Borða allan matinn sinn.... og rúmlega það.

Algeng mistök sem margir gera, sérstaklega kvenpeningurinn, er að hamast og djöflast í járninu til að byggja upp vöðva en borða síðan eins og Belzen fangar.

Mörgum konum hættir nefnilega til að vera í ævilangri megrun, og eru skíthræddar við nálina á vigtinni.  Fari hún upp á við er lífið ónýtt og ósanngjarnt, og gripið er til dramatískra aðgerða.  Sultarólin reyrð í innsta gat og hangið á brennslutækjunum þar til lungun biðja um miskunn. 
Naglinn þekkir þetta allt saman of vel.

Flesta langa til að verða helmassaköttaðir, en til þess að verða skorin þurfum við að hafa eitthvað kjöt fyrir, annars endum við bara eins og rýrir anorexíusjúklingar.  Það er því nauðsynlegt fyrir alla að taka tímabil þar sem fókusinn er að byggja upp vöðvamassa. 
Gamla klisjan: "Já en mig langar ekki að verða vöðvatröll" hlýtur að vera orðin mygluð hjá flestum konum, enda vitum við jú betur, er það ekki?  Naglinn leggur til að þessi frasi verði jarðaður í Fossvogskirkjugarði með viðhöfn svo ekki þurfi að heyra hann aftur. 
Konur geta ekki orðið helmassaðar nema með hjálp utanaðkomandi efna og ólíklegt er að MeðalJónan sé inni á klósetti á líkamsræktarstöð að sprauta sig í bossann fyrir æfingu.

Til þess að fá vöðvamassa þarf að lyfta og það þarf að borða. 
En lífið er aldrei einfalt. 
Það þarf að lyfta þungt og rétt, og það þarf að borða mikið og rétt

Fyrsta skrefið er að finna út þann hitaeiningafjölda sem þarf til að viðhalda sömu þyngd. 
Það kallast viðhaldshitaeiningar (maintenance calories). 
Slump reikningur fyrir þá tölu er yfirleitt 28-30 x líkamsþyngd.  Athugið að þá er búið að reikna inn þætti eins og hreyfingu, brennslu við meltingu fæðu o.s.frv.  Flestir þurfa að aðlaga þessa tölu eitthvað og finna út hvar þeirra viðhaldsfjöldi liggur. 

Þegar við erum í megrun er einnig talað um að við séum í hitaeiningaþurrð (calorie deficit) því við borðum minna en viðhaldshitaeiningar. 
Þegar við byggjum okkur upp erum við hins vegar í hitaeiningaofgnótt (calorie surplus), því við borðum meira en þarf til að viðhalda sömu þyngd. 

Í megrun er skortur á orku, og yfir langan tíma í hitaeiningaþurrð þá er það síðasta sem líkaminn vill gera er að bæta við virkum vef eins og vöðvum, sem krefjast bæði hitaeininga og orku. 
Hann á ekkert aflögu til að halda vöðvavef gangandi, þar sem hann er þegar að ströggla við að framfleyta eigin þörfum. 
Líkaminn gerir ekki starf sitt erfiðara af fúsum og frjálsum vilja. 
Hitaeiningainntaka og vöðvavöxtur haldast nefnilega þéttingsfast í hendur. 

Flestir flaska á því að borða nógu mikið og því er uppskera þeirra oft rýr í orðsins fyllstu merkingu.

Það er ekki þar með sagt að fólk eigi að gúffa í sig hamborgurum og pizzum til að fá sem mesta orku til að stækka, sú aðferð stækkar bara vömbina og þjóhnappana. 
Til þess að byggja upp gæðakjötmassa með sem minnstri fituaukningu er grundvallaratriði að mataræðið sé hreint, og lágmarka allan sukkmat. 
Það má hins vegar alveg leyfa sér svindl 2-3 x í viku á uppbyggingar tímabili, svo lengi sem restin af vikunni er tandurhrein og vel tekið á því í ræktinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill! Sjáið bara sundmanninn Michael Phelps sem vann ég veit ekki hvað mörg gull á ólympíuleikunum....hann borðar 12.000 kkal. á dag og ekki er fituarða utan á þeim skrokk. Þetta snýst einmitt allt um það að borða í samræmi við brennslu eins og þú segir og svo náttúrulega eftir því hvert markmiðið er.

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nákvæmlega, Phelps borðar eins og skepna enda æfir maðurinn í marga klukkutíma á dag.  Ef hann myndi kroppa eins og hænuungi í matinn þá hefði hann aldrei haft orku í að bæta sig nokkurn skapaðan hlut, hvað þá að komast á ÓL og vinna 8 gull eða hvað það nú var.

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.8.2008 kl. 13:52

3 identicon

Hversu miklu meira á maður þá að borða, ef a' markmiðið er að bæta á sig, hversu margar kaloríur eru of margar?

Palli (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 15:37

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Eftir að hafa reiknað út viðhaldskaloríur skaltu bæta við 500 kal, Svo má hækka eða lækka þá tölu eftir einhverjar vikur, þú finnur það fljótlega hvort þú sért að bæta á þig kjöti, fitu eða ekkert að gerast.

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.8.2008 kl. 16:39

5 identicon

Vá! bara nákvæmlega það sem 99% kvenna halda! og alveg sama hvað maður segir, gellur vilja hreinlega ekki trúa því að þetta sé rétt!!!

Margar konur eru í megrun.... éta svona 900 kcal á dag.... éta upp það litla sem þær hafa af vöðvum og enda einmitt eins og anósjúklingar!

 Fyrir seinasta mót át ég aldrei minna en 1600 kcal og hana nú!!! 

Nanna (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 19:19

6 identicon

Hæhæ,

má ég senda á þig nokkrar spurningar varðandi mataræði og contest prep. ?

Kv. Hrund

Hrund (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 09:52

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þú ert snillingur Ragga mín.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 29.8.2008 kl. 10:41

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nanna! Segðu!!! Maður er alltaf að tyggja sömu tugguna ofan í kellingarnar. Ég skil heldur ekki þessa hræðslu við kjötið, eins og það er flott að vera mössuð.

Hrund! Að sjálfsögðu máttu það mín kæra. Þarft ekki einu sinni að spyrja.

Fjóla! Takk fyrir falleg orð mín kæra.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband