Megrunarkúrar virka - fólk virkar ekki

 

Mikið hefur verið rætt og ritað um hina ýmsu megrunarkúra og vangaveltur um ágæti þeirra.  Virka þeir eða virka þeir ekki?  Hvað virkar best? Eru fitusnauðir kúrar betri en lágkolvetna kúrar? 

Nýleg rannsókn sem birtist í New England Journal of Medicine fylgdi eftir 322 offitusjúklingum á þremur mismunandi megrunarkúrum í tvö ár til að kanna muninn á þessum kúrum. 
Niðurstöðurnar voru að hver manneskja missti að meðaltali 3-5 kg á þessum tveimur árum sem rannsóknin stóð yfir.  Það er vægast sagt ömurlegur árangur. 

Það er því auðvelt að afskrifa megrunarkúra sem gagnslausa í baráttunni við fitupúkann.  En málið er ekki svona einfalt.   Leyndarmálið við megrunarkúra er að þeir virka.  Þetta er leyndarmál sem enginn vill viðurkenna það því þá getur fólk ekki lengur skýlt sér bakvið að það beri ekki persónulega ábyrgð á eigin holdarfari. 

Megrunarkúrar virka, það er  fólkið sem er í megrun sem virkar ekki. 
Það er þekkt fyrirbæri innan heilsusálfræðinnar að matardagbækur hjá allra verstu tilfellum offitusjúklinga eru jafnframt þær bestu.  Fólk lýgur miskunnarlaust um hversu duglegt það er í mataræðinu, það er mannlegt eðli.  Sumir gera sér hreinlega ekki grein fyrir öllu nartinu milli mála, og telja það ekki með sem máltíðir. 

Við höldum öll að við borðum betur en við gerum í raun og veru.  Þess vegna ná 322 manneskjur aðeins af sér 4-5 kg á TVEIMUR árum.  Það er ekki vegna þess að megrunarkúrarnir virki ekki.

Ef þú átt erfitt með að halda þig við gott mataræði, og ert alveg ruglaður í skallanum um hvað sé best: fitusnauðir kúrar vs. lágkolvetna kúrar vs. Atkins vs. South Beach o.s.frv....
þá skaltu hafa 5 einföld atriði í huga.

  • 1) Finndu út hversu mikið þú ert að borða núna. Þú getur notað ýmiss forrit eins og fitday.com, hot.is, eða gamla góða blaðið og blýantinn og reiknivélina.
  • 2) Ef þú ert ekki að missa kíló eða fitu, borðaðu minna.
  • 3) Borðaðu ávexti, grænmeti, hnetur/möndlur, og góða prótíngjafa. Ekki borða ófögnuð úr poka eða pakka.
  • 4) Leyfðu þér eina "frjálsa" máltíð á viku sem þú getur hlakkað til - ekki heilan dag - aðeins eina máltíð.
  • 5) Skipuleggðu þig fram í tímann. Eyddu 1-2 klst um helgar í að undirbúa máltíðir fyrir vikuna. Eldaðu mikið magn í einu sem þú getur gripið í yfir vikuna. Komdu auga á hindranir og finndu leiðir til að komast hjá þeim.

Flestir standa sig vel í 1)-3) og jafnvel 5) en klúðra númer 4.  Maður heyrir alltof oft hversu vel viðkomandi stóð sig allan daginn en á meðan þeir voru að elda kvöldmatinn var nartað í hátt í 500 kaloríur af allskyns unnum óþverra úr pökkum og hráefni kvöldmatarins.  
Eða að viðkomandi var últra-mega-technobandið-Stefán duglegur alla vikuna en var svo í ruglinu frá föstudegi til sunnudags. Þessi litlu atriði geta safnast saman í eitt allsherjar stórt vandamál og viðkomandi festist í vítahring og nær aldrei neinum árangri í baráttunni við aukakílóin. 

Horfðu vel og vandlega á ALLT sem þú fer upp í munninn á þér.  Það má koma í veg fyrir ansi mikið óþarfa sukk og nart með því að fylgja reglu 5) og gríðarlegur árangur næst með því að fylgja reglu 4).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 heyr heyr

Aðdáandinn (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábært hjá þér og svo rétt, ég fór í ég veit ekki hvað marga megrunarkúra fyrir margt löngu síðan, en ekkert dugði til lengdar. Fór í garnastyttingu 1975 léttist um 65 kg á einu ári, var nærri dauð, var afar veik.
var síðan tengd aftur 1982 fékk nýtt líf og heilsu, síðan fyrir 4 árum er ég hætti að reykja og fékk hjartaáfallið vorkenndi ég sjálfri mér svo mikið að ég datt bara í ofátið aftur þyngdist um 40 kg þegar upp var staðið og hafist handa við að breyta þessum lifnaðarhætti.
Það tekur tíma að breyta um lífstíl og að temja sér hann án þess að vera að vigta ofan í sig og telja kaloríur minn læknir er alfarið á móti því.
þetta hefur að mér er sagt gengið afar vel miðað við að ég get eigi æft svo mikið, það eru farin  12 kg síðan 6/8 og hef ég staðið í stað núna í tvær vikur en eigi súta ég það því ég held mínu striki borða minn mat allar gerðir bara minna af sumum og ég hef alveg ótrúlega gaman að þessu.
Takk fyrir mig Ragga mín

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2008 kl. 16:36

3 identicon

Haha, ég er alltaf að segja þetta við fólk!  Lykillinn að því að byrja að grennast er basically að innbyrða færri kaloríur en þú notar!  That ain't rocket science! Svo þegar þú ert komin í 12-15% fitu má fara að nota nákvæmari aðferðir til að fjarlægja þetta síðasta!!!

Fjölnir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:52

4 identicon

Svo sammála þér þarna... ég er ein þeirra sem borða allt sem mig langar í og lendi svo í vítahring og æfi og brenni 2 klst á dag bara til að halda mið við   þykist ætla að taka mig á en fer svo alltaf í sama farið aftur... ertu með einhverja töfralaust fyrir eina virkilega erfiða manneskju hehe

kv Kristín  p.s. vonandi sjáumst við í spinning fljótlega

Kristín spinningskennari (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 09:18

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þetta er því miður vítahringur sem alltof margir, sérstaklega kvensurnar, lenda í.  Að missa sig í sukkið t.d um helgar og ætla svo að bæta upp fyrir alle sammen með endalausu cardio.  Það er skotheld leið til að tæta af sér allan massa.  Miklu frekar að nýta orkuna í að lyfta eins og skepna og byggja upp gæðakjöt.  Umfram allt samt að gæta hófs í nammidögunum, þá lendum við ekki í þessum vítahring.

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.11.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband