Vöðvapump er ekki vöðvavöxtur

Pumpaðir vöðvar eru ekki það sama og vöðvavöxtur.

Þegar við lyftum erum við í raun að brjóta niður vöðvana og við það myndast bólga í þeim.
Vöðvinn þarf að gera við þessa bólgu og það er lykillinn að stærri og sterkari vöðvum.
Einnig eykst blóðflæðið til vöðvanna við lyftingar, til þess að veita þeim bæði súrefni og næringu.
Vöðvar sem hafa verið að vinna halda í meiri vökva en vöðvar í hvíld.

Við bólgumyndun, aukið blóðflæði og vökva er tilfinningin oft að okkur finnst vöðvarnir stærri en þeir voru fyrir æfinguna. En það eru ekki vöðvarnir sjálfir sem hafa stækkað því þetta ástand er aðeins tímabundið. Margir rangtúlka þetta ástand og telja sig vera að massast upp á einu öjeblik.
Staðreyndin er nefnilega sú að það tekur margar vikur að sjá raunverulegan og mælanlegan vöðvavöxt, alveg sama hversu pumpuð við erum eftir æfingu.

Konur og karlar túlka þetta ástand á mismunandi hátt, þær eru oft í öngum sínum að vera orðnar eins og Hulk sjálfur á meðan karlarnir fíla pumpuðu byssurnar sínar í botn. Konur eiga það til að hætta að lyfta af ótta við að líta út eins og kúluvarpari frá Gdansk og fórna þannig markmiðum sínum, á meðan körlum hættir til að reyna af alefli að pumpast upp á hverri einustu æfingu og ofþjálfa sig algjörlega.

Það er jákvætt að fá vöðvapump, og þýðir að prógrammið sé að virka en það er ekki nauðsynlegt og óþarfi að svekkja sig ef bíseppinn er ekki útúrpumpaður eftir hverja æfingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Maður kynnir sér málin, og gramsar og rannsakar enda hef ég brennandi áhuga á þessu öllu saman. Vertu óhrædd við að spyrja Dóra mín ef þig vantar ráðleggingar ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 19:31

2 identicon

hæ, heyrðu var að spá varðandi síðasta pistil og kaloríuþörfina. Samkvæmt þessu ætti viðhaldskaloríuþörfin mín að vera rétt tæplega 1600 kal.  Er það normal, ég er 53-54 kg 167cm og smábeinótt, fituprósentan mín er 17,5% og ég er 35 ára þannig að grunnbrennslan er kannski farin að hægjast eitthvað Getur það virkilega verið að ég megi ekki borða meira en ca 1600 kal án þess að bæta á mig fitu, ég hef verið að minnka fituprósentuna mína undanfarið án þess að léttast þó en hef ekki talið í mig kal. 

Ráðvillt

Ráðvillt (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 19:39

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ef þú bætir 500 kal við viðhaldsþörfina og heldur áfram að lyfta þungt og vel þá bætirðu á þig vöðvum og það hækkar grunnbrennsluna. Þá geturðu borðað fleiri hitaeiningar án þess að fitna. Eins og ég sagði í pistlinum þurfa flestir að aðlaga þessa tölu eitthvað, enda er aðeins um viðmið að ræða. Þú ert reyndar mjög létt og því geri ég ráð fyrir að þú sért ekki mjög mössuð, en vöðvamassi ræður ansi miklu um hitaeiningaþörf, því meiri massi því meira hitaeiningar þarftu. Prófaðu þig áfram og bættu við 100-200 kal á viku og sjáðu hvernig líkaminn bregst við.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert skrifandi alfræði bók og bara takk fyrir það.
Knús í helgina þína
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.8.2008 kl. 21:13

5 identicon

já takk fyrir mig,  best að fara að reikna !!

Ráðvillt (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:27

6 identicon

hvað má lyfta oft á viku án þess að ofþjálfa

Berglind (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 14:49

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Berglind! Það er mjög einstaklingsbundið, og fer eftir því hversu fljótt líkaminn er að jafna sig. Sumir jafna sig hratt og geta æft oftar en aðrir þurfa meiri hvíld. Flestir lyfta 4-5 x í viku, oftar en 6 x í viku er of mikið. Prófaðu þig bara áfram, þú finnur fljótt hvort þú þurfir meiri eða minni hvíld.

Ragnhildur Þórðardóttir, 31.8.2008 kl. 17:07

8 identicon

 takk

kanski búin að ofþjálfa smá                                                                                                                     

Berglind (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband