Kreppa, kreppa, allsstaðar

  Nú er kreppa og allir að spá í aurinn og velta fyrir sér hverri krónu.  Maður hefur heyrt frá mörgum að þeir ætli að spara við sig í "óþarfa" hlutum eins og líkamsræktarkortum.  Sem betur fer eru það ekki margir því samkvæmt kvöldfréttum í gærkvöldi var um 30% aukning í notkun líkamsræktarkorta í World Class eftir bankahrunið.  

Ætli þessi aukningu megi ekki skýra á þann veg að nú sé fólk loksins hætt að vinna fram á nótt til að taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu og hafi loksins tíma til að nýta kortið sitt.  Eins hefur verið mikið rætt um að fólk sem hafi misst vinnuna eigi að hugsa um heilsu sína, hvort sem það er andleg eða líkamleg heilsa.  Naglinn veit um nokkur dæmi um fólk sem hefur misst vinnuna sem hefur byrjað í líkamsrækt í atvinnuleysinu. 

Að lokum er hér einfalt reikningsdæmi fyrir þá sem ætla að spara við sig líkamsræktarkort í kreppunni:  Það kostar þrefalt meira á mánuði að reykja pakka á dag en að eiga kort á helstu líkamsræktarstöðvum landsins.  Reykingamaðurinn finnur einhvern veginn alltaf pening til að kaupa sígarettur, en ætlar svo að "spara" á öðrum vígstöðvum eins og líkamsræktinni.  Fyrir þá sem ekki reykja er það líka dýrara að vera með Stöð 2 á mánuði en að eiga kort í líkamsrækt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá!!! stundum vildi ég að ég reykti BARA til að getað hætt og sparað.. hehe

Fjóla Kristín (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:17

2 identicon

hvað þarf maneskja sem er 150 cm á hæði í minnsta lagi að innbyrgða margar hitaeiningar á dag

sigga (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 14:43

3 identicon

Ég myndi sko selja sjónvarpið mitt ef ég ætti ekki pening til að æfa... ef eitthvað er ávanabindandi þá er það að fara í ræktina og taka á því !!!

Nanna (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 17:51

4 identicon

"The best things in life are free"

Að fara út að hlaupa eða taka léttar æfingar í stofuni heima er bara það besta sem bíðst, góð skemmtun, hreyfing, styttir manni stundir og best af öllu algjörlega kostnaðarlaust!
Líkamsástand og efnahagsástand eru bara að engu leiti tengd fyrirbæri...

Óli Jóns (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 12:02

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sigga! það fer eftir mörgum þáttum eins og þyngd, daglegri hreyfingu, markmiðum o.s.frv.

Helgi! Góð samlíking. Enda er skurður svipað og kreppa, ef kjúklingur væri ekki svona fjandi dýr LOL

Óli! Það má einnig gera ýmsar styrktaræfingar heimafyrir, t.d upphífingar, dýfur, armbeygjur, uppstig o.s.frv. Í staðinn fyrir stöng má hengja tvær skúringafötur fullar af vatni sitt hvorum megin á kústskaft. Um að gera að láta hreyfinguna ekki sitja á hakanum þó það sé kreppa.

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband