Jóla jóla jóla jóla jóla jóla.....

Margir vakna upp við vondan draum þegar þeir átta sig á að þeir eru 10-15 kg þyngri en þeir voru fyrir 5-10 árum. Hvers vegna tekur fólk ekki eftir svona þyngdaraukningu? Rannsókn á vegum National Institute of Health í USA leiddi í ljós að yfir jólahátíðir bætir fólk á sig ½ til 1 kg af líkamsfitu sem það missir svo ekki aftur. Þessi jólakiló safnast saman og á 5-10 ára tímabili eru þau orðin 5-10 kíló. Það hljómar nefnilega ansi illa að bæta á sig 10 kílóum allt í einu en svona hægfara þyngdaraukning er ansi lúmsk og getur haft áhrif á alla, hvort sem fólk er grannt eða ekki.

Það er vel hægt að njóta góðs matar til hátíðarbrigða án þess að bæta á sig áðurnefndum jólakílóum.
Naglinn hvetur alla sem ætla að gera sér glaðan dag í mat og drykk um hátíðirnar að ganga hægt um gleðinnar dyr. Það er í góðu lagi að breyta til og fá sér gott í gogginn en það er óþarfi að belgja sig út af desertum og konfekti alla hátíðisdagana. Eins er lykilatriði að muna eftir að hreyfa sig um jólin. Þá búum við til inneign og höfum við frekar efni á að kitla bragðlaukana. Fyrir utan þá staðreynd að líkaminn fer ekki í jólafrí og þarf því sína hreyfingu sama hvaða árstími er.

Naglinn ætlar að njóta jólanna í Lundúnaborg og að sjálfsögðu verður tekið vel á því í ríki Gordons Brown. Nema að við séum á hryðjuverkalista í líkamsræktarstöðvunum líka….

Naglinn óskar öllum gleðilegra og heilsusamlegra jóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vildi óska þess að heilsuræktarstöðvarnar væru meira opnar um jólin en hey - er það ekki enn önnur lame afsökunin fyrir því að hreyfa sig ekki

soffia76@gmail.com (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 19:45

2 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Aldrei betra að æfa heldur en um jólin þegar maður hefur allan tímann í heiminum!  

Og svo eru hátíðisdagarnir ekki nema 5 ca., óþarfi að nota "jólin" sem afsökun fyrir því að liggja í marineringu í mat og drykk frá 1.des til 3.jan!!! Það má alveg líka borða hollt um jólin, t.d ekkert bannað að fá sér hafragraut í staðinn fyrir macintosh í morgunmat og sonna  allavega finnst mér ágætis prinsipp að byrja alltaf daginn á hollustu, sama hvort það sé nammidagur eða eitthvað annað...

Nóg af tuði frá mér! Góða ferð út og gleðileg jól skvís

Bjarney Bjarnadóttir, 21.12.2008 kl. 20:55

3 identicon

Góða ferð og hafðu það rosa gott úti! Takk fyrir frábæra pistla á árinu, Vonandi kemur þú heim uppfull af hugmyndum af fleiri góðum pistlum fyrir næsta ár:)

Gleðileg heilsujól!

Stína (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Soffía: Flestar líkamsræktarstöðvar eru aðeins lokaðar á jóladag og nýársdag. Þá má bara fara út að hlaupa ;-)

Bjarney: Það þarf ekki að sukka frá morgni til kvölds þó nokkrir dagar á árinu kallist "jólin". Ég sjálf vel mér einn dag um jólin og fæ mér eitthvað gott, annars held ég mig við planið 100%. Sé ekki ástæðu til að breyta út af vananum þó það séu jól. Gleðileg jól, sjáumst hressar í ræktinni eftir jól.

Stína! Takk fyrir það. Ég kem sterk inn með ferska pistla eftir jól. Gleðileg jól sömuleiðis.

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.12.2008 kl. 21:44

5 identicon

... ég er einmitt 5kg léttari núna heldur en seinustu jól. og maður auðvitað ekkert að taka mikið frí í desember frekar en vanarlega.

gleðileg jól

Hulda (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:01

6 Smámynd: Mama G

Gleðileg jól og takk fyrir samstarfið á árinu!

Mama G, 22.12.2008 kl. 16:00

7 identicon

Gleðileg jól skvís ! og hafðu það gott hjá óvinunum í Bretlandi ;)

Nanna (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:26

8 identicon

Sæl mig langaði bara aðeins að forvitnast og sp þig eins og með mataræði fyrir mig:)

Ég borða hvorki ávexti né grammeti og er mikill sælkeri en mig langar til þess að komast í form,fá fínar línur og vöðva:) gæturu ráðlegt mér einhverju með t.d mataræðið og æfingar..

Ætla svo að skoða þessa fjarþjálfun hjá þér

Með fyrir fram þökk

Ólöf (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 05:29

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ólöf! Viltu ekki bara skella þér í fjarþjálfun hjá mér?? Þá get ég farið ítarlega í gegnum mataræðið með þér og látið þig fá gott æfingaprógramm til að byggja upp vöðva.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.12.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband