20.8.2008 | 09:19
RannsóknarNagli
Naglinn bauð sig fram sem þátttakandi í rannsókn hjá sjúkraþjálfunarskor við Háskóla Íslands, þar sem verið er að athuga hvernig hreyfiferlar og vöðvavirkni í neðri útlimum breytist með tilkomu þreytu hjá heilbrigðum einstaklingum við hlaup. Semsagt hvaða vöðvar í fótunum þreytast fyrst við hlaup, og hvernig bregðast hinir vöðvarnir við þegar það gerist. Fara þeir að vinna meira eða öðruvísi?
Naglanum finnst þetta afar athyglisverð rannsókn, og hlakkar til að heyra niðurstöðurnar.
Naglinn mætti í fyrra mælinguna af tveimur í gær. Þá hljóp Naglinn á stigvaxandi hraða á hlaupabretti þangað til ég treysti mér ekki lengur að halda hraðanum. Semsagt að uppgjöf.
Í seinni mælingunni á Naglinn að hlaupa í 20-30 mínútur á jöfnum hraða sem ákvarðaður verður út frá niðurstöðu fyrri mælingarinnar. Þegar Naglinn metur álag 19-19,5 á Borg skala á að hætta að hlaupa.
Þar sem Naglinn verður allur í rafskautum og elektróðum á fótunum þá var beðið um að mæta í stuttbuxum.
Naglinn gróf upp eina slíka spjör lengst innan úr skápnum, sem voru keyptar þegar Naglinn var töluvert léttari og minni um sig en nú. Sem betur fer voru engir speglar á svæðinu, enda brækurnar ósiðlega stuttar og ekki að gera vextinum neinn greiða. Vægast sagt óþægilegar aukaverkanir fylgdu því líka að vera í brókum sem ná upp í görn, en lærin nudduðust svona skemmtilega saman og nú er Naglinn með svöðusár innan á lærunum. Naglinn labbar því eins og með gulrót upp í ....
Spurning með að redda sér nýrri brók fyrir næsta hlaup og þá einhverjar sem ná niður á mið læri takk.
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
M, 20.8.2008 kl. 10:29
Já, maður kannast við að hafa fundið svona what-was-I-thinking-!?-spjarir í skápnum hjá sér annað slagið Ég bíð líka spennt eftir niðurstöðum. Koma þær fyrir helgi??
Mama G, 20.8.2008 kl. 10:51
Niðurstöðurnar koma örugglega ekki í bráð, enda eiga miklu fleiri eftir að taka þátt, svo þarf að vinna úr gögnunum og skrifa skýrslu. Þessar akademísku rannsóknir taka yfirleitt einhverja mánuði að birta niðurstöður.
En ég bíð spennt. Seinni mælingin mín er í næstu viku.
Ragnhildur Þórðardóttir, 20.8.2008 kl. 11:40
Varstu samt ekki bara sexý? nei maður er víst aldrei flottur ef maður þarf að passa sig eitthvað, en flott hjá þér að taka þátt.
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 21:48
Ragga gætirðu aðeins aðstoðað, hvaða vöðvar á maður að æfa samann er að reyna að stíla inn á efri hlutan og lyfta 4 sinnum í vikuþ?
sas (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 07:49
Milla! Já það er nauðsynlegt að mínu mati að leggja sitt af mörkum í þágu vísindanna . Svo var þetta bara skemmtilegt fyrir utan læranuddið .
SAS! Það eru svo endalausir möguleikar á samsetningu lyftingaprógramms.
Ef þú ætlar að lyfta 4x í viku þá mæli ég með annað hvort:
1) efri-neðri- hvíld eða brennsla-efri-neðri-hvíld eða brennsla-hvíld
2) brjóst+þríhöfða- bak+tvíhöfða- hvíld eða brennsla- fætur,-axlir+hendur,- hvíld eða brennsla-hvíld
Gangi þér vel!
Ragnhildur Þórðardóttir, 21.8.2008 kl. 08:38
Ég er líka hlynnt því, var sjálf að taka þátt í heilmikilli rannsókn á vegu
Íslenskra erfðagreiningar og hjartalækna, minn hjartasjúkdómur passaði akkúrat við þessa rannsókn og vona ég að þeir finni eitthvað með tímanum út úr þessu. hef einnig tekið þátt í giktarrannsókn.
Knús í daginn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.8.2008 kl. 10:57
Frábært framtak hjá þér Milla . Ég vann við vísindarannsóknir á LSH og hef sjálf gert rannsóknir í náminu og þekki því mikilvægi þess að fá þátttakendur. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hve margir eru tilbúnir til að fórna tíma sínum og taka þátt í rannsóknum sem snerta ekki endilega þeirra eigin hagsmuni.
Ragnhildur Þórðardóttir, 21.8.2008 kl. 11:08
Mér hefur ætíð fundist það bara skilda mín ef ég get gert eitthvað í þágu vísindanna, sem hjálpa til við að finna til dæmis lyf við hinum ýmsu sjúkdómum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.8.2008 kl. 11:12
Úff, það þyrfti 5 karlmenn til að reyna að fá mig til að fara í stuttbuxur.... Don´t like them at all!!!
Nanna (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 11:32
takk takk
sas (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.