Lingóið í gymminu

 

Finnst þér lingóið í ræktinni vera algjör latína?

Ertu stundum alveg týnd(ur) og skilur ekki hvað massarnir í kringum þig eru að segja? 

Fílarðu þig útundan af því þú veist ekki hvað "að maxa bekkinn" eða "að pumpa byssurnar" þýðir?

 

Reps: Fjöldi endurtekninga.  Hversu oft við lyftum þyngdinni í einu setti. 6-12 reps er mjög algengt, en fleiri og færri reps þekkjast líka og fer þá eftir markmiðum hverju sinni hvaða repsafjöldi er notaður.

Sett: Hversu oft við framkvæmum ákveðna æfingu.  3-5 sett af hverri æfingu er algengast en færri eða fleiri sett þekkjast líka.

Beygjur, að beygja:  Hnébeygjur

Dedd, að dedda:  Stytting á orðinu "Deadlift" eða Réttstöðulyfta á okkar ylhýra

Bekkur, að bekka: Bekkur er stytting á orðinu bekkpressa.  "Hvað tekurðu í bekk" er ein þekktasta spurningin í ræktinni og þykir vera mælikvarðinn á karlmennsku hjá sumum. 

Hífur:  Upphífingar.  Ein besta æfingin til að stækka latsana.  Hægt að gera í vél og frístandandi.  Hangið með rúmlega axlabreidd á milli handa, fókusa á að nota bakvöðvana til að hífa sig upp þar til haka er við eða yfir stöng.

Latsar:  Stytting á heitinu Latissimus dorsi, sem er latneska heitið á bakvöðvum sem ná frá handarkrika og eru stundum nefndir sjalvöðvar.  Konur vilja fá þessa vöðva sýnilega því þá virkar mittið mjórra.

Trapsar:  Stytting á latneska heitinu Trapezius sem eru vöðvar sem ná frá hálsi niður að axlavöðva.  Vöðvastæltir menn eru oft með massífa trapsa og líta þá út eins og þeir séu stöðugt að yppa öxlum.

Bibbi:  Stytting á orðinu "bicep" sem er enska heitið yfir tvíhöfða.

Tribbi:  Stytting á orðinu "tricep" sem er enska heitið á þríhöfða.

Byssurnar:  Íslensk þýðing á orðinu "guns" sem oft er notað til að vísa í tvíhöfða og þríhöfða.  Sögnin að pumpa byssurnar þýðir að taka fyrir handleggsvöðvana á æfingu.

Hamur:  Stytting á enska heitinu Hamstring, sem vísar til aftari lærvöðva.

Cardio:  Stytting á enska heitinu Cardiovascular exercise, sem þýðir þolþjálfun.

Brennsla, að brenna:  Daglegt tal um þolþjálfun.  Hér er vísað til þess að þolþjálfun brennir hitaeiningum, og eru því oft kallaðar brennsluæfingar.

HIIT:  Skammstöfun á High Intensity Interval Training, sem er eitt form brennsluæfinga og að mati Naglans sú langskemmtilegasta.  Oft talað um sprettæfingar, þá skiptast á stutt tímabil af sprettum þar sem púlsinn er keyrður vel upp, og svo hægt á sér og púlsinn kýldur niður aftur.

SS:  Neibb ekki Sláturfélag Suðurlands.  SS er skammstöfun á Slow-Steady sem er ein tegund af brennsluæfingum.  Þá er púlsinum haldið lágum og stöðugum í langan tíma (60-90 mín)

Kött eða Prepp:  Íslenskun áensku heitunum "cutting diet" og "preparation" og vísar til þess tímabils þegar keppandi í fitness eða vaxtarrækt býr sig undir mót.  Kött er í raun bara annað orð yfir megrun.

Skurður, að skera:  Aftur annað orð yfir megrun.  Sama tilvísun og kött og prepp, eða undirbúningur keppanda fyrir mót sem tekur yfirleitt 12-15 vikur.  Fólk notar mismunandi aðferðir við að skera sig niður en algengast er að fækka hitaeiningum og auka brennsluæfingar.

Bölk:  Íslenskun á heitinu "bulking".  Það vísar uppbyggingar tímabils þegar keppandi í fitness eða vaxtarrækt reynir að bæta á sig sem mestum vöðvamassa.  Yfirleitt eru hitaeiningar auknar og brennsluæfingar minnkaðar á þessu tímabili.

Að maxa:  Hér tekur maður eins þungt og maður ræður við í 1-2 reps.  

Að spotta:  Hér aðstoðar æfingafélagi við að kreista út 1-2 reps í viðbót þegar við getum ekki lyft þyngdinni sjálf lengur án þess að fórna gæðum og tækni.  Til þess að vöðvarnir stækki þarf að ofhlaða þá og 1-2 reps eftir að þeir "klárast" geta oft skipt sköpum í vöðvastækkun.

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

alltaf gaman að koma og lesa fróðleiksmolana þína :D eitt sem mig langar að athuga. ert þú með einhverjar upplýsingar um mataræði á meðgöngu? eða hvar ég get fundið svoleðiðs? má lyfta eins mikið og heldur þú að maður geti grennst á meðgöngu... sko þá er ég að tala um t.d á handleggjum, framan og þannig en ekki endilega á bumbunni því jú hún stækkar bara fallega þessa mánuði.

lesandi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:22

2 identicon

Sæl lesandi, (sorrý Ragga að ég treð mér hér inn til að svara haha)

En varðandi líkamsrækt á meðgöngu þá geta konur almennt stundað þá líkamsrækt sem þær eru vanar þó þær séu óléttar. Ekki er þó mælt með því að minnka fituprósentu eða auka ákvefð og álag æfinga rétt á meðan meðgöngu stendur.
Sjá nánari upplýsingar í þessum svörum frá ljósmóður á www.ljosmodir.is :

http://ljosmodir.is/?Page=FAQ&ID=458&Cat=2#458

http://www.ljosmodir.is/Default.asp?Page=FAQ&ID=131#131

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Kæri lesandi! Ingunn veit mun meira um þessa hluti en ég, (takk kærlega fyrir þetta Ingunn mín) þar sem hún er 2ja barna ofurmóðir, en Naglinn hefur aðeins um sinn eigin rass að hugsa.... sem er svosem dágóður slatti ha ha.

Ég skrifaði samt pistil fyrir einhverju síðan um hreyfingu á meðgöngu: http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/213658

Vonandi gagnast þetta þér eitthvað.

Ragnhildur Þórðardóttir, 1.9.2008 kl. 13:59

4 identicon

Takk fyrir þetta :)

Það eina sem vantar á síðuna þína er leitarvél svo að maður geti leitað að gömlum færslum, síðan þín er einskonar uppflettirit! :D

Snjólaug (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:29

5 identicon

takk innilega fyrir þetta :) ég vil bara ekki alveg blása út þó ég sé ólétt og standa eftir með öll og fleiri aukakílo en ég er með núna á mér. og passa auðvitað að bumbubúinn fái holla og góða næringu :D

lesandi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 15:10

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín hvað er að gerast ef maður stendur í stað í nokkrar vikur, en er ekkert að svindla, það er ekki ég sem stend í stað langar til að vita ef það eru einhver svör við þessu, er þá ekki verið að borða of lítið eða hvað?
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 22:02

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Milla! Það geta verið svo fjölmargar ástæður fyrir stöðnun og þarf að skoða hvert mál fyrir sig. Það er líklegt að eitthvað í daglega mataræðinu sé ekki í lagi, t.d fjöldi máltíða, hitaeiningafjöldi, skammtastærðir, tímasetning kolvetna, vatnsdrykkja, fituinntaka o.s.frv. Best er að vigta allt ofan í sig í 1-2 daga og reikna út kaloríurnar, sleppa kolvetnum á kvöldin, borða 5-6 x á dag en lítið í einu, drekka fullt af vatni, bæta við góðri fitu en passa skammtinn samt.

Vonandi hjálpa þessir pistlar: http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/477878

http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/541537

http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/136178

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.9.2008 kl. 09:26

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þetta svar Ragga mín
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.9.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband