú ert að gera.  Gott næringarplan, lyftingar og brennsluæfingar.  Með þetta allt skothelt þá mun líkamsþyngdin sjá um sig sjálf.  

 

 

 

fit207

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er lang best að gera bara eins og í Clueless: Polaroid!

Snjólaug (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Akkúrat, myndir, spegill, föt eru allt mun betri mælikvarði heldur en helv... vigtin.

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.7.2008 kl. 13:37

3 identicon

Já sem betur fer er maður að læra þetta, ég á reyndar 15 ára gamla buxur sem ég kalla viðmiðunarbuxurnar  En þær eru eingöngu notaðar til mátunar þegar ég er á bömmer. Enda færi ég á ennþá meiri bömmer ef ég gegni í þeim. Það er samt alveg ansk.....  erfitt að losna við síðustu 5 kílóin búin að reyna næstum allt nema fitusog  

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Síðustu 5kg eru óþolandi .  Til að losna við þau þarf að stokka verulega upp í öllu saman, sérstaklega mataræðinu.  

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.7.2008 kl. 15:27

5 identicon

Erum við þá að tala um extra hamagang á brettinu + bringuát ? Minni kolvetni meira prótein ?

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 17:06

6 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Frábær færsla.  Þetta er eins og talað úr mínum munni.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 9.7.2008 kl. 18:45

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Vala!  Það er voða erfitt að segja hverju þú þyrftir að breyta.  Gætir prófað að kötta aðeins á kolvetnin ef þau er í hærri kantinum.  Eða bæta aðeins við brennsluna, prófa nýja brennsluaðferð (t.d interval, spretti), stokka upp lyftingaprógramminu: bæta við súpersettum til að kýla púlsinn upp.
Gangi þér vel

Fjóla! Takk fyrir það mín kæra

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.7.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband