Fótapressa eins og á að gera

Það er rosalega algengt að sjá fólk gera þessa æfingu kolvitlaust. 
Ofmetnaður dauðans er sérstaklega algeng sjón, þar sem hverri einustu 20kg og 25kg plötu í augsýn er hrúgað á sleðann og svo á aldeilis að taka á því. 
 
Svo sitja dúddarnir og mása og blása, eldrauðir og nánast búnir að kúka á sig af rembingi, en taka bara hálf-reps OG með hendur á hnjám. 
Naglinn veltir því oft fyrir sér hversu mikla þyngd þeir ráða RAUNVERULEGA við, fullkomin reps og hendur á handföngum eins og á að gera. 
Það væri ekki svo hátt á þeim risið þá, er maður hræddur um.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Fyndið að þú skulir taka þetta fyrir núna því ég missti einmitt úr mér augun í Turninum í gær þar sem einn var búinn að hlaða nánast öllum lóðaplötum í húsinu á einmitt þessa vél!  Hef aldrei séð svona mikið á tækinu...   Hann var ekki með hendur á hnjám en beygði hnén svona ca  5°....   og baulaði af áreynslu heheh ;)

Audrey, 23.9.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég er sjálf svo pirruð út í þessa gæja, því ég lendi ALLTAF í því á laugardagsmorgnum að strippa ALLAR lóðaplötur Lauga af fótapressunni eða deadlift stönginni frá því kvöldið áður þegar þeir hafa verið að rembast í 5° repsum.

Sá þig í brennslu í morgun

Ragnhildur Þórðardóttir, 23.9.2008 kl. 11:53

3 Smámynd: Audrey

Jamm ég sá þig líka :)

Audrey, 23.9.2008 kl. 13:12

4 identicon

Ég er svo innilega sammála, finnst ekkert meira pirrandi en að sjá fólk hlaða allri heimsins þyngd á sleðan og skilja það svo eftir þar. "If the knees ain't bending, you're just pretending".

Palli (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 14:02

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það eru bara almennar hegðunarreglur innan líkamsræktarstöðvar að strippa stöngina eða sleðann eftir æfinguna.  Og það er gjörsamlega óþolandi þegar fólk fer ekki eftir þeim.  

Frábært quote .  Á líka við um beygjurnar!!  "It's ass to grass baby."

Ragnhildur Þórðardóttir, 23.9.2008 kl. 14:14

6 Smámynd: Mama G

Guð, ég lenti einu sinni í því að koma að svona tæki með örugglega 200 kg. á tækjunum og byrjaði að umstafla... fattaði ekki að það voru 2 stangir fyrir lóð hvoru megin þannig að ég var í rauninni ekki að taka nein lóð af tækinu

Það var þokkalega glatað móment þegar ég byrjaði svo á settinu mínu  Ég náði reyndar að lyfta mér upp úr læsingunni og ætlaði svo að byrja að beygja. Þá hrundi tækið auðvitað bara saman og ég þurfti svona að skríða einhvern veginn út úr tækinu, næstum því að hrópa á hjálp til að komast í burtu.

Ahh, ég tók bara brennslu næstu 3-5 dagana

Mama G, 23.9.2008 kl. 14:51

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Gövuð.... en ógeðslega neyðarlegt móment.   Eins gott að þú slasaðir þig ekki.  Oftast eru reyndar læsingar, svo maður fær ekki sleðann ofan á sig.  Þetta getur samt verið stórhættulegt og einmitt stór ástæða þess að menn eiga að ganga frá plötunum eftir sig.  Hvað ef einhver 70 ára kona ætlaði í fótapressuna?  Á hún bara vessgú að strippa 500 kg af pressunni áður en hún getur byrjað?  Það væri bara "workout" eitt og sér .

Ragnhildur Þórðardóttir, 23.9.2008 kl. 15:24

8 identicon

Nú er ég ekki beint aum kvensa en eigum við eitthvað að ræða það að strippa tækin og stangirnar gengin 32 vikur á leið! Neibb, held ekki. Það er ekki að rokka.

Mikið hlakka ég til að geta tekið almennilega á því Nagla-style þegar krílið lætur sjá sig. Btw þá frétti ég að ónefnd stúlka sem var með mér á sviðinu í fyrra hefði sést í WC búin að bæta sig töluvert frá síðasta móti.

Keep up the good work krútta. 

ingunn (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 15:36

9 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Takk fyrir þetta... alltaf gott að læra meira hvernig maður á að gera ...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 23.9.2008 kl. 17:38

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ingunn! Og kemur enginn og býður fram aðstoð við að strippa stangirnar??? Það eru naumast séntilmennin eða þannig.

Ég fékk pínulitla fullnægingu við að lesa þetta síðasta komment frá þér.... hvaða yndislega vera sagði þetta?

Margrét! Já það borgar sig að tileinka sér rétta tækni til að komast hjá meiðslum. Bætingarnar koma líka frekar ef tæknin er rétt.

Ragnhildur Þórðardóttir, 23.9.2008 kl. 20:58

11 identicon

Hehehe neibb, so far hefur enginn boðið fram aðstoð sína. 

Kommentið kemur frá núverandi bikarmeistara.

ingunn (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 10:05

12 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ingunn!  Ja hérna..... ekki er slæmt að fá svona komment frá el maestro herself .  Hitti hana einmitt um daginn í WC, og hún tjáði mér að hún ætlaði að hætta eftir NM, hætta á toppnum.  Það verður eftirsjá að henni, en þá kannski á maður séns sjálfur .

Halldóra! Prófaðu að setja 42,5 kg frekar, miklu betra að þyngja lítið í einu, og reyndu að ná sama repsafjölda og með 40 kg.  Þegar þú nærð því geturðu farið upp í 45 kg og áður en þú veist af ertu komin í sömu reps með 50 kg .  

Ragnhildur Þórðardóttir, 24.9.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband