Hugmyndir fyrir hafragrautinn

Naglanum þykir fátt betra en hafragrauturinn sinn á morgnana.  Það er hin mesta bábilja að hafragrautur sé óæti og þeim sem finnst hann bragðvondur eru bara ekki nógu hugmyndaríkir í eldhúsinu. 

Hér koma nokkrar hugmyndir að afbragðsgraut.

  • Vanilludropar, kanill, múskat, niðurrifið epli
  • Vanilludropar, kókosdropar, kanill, múskat, niðurrifin gulrót, hakkaðar valhnetur
  • Súkkulaði prótínduft, kókosdropar
  • Bláber eða jarðarber: hita í örra í 15-20 sek, hræra í mauk og hella yfir.  Eða hræra frosnum berjum við graut eftir eldun.
  • Niðurskorinn banani, heitt hnetusmjör
  • Vanillu prótínduft, niðurskorin ferskja
  • Súkkulaði prótínduft, piparmintudropar
  • Hnetusmjör og maukuð jarðarber
  • Hreint ósykrað eplamauk, kanill, pekanhnetur
  • Vanilludropar, trönuber, valhnetur
  • Vanillu prótínduft, rifsber, skvetta af sítrónu/lime safa
  • Vanillu prótínduft, klementína í teningum (sett út í eftir eldun, rétt til að hitna)
  • Kanill, múskat, vanilludropar, rommdropar, möndlumjólk
  • Kirsuber, kókosmjöl
  • Möndludropar, rúsínur, blá sojamjólk
  • Appelsínudropar, rifinn appelsínubörkur

Bon appetit!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Uppáhaldið mitt:  smjör, sulta og kanelsykur !  Þetta er allt hægt að hafa með í útilegu og morgungrauturinn verður herramannsmatur án þess að þurfa mjólk með.

Kári Harðarson, 9.10.2008 kl. 15:36

2 identicon

Nammi hafragrautur, ég fæ mér nú yfirleitt sykurlaust músli með létt AB mjólk eða Bran flakes með AB.  Vonandi er það ekki óhollt  

Soffía (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 15:59

3 Smámynd: Mama G

vó, það villtasta sem ég hef séð var þegar bóndi nokkur skellti slátri út í grautinn sinn

Mama G, 9.10.2008 kl. 16:42

4 identicon

Slátur og grautur er góður saman ;)

kv,

Hjörtur

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:02

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég setti stundum lifrarpylsu út í grjónagrautinn í gamla daga. En ég fæ velgju af því að hugsa um slátur út í hafragrautinn minn.

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.10.2008 kl. 14:57

6 identicon

Blessuð Ragga

Búin að vera alltof löt að kíkja við hjá þér (sem segir líka sína sögu um dugnaðinn í heilsuræktinni ) En núna er ég búin að skella þér inn sem upphafssíðu hjá mér svo ég fái þinn frábæra boðskap beint í andlitið þegar ég ætla á netið.

Annars; líst vel á þessar hafragrautatillögur.. og langaði í leiðinni að spyrja þig út í skelfiskuppskrift sem þú settir á netið 1. nóv í fyrra. 200 gr hörpudiskur.. er það þá skammtur fyrir 1?

Bestu kveðjur og gangi þér vel í undirbúningnum. Ætla mér að fylgjast vel með þér núna fram að keppni 

Óla Maja (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 14:16

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Blessuð Óla Maja mín,

Ég var farin að óttast um þig mín kæra kona.  Gott að "sjá" þig hérna aftur. 
Nú er það bara harkan sex fram að jólum er það ekki?? 
Já 150 - 200g af hörpudisk er fínn skammtur fyrir einn.

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.10.2008 kl. 10:24

8 identicon

Sæl mín kæra :) Ekkert að óttast.. sumt tekur bara meiri tíma en annað en jú, núna er sko harkan sex fram að jólum.

Óla Maja (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:43

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Glæsilegt, líst vel á þig. Vertu í bandi ef þú hefur spurningar eða vantar spark í rassinn ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.10.2008 kl. 12:56

10 identicon

Takk fyrir það. Panta rassaspörk reglulega

Óla Maja (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband