6.10.2008 | 11:46
7 vikur.... and counting
Jæja.... tæpar 7 vikur í mót hjá kellingunni.
Nú eru 4 vikur síðan vikuleg nammimáltíð Naglans var grimmilega tekin burtu og því aðeins verið borðað samkvæmt plani síðan án nokkurs einasta svindls.
En það er líka að skila sér.
Smjörið lekur, sentimetrarnir fjúka og kílóin þokast (hægt) niður á við.
Föt sem hafa ekki passað í marga mánuði hafa verið dregin fram í dagsljósið.
Til dæmis pössuðu nýþvegnar gallabuxur í síðustu viku eins og hanski, hægt að hneppa OG anda sem er lúxus, en þær höfðu ekki komist yfir vömbina frá því í mars.
Meira að segja hösbandið sem þarf að glápa á Naglann alla daga sér mun á spúsu sinni í bikiníi í vikulegum sundferðum hjónanna.
Sérstök ánægja er með kviðinn, sem hefur alltaf verið vandræðasvæði Naglans en hann hefur aldrei litið eins vel út þrátt fyrir að nú gerir Naglinn 1/3 af kviðæfingum miðað við fyrri tíma. Nú er hann sléttur og helst inni, en ekki útstandandi og bumbulegur eins og áður. Nýtt mataræði og nýjar þjálfunaraðferðir eiga klárlega allan þátt í þeirri umbreytingu.
Nú er sko ekki lengur hægt að bomba óléttuspurningunni á Naglann
En það er ennþá langt í land. Það vantar ennþá góðan skurð, handleggir og axlir mættu vera harðari, rassinn og lærin mættu fara að sýna smá lit og minnka meira og skerast.
Það er því ekki annað í boði en að halda vel á spöðunum áfram.
Það er hins vegar spurning hversu lengi geðheilsan heldur út, hungrið er farið að herja verulega á og matarlanganir í alls kyns sukk og ófögnuð hafa látið verulega á sér kræla að undanförnu.
Slíkar hugsanir eru þó yfirleitt kæfðar í fæðingu með sjálfsrökræðum um hvað skipti meira máli, að komast í besta form lífsins eða ein súkkulaðikökusneið??
Þetta er allt saman spurning um val og forgangsröðun.
Meginflokkur: Fitness-undirbúningur | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Lífstíll | Breytt 27.10.2008 kl. 14:30 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, máttu ekki borða frosin ber eða banana eða fá þér smá rúsínur? Svona natural sætindi!?
I feel you girl, ég hef mest enst í 3 vikur í svona mataræði, þú ferð að nálgast það að vera með ómennskan viljastyrk kona
Mama G, 6.10.2008 kl. 12:06
Go girl
M, 6.10.2008 kl. 12:46
Frábært að gangi vel. Hlakka til að sjá muninn á þér, hef ekki nennt í Laugar á morgnana í þessu veðri undanfarna morgna og neyðist til að taka Turninn sem er nær mér.. Ertu búin að láta mæla % nýlega?
Audrey, 6.10.2008 kl. 13:01
Mama G! tja veit ekki með ómennskuna, maður fer þetta samt alltaf á viljanum. Jú má borða frosin ber en ekki banana eða rúsínur.
Auður! % verður mæld á miðvikudag og ef hún hefur ekki minnkað þá fer ég í snöruna. Hún skammaði mig svo mikið síðast yfir því hvað ég hefði bætt mikið á mig og sagði að þetta væri nú nánast ógerlegt að ná þessu öllu af fyrir mót. Ég ætla sko sýna henni að hún hafi rangt fyrir sér og hananú.... því ég er búin að vera þvílíkt dugleg síðan í síðustu mælingu þó ég segi sjálf frá, ekkert svindl eða neitt "off-plan". En þú, ertu búin að láta mæla þig nýlega? Hvernig gengur annars?
Ragnhildur Þórðardóttir, 6.10.2008 kl. 13:31
Heyrðu þetta er bara að ganga ágætlega held ég. Ég fór í mælingu fyrir 3 vikum og þetta er að ganga hægt... en gengur. Fer svo á fimmtudaginn og langar mikið að fara að komast niður í allavega 15%... já þetta gengur hææægt. En sé mikinn mun á mér og það er það sem gildir!
Það verður gaman að heyra hvernig gengur í næstu mælingu hjá þér, hef fulla trú á að það verði mikill munur, enda ertu búin að vera ótrúlega hörð!
Audrey, 6.10.2008 kl. 13:47
Þú ert rosalega dugleg og viljasterk að halda þetta út án nokkurs svindls! Húrra fyrir þér, algjör nagli Þú massar þetta á lokasprettinum!!!
Mig langar að forvitnast aðeins um þjálfunaraðferðir og útstandandi maga... hvernig æfingar á maður að gera til að forðast útstandandi maga (þaninn kvið þrátt fyrir sixpack)? - ég er langt í frá svoleiðis en kannast við stelpu í súper-dúper formi sem er með ústandandi maga.
Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 14:49
Já hefði sko ekkert á móti því að vita leyndarmálið á bakvið sléttan maga:)
Ragnhildur Þóra , 6.10.2008 kl. 15:08
Þú ert náttúrulega bara algjör hetja og nú þegar sigurvegari eftir allt sem þú hefur lagt á þig til að ná meiri árangri. Hlakka mikið til að sjá þig á sviði stelpa því ég veit að þú hefur bætt þig á allan hátt. Knús og kram!
ingunn (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 09:30
Þú massar þetta stelpa. Með þennan viljastyrk að vopni eru þér allir vegir færir
Soffía (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 09:37
hæ hæ er að spá í kreatíni hvaða mælirðu með hvaða tegund?? langar ekki að vatnast.. kveðja Sibba
Sibba (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 17:20
langar líka að vita með útblásna kviði og kreatínið :) ég er sjálf með fína magavöðva en er alltaf útblásin...nema helst á morgnana...
en með kreatínið, hvað ert þú að nota? ég á kreatín sem ég keypti í GNC í USA, það heitir Amplified creatine en það er á töfluformi og maður þarf víst ekki að hlaða, svo þarf bara að taka 2 töflur á dag...sem mér finnst kostur, spurningin er bara hvort þetta muni virka :) mælirðu með kreatíni fyrir konur sem eru að æfa ca 4 sinnum í viku.
Íris (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:41
Veistu nokkuð hvaða áhrif það hefur á vöðvana að lyfta á meðan maður er með harðsperrur? Er mælst gegn því?
P.S. Er þér sama þó að maður bendi fólki á síðuna þína sem gagnabanka íþróttamansins?
Palli (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.