Óþolandi hlutir í ræktinni

 

Fólk sem setur ekki lóðin á sinn stað eftir notkun:  Þeir sem skilja lóðaplötur eftir á hnébeygjustönginni, fótapressunni, E-Z stönginni o.s.frv. Ekki segja mér að þú hafir tekið svona rosalega á því að þú hafir ekki orku í að hreinsa af stönginni?  Eða ertu svona rosalega tímabundin(n) að þú getur ekki eytt einni mínútu í að ganga frá eftir þig?  Hvernig ertu þá heima hjá þér?

 

Menn (og konur) sem stynja og rymja frá fyrsta repsi:  Allt í lagi að láta aðeins í sér heyra í síðustu repsunum en þú þarft ekki að láta alla í kringum þig vita hvað þú ert að taka rosalega á því með því að rymja í gegnum alla helv.... æfinguna.  Þú þarft heldur ekki að grýta lóðunum í gólfið eftir settið til að fá athygli.

 

Menn (og konur) sem láta spotta sig frá fyrsta repsi.  Alltof algengt að sjá gutta í bekkpressunni og vinurinn er að deadlifta við að spotta frá fyrsta repsi.  Hvað heldurðu að þú sért að lyfta mikið af þyngdinni sjálfur?  Prófaðu að létta og gera þetta einn, og láta vöðvana vinna 100% og láta svo spotta þig í síðustu 1-2 repsunum ef þess þarf.

 

Þeir sem æfa ekki fætur:  Alltof algengt að sjá fólk, sérstaklega karlmenn á blómvandar prógramminu.  Hvað er málið?  Það er tekinn bekkur, bak, tvíhöfði, bekkur, axlir, bekkur, þríhöfði ... og var ég búin að segja bekkur?  Af hverju æfa menn ekki fætur?  Er sársaukaþröskuldurinn virkilega svona lágur að þeir fara bara að grenja í hnébeygjum af því þær eru svo erfiðar?  Eða eiga menn bara spegla sem ná niður að mitti?

 

Þeir sem sitja í tækinu að hvíla:  Af hverju stendurðu ekki upp og leyfir blóðinu að flæða út í vöðvann sem þú varst að þjálfa?  Það mun ekki einhver rjúka í tækið og stela því af þér án þess að þú komir neinum vörnum við.

 

Þeir sem drekka kolvetnadrykki á æfingu:  Ekki nema þú sért að hlaupa maraþon á brettinu eða ætlir að koma lyftingaæfingunni í Guinnes þarftu slíkan drykk. 

 

Konur sem mæta stífmálaðar í brennslu kl. 6 á morgnana:  Og svitna ekki einum dropa til að skemma ekki lúkkið.  Hvenær vakna þær eiginlega??  Naglinn lítur út eins og dauðinn á þessum tíma dags og svitnar í lítratali.  Þú ert þarna til að taka á því og það er öllum sama hvernig þú lítur út.

 

Þeir sem halda sér uppi á handföngunum á þrekstiganum:  Með olnboga þráðbeina og taka pínulítil skref.  Taktu almennileg djúp skref og haltu í handföngin fyrir framan.  Work that booty!!!

 

Þeir sem fara bara hálfa leið niður í beygjum:  Það er rass í gras eða slepptu þessu.  Aumingjabeygjur eiga ekki rétt á sér.  Ef þú kemst ekki svona djúpt, léttu þá bara á stönginni og farðu alla leið.

 

Svitalykt/andfýla:  Þvær fólk ekki fötin eftir æfingu?  Fer það virkilega í sömu fötin tvisvar í röð?  Svitalyktareyðir er sniðug uppfinning sem margir ættu að nýta sér í meira mæli.  Svo eru það þeir sem gleyma að tannbursta sig fyrir æfingu og mása og blása á tækinu við hliðina þannig að það líður yfir mann og annan. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ha ha... ég held reyndar að við ræktarrotturnar eigum ansi margt sameiginlegt, þar á meðal pirringsvaldandi atriðin ;-)

Gaurarnir sem taka ekki fætur.... don't get me started..... taka í mesta lagi nokkur sett í framan læris vélinni og þá auðvitað með brjálaðar þyngdir. Líta svo út eins og blómvendir.

Ragnhildur Þórðardóttir, 31.10.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Audrey

Einhver pirringur að gera vart við sig ? ;)

Sammála mörgu samt - hvað er með þessar sem hanga á læstu handleggjunum með stigvélina í 18??? Halda þær í alvöru að þær séu að gera gott mót!?!

Audrey, 1.11.2008 kl. 11:11

3 identicon

hahaha .. sammála mörgu, sérstaklega þetta með það að sleppa fótum.. á yfirleitt við um stráka undir tvítugu ;)

Fólk drekkur samt kolvetna drykki ef það hefur ekki náð að borða nóg fyrir æfingu t.d. vegna vinnu. Svo eru ekki allir með hné í ass to grass og verða því að láta 90° duga :)

Snjólaug (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:33

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Auður! Já pínu pirringur... enda orðið stutt í mót ;-)

Snjólaug! Í einum 500 ml kolvetnadrykk eru 100 g af kolvetnum. Það er ekki þörf á svona miklu magni nema að eigi að slá einhver met.

90 ° beygjur setja meira álag á hnén en ass to grass.

Ragnhildur Þórðardóttir, 1.11.2008 kl. 12:19

5 identicon

Vá hvað ég er sammála punktinum um fólk sem situr á tækinu á meðan það hvílir (eða spjallar bara við félagana)! Leyfið öðrum að taka eins og eitt sett á meðan þið hvílið, þið missið ekki tækið í það langan tíma!

Kristín (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 18:56

6 identicon

Sammála flestu þarna, annað er háð aðstæðum

A2G beygjur eru öruggari en þessa half-ass beygjur sem flestir gera ef fólk er nógu hreyfanlegt til að gera þær til að byrja með. 

Þeir sem segjast ekki hafa hné í að beygja alla leið niður eða allavega dýpra en 90° eru oftast að gera illt verra, fyrst ætti að finna út afhverju þeir geta ekki beygt fulla beygju (oft fólk sem er ekki nógu sterky í hamstrings og rassvöðvum) og vinna svo í því.

Kolvetnadrykkir á æfingu, 500ml drykkur með 100gr af kolvetnum er 20% lausn og í raun of sterk til að verða að miklu gagni á æfingu, líkaminn þarf að dæla vatni í magan til að geta frásogað þetta og það er ekki það sem maður vill þegar maður er að svitna.   Kolvetnadrykkur í veikari lausn 5-7% er betri þar sem hann hefur ekki áhrif á frásogið.  kolvetnadrykkur á meðan æfingu stendur ásamt PW drykk gerir það að verkum að þú ert fljótari að jafna þig á milli æfinga en ef þú myndir sleppa honum og bara drekka eftir æfingu.

Ég er búinn að vera að gera tilraunir með blöndu af kolvetnum og próteinum á meðan æfingu stendur og finn töluverðan mun á mér.  Hef líka verið að prufa mega skammta af BCAA á æfingu og verð að segja að það virkar frekar vel líka.

Takk fyrir góða síðu

Haukur Már (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 22:37

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Vá takk fyrir þennan fróðleik Haukur Már .  Þetta er einmitt svo algengur misskilningur að A2G rústi hnjánum, en það er okkur eðlislægt að fara svona djúpt, t.d lítil börn þau beygja sig svona eftir hlutum.  Flestir eru með of veikan ham og rass og þurfa að virkja þá vöðva betur til að vinna á móti ofvirkum hip flexorum.  Oft er það rót bakvandamála.

Ég fæ mér alltaf skjót kolvetni + mysuprótín PWO.  Ég vil frekar borða kolvetnin mín en að drekka þau .

 Alltaf BCAA fyrir og eftir æfingar, alveg absólút. Gerði einmitt pistil um BCAA og nauðsyn þeirra ekki alls fyrir löngu.

Ragnhildur Þórðardóttir, 3.11.2008 kl. 11:59

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Heyr heyr... frábær saga og undirstrikar hversu vel orkudrykkir hafa markaðssett sig. Fólk heldur að þetta sé algjörlega óaðskiljanlegur hluti þess að fara í sportfatnað.

Ragnhildur Þórðardóttir, 3.11.2008 kl. 18:00

9 identicon

Gaman að lesa síðuna þína:) Fékk nú nett hláturskast þegar þú talaði um þessar sem mæta stífmálaðar á æfingar, maður sér svo oft svona lið á meðan maður sjálfur er liggur við með koddafarið á kinninni:) Góð lesning kv Erna á Akureyri

Erna Hauks (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband