22.9.2008 | 09:39
Overload lögmálið
Lögmálið um "overload" er grunnur að öllum árangri í þjálfun.
Þar segir að skilyrðið fyrir aðlögun að þjálfun sé að líkaminn þurfi áreiti sem er yfir eðlilegum mörkum. Líkaminn aðlagast þessu aukna áreiti. Þegar kemur að því að verða sterkari, þarftu að láta líkamann finna fyrir meira áreiti en hann er vanur til að þvinga hann til að aðlagast. Í grundvallaratriðum verður öll aðlögun að þjálfun á þennan hátt.
Það eru til ýmsar leiðir sem auka álag og áreiti fyrir líkamann.
Þær tengjast samt allar þremur megin "triggerum" fyrir vöðvavöxt: Lóðaþyngd (mechanical load), þéttni (density) og tími undir álagi (time under tension).
Í fyrsta lagi getur þú aukið kraftinn á æfingunni. Einfaldlega lyft meiri þyngd, eða lyfta sömu þyngd hraðar. Með því að nota sprengikraft í pósitífa hluta lyftunnar náum við að virkja stóru og kraftmiklu hreyfieiningarnar sem hafa háan þröskuld þ. e Type II vöðvaþræðina.
Í öðru lagi, geturðu stytt tímann sem æfingin tekur. Þú ert að gera jafn mikla vinnu (eða jafnvel meiri) á styttri tíma sem eykur þéttnina í þjálfuninni.
Að lokum, geturðu aukið heildarvinnuálagið eða "volume" á æfingunni, sem hefur jákvæð áhrif á tíma undir álagi fyrir vöðvana.
Með því að hunsa þessi lögmál algjörlega endum við á að gera það sama daginn inn og út, og það nokkurn veginn tryggir engan árangur.
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
AHA, þessa vitneskju mun ég nýta mér!
p.s. hittum systrabörnin þín og systur í pönnsukaffi í gær. Lillarnir eru í einu orði sagt, unaðsleg! Dó úr hlátri yfir grallaralátunum í Joshua sem er klárari en öll fjögurra ára börn, sem ég hef hitt, til samans. Sofia Lilja vaggaði um svæðið með krullurnar og var sætari en allt sætt. Hefði getað étið hana!!
Sunna (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:51
awright, og nú verða það bara harðsperrur út í hið óendanlega. Ætla að láta reyna á þetta næstu vikur. Eða má ekki annars gera þetta á öllum lyftingaræfingum, þarf að taka einhverja pásu frá þessu af og til?
Palli (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:34
Sunna! Joshua er ótrúlega vel gefið barn og þau systkinin eru bara krúttlegust, það er sko alveg hægt að borða Sofiu Lilju og bumbuna hennar með skeið.
Palli! Þetta eru lögmál sem ætti að hafa alltaf í hávegum , en en eins og með allt annað þá venst líkaminn ótrúlega fljótt. Prófaðu fyrst að auka sprengikraftinn á æfingum. Svo geturðu bætt við volume, eða stytt tímann. Það er betra að nota færri aðferðir í einu, og grípa frekar til þeirra þegar þú staðnar. Of mikið volume í langan tíma stuðlar bara að niðurbroti.
Ragnhildur Þórðardóttir, 22.9.2008 kl. 10:51
"Svo geturðu bætt við volume" - hvernig gerir maður það ? :)
Snjólaug (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:47
Volume er eins og segir í textanum: heildarvinnuálag. Hversu margar æfingar þú gerir, hversu mörg sett og reps.
Því fleiri æfingar, sett og reps, því meira volume
Ragnhildur Þórðardóttir, 22.9.2008 kl. 13:39
Er óráðlegt að æfa einn vöðvahóp tvisvar í viku, og svo annan vöðvahóp tvisvar í næstu viku og þannig koll af kolli alla vövahópana?
Palli (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 08:29
Palli! Það er í góðu lagi að æfa einn vöðvahóp tvisvar í viku, ég geri það fyrir alla vöðvahópa. Passaðu bara að heildarvinnumagnið (volume) sé ekki of mikið, ekki taka tvær "full-blown" æfingar í viku á vöðvahóp. Þeir þurfa að jafna sig að fullu. Betra að minnka volume á hvorri æfingu en að heildarvinnan í lok vikunnar sé svipað og eftir eina massífa æfingu.
Ragnhildur Þórðardóttir, 23.9.2008 kl. 10:50
Okey, takk kærlega
Palli (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.