8.10.2008 | 13:55
Ljósið í kreppunni
Kreppa kreppa kreppa kreppa......
Naglinn er á fullu að reyna að horfa á bjartsýnum augum á lífið og tilveruna í allri þeirri katastrófu sem dynur á landanum og já, allri heimsbyggðinni um þessar mundir.
Hrynjandi krónugrey, bankakrísur, skuldahalar heimila, óðaverðbólga og mafíuvextir gera þessa tilraun Naglans til að nota sólgleraugu ekki auðvelt verkefni, en Naglanum líkar fátt betra en áskoranir.
Naglinn sér samt eitt jákvætt atriði við kreppuna.
Við Íslendingar höfum ekki verið mjög flink í að spara, en þessi rennblauta gólftuska í smettið undanfarna daga mun vonandi breyta því. Nú má kannski losa sig við þriðja bílinn, sleppa heimsreisunni og afbóka Robbie Williams í 43ja ára afmælið í nóvember.
En hvað er það sem við getum ekki sleppt? Við neyðumst víst alltaf til að borða sem flestum þykir nú ekki allskostar leiðinlegt (ég).
En þar má spara heil ósköp með smá skynsemi.
Nú er vonandi flottræfilsháttur landans liðinn undir lok þar sem farið var út að 'lönsa' alla vinnuvikuna. Aðalpleisið í bænum var lengi vel VOX í hádeginu þar sem vömbin var kýld með ótakmörkuðu úrvali kræsinga fyrir 2500 kr og kverkarnar vættar með góðum árgangi af Reserva rauðvíni.
En þótt fólk væri ekki endilega í slíku úttroðelsi var mjög algengt að skreppa í 10/11 eða út í sjoppu og kaupa sér eina með öllu eða einn Júmbó sammara og öllu skolað niður með svörtum óbjóði í flösku.
Nú er öldin önnur, budduna munar aldeilis um þessar verðlausu krónur sem fara í slík óþarfa útgjöld.
Hagsýnar húsmæður hafa í áranna rás lagt áherslu á að taka með sér nesti í skóla og vinnu. Nágrannar okkar í Noregi mæta til dæmis flestir með heimasmurt í vinnuna, og eiga þeir nú aldeilis aurana. Naglinn hefur gert þetta í áraraðir enda hvort tveggja nískupúki og hollustufíkill.
Með því að útbúa sitt eigið nesti spörum við ekki eingöngu aurinn, heldur getum við útbúið hollari bita fyrir lítinn pening. Og á landi með besta vatn í heimi sem er ókeypis, skýtur það skökku við að kaupa kolsýrða litarefnisdrykki.
Mörgum vex í augum vesenið og tímaeyðslan sem fer í nestisgerð.
En það er bara kjaftæði og leti.
Til dæmis á sunnudögum má steikja fullt af kjúklingi eða kjöti fyrir vikuna, sjóða helling af hrísgrjónum, eggjum og kartöflum, skera niður fullt af grænmeti og geyma allt saman í Tupperware í ísskápnum.
Þá tekur enga stund að henda saman girnilegum blöndum á morgnana eða kvöldið áður. Svo er bara skemmtileg áskorun að finna nýstárlegar aðferðir til að kokka upp holla bita.
Hjartað, æðarnar og bumban eru öll þakklát fyrir að losna undan kólesterólflæðinu, pyngjan verður þyngri og brækurnar víðari.
Það græða allir!!!
Sko.... sjáiði, það er víst ljós í þessu svartnætti.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:15 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg rétt... þetta er ekki of mikið mál á meðan maður heldur vinnunni og svona erfitt að vera bjartsýnn núna...
Audrey, 8.10.2008 kl. 14:05
Veistu að það sem ég óttast og er þegar farin að sjá að kreppu fylgir óhollusta, það er urmull tilboða af óhollum mat núna í búðunum sem ég hef ekki séð áður, svo sem bjúgu, medisterpylsur og allslags önnur unnin ógeðismatvara sem ætti í raun að vera hauskúpumerkt.
Þótt Vox og Grill ferðum landans eigi eflaust eftir að fækka held ég að á móti komi aukin neysla á ódýrum unnum matvörum. Vona þó að ég hafi rangt fyrir mér.
Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 14:14
Það er reyndar rétt athugað hjá þér Vala. Ódýrir grísaafgangar, bjúgur, kjötfars og aðrar kjötónefnur hafa verið á afslætti grimmt undanfarið. Aukefni, E-efni og annar ófögnuður gæti farið að ríða húsum. Reyndar hefur Bónus verið duglegir að gefa 40% afslátt af kjúlla og fá þeir prik fyrir það. Vonum bara að fólk hugsi um hjartað og æðarnar um leið og budduna í þessu árferði.
Ragnhildur Þórðardóttir, 8.10.2008 kl. 14:46
Sæl nafna
Eins og eflaust fleiri getur maður verið voðalega hugmyndasnauður þegar kemur að ódýru og hollu nesti. Ertu með einhverjar hugmyndir?? Takk annars fyrir gott blogg :)
Ragnhildur (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 21:08
Heyr heyr
Palli (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:37
Þú ert bara æðisleg.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 9.10.2008 kl. 08:38
Júlíus! Nei meðalJón og Gunna geta víst ekki borðað kjúlla jafn mikið og við án þess að tapa geðheilsunni. En ég fæ bara ekki leið á honum, ef maður er bara nógu frjór í kryddtilraunum þá er hægt að borða nýtt og spennandi á hverjum degi. Nei, ég er ekki með Myspace.... en ert þú ekki á Facebook?
Nafna! Lestu endilega þennan pistil: http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/241551 Þar eru hugmyndir fyrir lönsinn.
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.10.2008 kl. 09:49
Auðvitað ertu búin að koma með hugmyndir ;) Takk fyrir þetta.
Ragnhildur (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:56
Er til einhver þumalputtaregla um hversu lengi vöðvar þurfi kvíld á milli lyftinga? Má lyfta ofaní þryggja daga harðsperrur?
Palli (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:15
Palli! Sorrý, ég ætlaði að vera búin að svara þessu. Það er ekki ráðlegt að lyfta ofan í harðsperrur, það þýðir einfaldlega að vöðvinn er ekki búinn að jafna sig eftir fyrri átök þegar þú byrjar aftur að brjóta niður. Ef þú tekur hátt "volume" á vöðvahóp á einni æfingu eru 3 dagar ekki nægur tími á milli áður en þú lyftir þann vöðvahóp aftur.
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.10.2008 kl. 13:40
OKey, takk takk. En er það bara goðsögn að taka léttar lyftingar á dögunum eftir átökin losi mann fyrr við harðsperrurnar?
Palli (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 13:46
Já það er bara kjaftæði!! Reyndar koma brennsluæfingar blóðrennsli af stað sem getur flýtt fyrir að vöðvarnir jafni sig. En lyftingar ofan í harðsperrur gerir bara illt verra, þeir eiga að fá að vera í friði.
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.10.2008 kl. 15:02
Búin að fara eftir sparnaðarráðunum "þínum" í nokkur ár - sem varð til þess að ég borgaði allar vox ferðirnar og á ekki krónu með gati í dag....
(átti peningabréf - sem vox-bankamenn sögðu alveg SAVE)
ERK (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 18:31
Ha? Á maður ekki að teygja á eftir æfingar? eða ertu að meina þegar að maður er með harðsperrur?
Palli (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.