Ég vissi að ég væri fitness/vaxtarræktarkappi þegar.....

Þetta var í MuscularDevelopment og er eins og talað út úr hjarta Naglans....

 

Ég get horft á kjúklingabringu og veit hvað hún er mörg grömm.

 

Ég eyði peningum í fæðubótarefni í staðinn fyrir áfengi.

 

Ég myndi vaka lengur til að ná inn öllum máltíðum dagsins.

 

Ég fer ekki út á föstudagskvöldum því þá næ ég ekki fullum 10 klst svefni.

 

Ég labba um með kælibox þó ég sé ekki að undirbúa mig fyrir keppni.

 

Draumurinn er að geta labbað inn á veitingastað og pantað kjúklingabringu, hýðishrísgrjón og grænmeti.

 

Ég er ánægð(ur) að vera alltaf með harðsperrur.

 

Fólk sem bendir á handleggina á mér og segir "ojjj" er í raun hrós.

 

Ég þarf heilan skáp undir fæðubótarefnin og vítamínin.

 

Þá daga sem snjóar þýðir að það er algjört helvíti að komast í ræktina.

 

Ég þoli ekki hátíðisdaga því það þýðir að ræktin er lokuð eða opin skemur.

 

Að missa úr máltíð getur eyðilagt fyrir manni daginn.

 

Versta martröðin er að mæta upp á svið í keppni og hafa gleymt að skera.

 

Næst-versta martröðin er að mæta upp á svið "ótanaður" og brúnkukrem hvergi sjáanlegt.

 

Ég reyni að útskýra fyrir ömmu og tengdamömmu af hverju ég geti ekki borðað rjómasósuna og brúnuðu kartöflurnar með kjúklingabringunni.

 

Ég sef ekki út á sunnudögum því þá get ég ekki náð öllum máltíðum dagsins.

 

Ég sleppi partýjum, matarboðum og öðrum félagslegum atburðum sem trufla æfinga- og mataræðisrútínuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að maður hugsaði með sér "Nákvæmlega" í sumum af þessum atriðum, er maður þá ekki að gera eitthvað rétt..?

Palli (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:02

2 identicon

Já!! haha ég hef nú ekki keppt ennþá... en samkvæmt þessu ætti ég kannski að hugleiða það. Þetta passar ansi vel við mig líka.

Ótrúlegt hvað hausinn á mér virkar allt öðruvísi en annarra í kringum mig... gaman að hafa þig... þá líður mér ekki eins kreisí ;o)

Elísa (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:02

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þú ert sko nagli.  Það er frábært þegar fólk hefur slíkan viljastyrk og sjálfsaga.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 14:43

4 identicon

Sæl

Áttu ekki einhvern skemmtilegan fróðleik um hnetur????

erka (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:04

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Palli!  Þetta á ekkert endilega bara við keppendur, líka þá sem eru "dedicated" í sinni þjálfun og mataræði

Elísa og Júlíus!  Það eru heldur ekki margir í kringum mig sem hugsa svona.  Þess vegna sækir maður ósjálfrátt meira í félagsskap fitness fólksins sem er á sömu nótum.  Júlíus, ég er sko ekki í þinni deild að fitna ekki.... ég fitna bara af því að vera inni í eldhúsi .

Takk fyrir það Fjóla mín .

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.10.2008 kl. 11:24

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Erka!  Ég fann þennan pistil http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/230024  Vonandi hjálpar hann eitthvað.  Annars spyrðu bara

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.10.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 550749

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband