Hver pantaði þennan snjó?

Það er fátt sem fer eins mikið í taugarnar á Naglanum og snjór, Naglinn gjörsamlega ÞOLIR ekki snjókomu og vetrarfærð. 
Eins og kom fram í pistli ekki alls fyrir löngu er þessi andúð tilkomin vegna erfiðleika að komast frá A til B, og þá aðallega að heiman í ræktina. 
Þessi martröð varð að veruleika þegar Naglinn og hösbandið hugðust leggja í hann fyrir allar aldir í morgun. 
Þegar litið var út um gluggann blasti við ömurlegur veruleiki þessa lands....allt á kafi í snjó!!! Nú lágu Danir í því.  Hösbandið er nefnilega haldinn þeirri sjálfsblekkingu að hann sé sautján ára og keyrir um á Bimma sem er svo lágur að það eru vandræði að komast yfir hraðahindranir. 
Ekki nóg með það, heldur er kvikindið afturhjóladrifinn OG á Low-profile sumardekkjumAngry.   

Ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að komast út úr hverfinu sem er allt saman upp í móti, og alltaf spólaði gelgjubíllinn í miðri brekku. Naglinn sá stefna í sitt óvænna um hríð, að hjónin myndu hreinlega ekki komast í ræktina..... og bullandi fráhvarfseinkenni byrjuðu strax að gera vart við sig.  Fíkillinn þarf að fá skammtinn sinn.  

Að lokum komst kvikindið þó loks upp brekkuna eftir að Naglinn hafði grýtt sér út úr bílnum á ferð til að ýta síðasta spölinn undir skæðadrífu af snjó frá spólandi dekkjunum og bullandi útblæstri úr pústinu.  Í ræktina skyldi Naglinn, sama þó það kostaði lungnaþembu vegna koltvísýringsmengunar.

Naglinn vill setja lögbann á snjó!!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Já það er eins og maður sé aldrei undirbúinn fyrir snjóinn. Alltaf jafn hissa og pirraður á ástandinu.

En þú hefur fengið extra æfingu að ýta bílnum upp brekkuna

M, 22.10.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það var þessi fína upphitun að ýta, nú ef allt annað bregst þá verður næsta æfing bara að ýta bílum... tekur bæði á styrk og þol

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.10.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Og svo er líka gott fyrir kroppinn að ganga í vinnuna ef bíltíkin er ekki búin fyrir snjóinn, eða þá bara að taka strætó. Hann klikkar ekki. Stundum aðeins seinn en engar áhyggjur af umferðinni

Marinó Óskar Gíslason, 22.10.2008 kl. 11:49

4 identicon

Hahaha gelgjubíllinn . Eftir að hafa gert þau hrikalegu mistök að versla Benz hér fyrir 4 bílum síðan ákvað ég að kaupa aldrei aftur afturhjóladrifinn bíl. Þvílík hörmung og niðurlæging að spóla um á þessu í snjó.

Ég aftur á móti kann vel við snjóinn, kemst í vetrarfílinginn. Enda á ágætum bíl í snjó . Svo styttist líka í skíðin með hverju snjókorni.

Kveðja

Anna María, sem fílar snjóinn. 

Anna María (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:51

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Marínó! Ef strætó á þessu bölvaða landi væri byrjaður að ganga kl. 0600 þá hefði það verið fín lausn. 

Anna María! Ég kemst í engan vetrarfíling.... verð bara pirruð.  Þoli ekki blautar buxnaskálmar heldur .

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.10.2008 kl. 12:14

6 identicon

HAHAHAHAHA...skemmtilegar lýsingar hjá þér...ég sé þetta svo innilega fyrir mér 

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:36

7 Smámynd: Mama G

LOL

Mér sýnist sem svo að þú sért ekki nógu útsjónarsöm búandi hérna á Íslandi. Þegar við kallinn byrjuðum að leita okkur að íbúð var það eitt af okkar skilyrðum að íbúðin væri í göngufæri frá WorldClass - now that's a sickness á háu stigi

Mama G, 22.10.2008 kl. 17:34

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Mama G! Júhú ég er sko útsjónarsöm með eindæmum þegar kemur að búsetu og ræktinni, því þegar ég flutti hingað voru bæði World Class og Hreyfing í göngufæri og ég æfði í þeim báðum (stundum samtímis) en svo tóku þessar stöðvar upp á þeim dónaskap að flytja.

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.10.2008 kl. 19:38

9 identicon

Hvað er þetta???....það vantar allan krakkan í þig:).... Snjór, snjókast, snjóhús, VVVVÍÍÍÍ....

Auk þess gætir þú farið að nota gönguskíði. Það eru fáir með jafn mikið þol og skíðagöngugarpar!

Diddi (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband