21.8.2008 | 15:25
Leptin-konungur fitutaps
Leptin er hormón sem er losað aðallega úr fitufrumum og það inniheldur leyndarmálið að varanlegu fitutapi.
Leptin er forstjóri þegar kemur að hormónum og stjórnar fullt af öðrum undirmönnum sem hafa áhrif á helling af fitubrennslufúnksjónum. Til dæmis stjórn á matarlyst, fitubrennsla, meltingarhraði, viðhald vöðva og jafnvel framleiðslu testósteróns og vaxtarhormóna, Semsagt allt sem viðkemur fitutapi er stjórnað af leptin.
Þegar líkaminn skynjar skort á nægilegri hitaeiningainntöku lokar hann á framleiðslu leptin, sem hefur keðjuverkandi áhrif á allar hliðar meltingar og fitubrennslu, frá meltingarhraða til hungurs.
Til dæmis eru skammtímaáhrifin í stjórnun leptin á CCK sem er hormónið sem segir okkur hvenær við séum orðin södd og eigum að hætta að borða. Þegar leptin magn í líkamanum er lágt starfar CCK undir eðlilegum mörkum. Það þýðir að við eigum erfitt með að borða nóg til þess að verða södd og endum með að borða langt yfir eðlilega skammtastærð. Umfram magnið breytist því í fitu. Ekki gott mál.
Langtímaáhrif leptin á matarlyst eru gríðarlega mikilvæg. Leptin er framleitt í fitufrumum og því meiri fitu sem fruman geymir því meira leptin framleiðir hún. Leptin er losað út í blóðrás og það syndir til heila þars em það örvar framleiðslu á prótínum sem minnka hungurtilfinningu.
Semsagt, þegar við erum með umfram fitu á skrokknum þá er krónískt hungur í lágmarki.
Hins vegar þegar við missum mör þá byrjar hungrið að banka á dyrnar.
Leptin er líka æðsti stjórnandi meltingarhraða.
Það stjórnar losun hormóna eins og kortisóli, skjaldkirtilshormónum og testósteróni. Þessi hormón hafa gríðarleg áhrif á orkujafnvægi, brennsluhraða og fitutap.
Til dæmis þegar leptin magn minnkar í líkamanum þá dregur það skjaldkirtilshormón og testósterón niður með sér en eykur kortisól framleiðslu. Eins og lesendur síðunnar muna þá er kortisól djöfull í hormónamynd og brýtur niður vöðvana, með þeim afleiðingum að brennslan dettur niður í fyrsta gír og hjakkast áfram.
Hvað stjórnar framleiðslu leptin? Svarið er líkamsfita og næring.
Því stærri sem fitufruman er því meira leptin er framleitt. Þegar við missum fitu skreppur fruman saman og leptin framleiðsla minnkar. Minna leptin= krónísk svengd, hægari brennsla, minni vöðvavöxtur og meira niðurbrot.
Eftir því sem fitumagnið verður minna í líkamanum því erfiðara er að halda fitutapi gangandi. Hver kannast ekki við þessi síðustu óþolandi 5kg?
Næringarinntaka er annar mikilvægur hluti í framleiðslu leptin. Þegar við borðum losar líkaminn insulin sem hefur áhrif á leptin framleiðslu og eykur hana um 40%.
Á hinn bóginn getur næringarskortur bælt niður insulin framleiðslu og þar af leiðandi framleiðslu leptin.
Þetta er megin ástæða þess að megrunarkúrar þar sem hitaeiningar eru fáránlegar fáar virka ekki. Hið sama gildir um 3 máltíðir á dag þar sem langur tími líður milli máltíða.
Besta aðferðin til að halda leptin í stuði er að borða oft og lítið á dag og passa að hitaeiningar detti aldrei niður í sögulegar lægðir.
Flokkur: Fróðleikur | Breytt 2.11.2008 kl. 18:14 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef einmitt tekið eftir því að eftir brennslu eða lyftingaræfingu hvað mig langar svo mikið í almennilegan mat! Að minu mati er almennilegur matur nautakjöt með öllu tilheyrandi. Það er eins og mig vanti eitthvað sem er í því. Svo langar mig reyndar svakalega i bragðsterkan mat, veit ekki alveg afhverju.
En eitt sem mig langaði að segja að ég hef verið svolítið í því að útbúa heimatilbúna shake-a til að halda hungrinu minu niður, því ef ég fæ mér bara prótein og vatn þá verð ég mjög svöng og ég er ekki ein af þeim sem kann mikið að elda eða á allt heima til svo ég bý til prótein shake-a þegar ég er langt frá eldhúsinu allavega næstu 2 tíma. Allavega þá er ég ekki alveg viss um kolvetnis og próteininnihalds þessa shake-a en hann heldur hungrinu niðri næstu 2 timana ;)
Nota sirka 250 gr vanillu skyr, 1-2 skeiðar af jarðaberja pure prótein frá USN, 10 jarðaber og vatn. Stundum bæti ég við banana en þá hverfur allt jarðaberjabragðið.
Mátt endilega kommenta á þennan shake minn, hvort ég sé nokkuð að nota of mikið af próteini eða ekki.
Flottur pistill annars ;)
Kv Eva
Eva (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 15:37
Takk fyrir þennan pistil...ég er einmitt að fara í það að losa mig við 20-30 kg vegna þess að lyfrin í mér er farinn að kvarta útaf offitu... þannig að ég kem tilmeð að lesa með áhuga það sem þú setur hér inn... TAKK.. mjög fróðlegt..
Margrét Ingibjörg Lindquist, 21.8.2008 kl. 15:43
fróðlegt - takk fyrir þetta.
Sigrún Óskars, 21.8.2008 kl. 21:04
Frábær pistill, eins og alltaf... takk!!
Harpa (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:29
Frábært að lesa þetta, já leptinið þarf að vera í stuði til að hlutirnir gangi upp
takk fyrir mig.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.8.2008 kl. 08:27
Eva! Þú ert að fá svolítið mikið af prótíni í þessum sjeik. 1 skeið af prótíni eða skyrið á að uppfylla prótínþörfina. Ef þú ert að reyna að missa kg skaltu sleppa banana og kötta jarðarberin niður í 4-5.
Margrét! Gangi þér vel. Þú getur þetta!!
Sigrún, Harpa, Milla! Takk elskurnar .
Ragnhildur Þórðardóttir, 22.8.2008 kl. 08:41
Ég er búinn að vera að prófa þetta að borða minna og oftar og finnst það algjör snilld! fyrir utan eitt. Ég verð alltaf svo djöfullega svangur um næturnar, sef illa og fæ langt frá nægri hvíld útaf þessu. Veistu nokkuð hvað er til ráða?
Palli (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 10:43
Prótein og hörfræolía fyrir svefninn svínvirkar fyrir þá sem eru svangir á næturnar! ;)
Nanna (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 10:57
Palli!! Nanna sagði allt sem segja þarf, takk esska' .
Casein prótín (sjá pistil) + fita (hnetusmjör, möndlur, hnetur, hörfræolía, hörfræ) er algjört möst 30 mín fyrir svefninn. Passaðu bara fituskammtinn .
Það gæti líka verið að þú sért ekki að fá nægar hitaeiningar yfir daginn. Skoðaðu það líka.
Ragnhildur Þórðardóttir, 22.8.2008 kl. 11:45
Takk fyrir ábendinguna, læt reyna á þetta.
Palli (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.