What's your excuse?

Þar sem Naglinn var að spretta "wie der Wind" á hlaupabretti í Laugum í morgun kom maður á bretti stutt frá. Naglinn sér útundan sér þar sem maður kemur sér fyrir og hugsar með sér, "Hvaða prik er maðurinn með?"

 Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða blindrastaf enda maðurinn greinilega sjónskertur eða blindur. Maðurinn braut saman stafinn og byrjaði síðan að hlaupa og spretti bara nokkuð úr spori.

Naglinn tekur ofan fyrir fólki sem lætur fötlun sína ekki hindra sig í að hreyfa sig og sinna heilsunni.

 

 Þeir sem hafa fullkomna stjórn á sínum skynfærum en dru.... sér samt ekki til að hreyfa sig ættu að skammast sín ofan í nærbrók við lestur þessa pistils. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 09:48

2 identicon

Nákvæmlega, það er ekki hægt að fela sig á bakvið heimskulegar afsakanir endalaust! það er bara svoleiðis......

Nanna (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég bróka þig í saumó á morgun Ingunn.

Akkúrat Nanna! Svo lengi sem maður dregur ennþá andann er ekki til nein góð og gild afsökun fyrir að hreyfa sig ekki.

Ragnhildur Þórðardóttir, 17.12.2008 kl. 13:59

4 identicon

Er búinn að lesa pistlana þina lengi en aldrei þakkað almennilega fyrir hvatninguna og ráðin sem að þú veitir fólki hér á síðuni. Semsagt takk kærlega. Og svo ætla ég að setja hérna link inná hetjuna mína sem að er ekki að láta hlutina flækjast fyrir sér þó að það vanti útlim eða tvo...

http://www.youtube.com/watch?v=ooQKUYQ_WgQ

Óli Jóns (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:13

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þakka þér fyrir falleg orð Óli. Alltaf gaman að kynnast lesendunum betur og fá kvitterí frá ykkur. Takk fyrir að pósta þennan link, þessi drengur er ótrúlegur, hreint út sagt algjör hetja. Það getur enginn kvartað yfir neinu né afsakað sig með góðri samvisku eftir að hafa horft á þetta myndband. Takk takk fyrir að kynna mig fyrir þessum dreng.

Ragnhildur Þórðardóttir, 17.12.2008 kl. 14:58

6 identicon

Þessi myndbönd eru hrikalega hvetjandi. Ég rakst á myndbandið með Dustin Carter síðast liðið haust þegar ég var að skera niður og sá að maður hefur engar afsakanir. Ég man líka eftir að hafa séð einhverstaðar vefsíðu með fréttum af bodyfitness keppanda sem hefur misst handleggina við öxl og er í ótrúlegu formi. Sælar! Ótrúlega hvetjandi.

ingunn (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:24

7 identicon

Sæl Ragga

 rosalega hvetjandi myndband...

en hvernig ferðu að því að pósta því svona á bloggið hjá þér? ..mer tekst bara að setja linkinn :o(

Fjóla Kristín (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband