21.4.2009 | 17:46
Skyggnst á bak við tjöldin
Í framhaldi af síðasta pistli um einkennilega hegðun í ræktinni fer Naglinn nú bakvið tjöldin, nefnilega inn í búningsklefana. Ástæðan fyrir bloggleysi undanfarinna daga er dvöl Naglans í ríki Elísabetar Bretadrottningar og það var nokkuð athyglisvert að bera hegðun þegna hennar hátignar saman við þegna Margrétar Þórhildar Danadrottningar.
Þar sem Naglinn er eingöngu í kvennaklefunum er hún eingöngu frásögu fær um hegðun kvenna. Danskar kvinnur eru svipaðar okkur Frónbúum þegar kemur að nekt. Þær snara sér hiklaust úr spjörunum fyrir framan kóng og prest, og valsa um á skonsunni inn og út úr sturtuklefanum sem allir eru galopnir með sturtum hlið við hlið eins og þekkist heima. Þurrkun og íklæðning eru heldur ekki feimnismál og sprangað um á brókinni meðan verið er að greiða hár og snurfusa sig.
En annað er uppi á teningnum hjá Tjallanum. Það er eins og að koma í búningsklefa á Viktoríutímanum, slík er blygðunarkenndin.
Í fyrsta lagi eru sturtuklefarnir allir lokaðir, svo hver og ein er með sinn eigin klefa sem lokast.
Í öðru lagi má ekki sjást í neitt hold á meðan farið er í og úr spjörunum.
Naglinn upplifði magnað atriði hvað þetta varðar í síðustu dvöl sinni. Kona ein fór í svartan ruslapoka sem var klipptur í sundur á lokaða endanum á meðan hún klæddi sig úr fötunum. Svo virtist sem hún væri ekki með handklæði meðferðis til að hylja nektina, spurning hvort hún "air-dry" eins og Cuba Gooding Jr. í Jerry Maguire.
Önnur vinkona fór inn í sturtuklefann í öllum fötunum og kom svo fram í öðrum fötum og öll hrein og fín.
Semsagt hún hefur baðað sig OG skipt um föt inni í sturtuklefanum. Róleg í spéhræðsluna vinkona.
Naglinn tekur ekki þátt í svona feluleikjum og fann virkilega fyrir óþægilegum augnráðum breskra kynsystra sinna.
Fjölbreytileiki mannlífsins er líka heillandi viðfangsefni.
Á Íslandi eru 99.9 % lútherskir Aríar svo okkur gefst sjaldan tækifæri til að skyggnast inn í aðra menningarheima.
Til dæmis eru múslimakonur í DK með slæðurnar í ræktinni, alveg sama þó það sé löðursveittur spinningtími. Naglinn getur ekki einu sinni verið með derhúfu né hárband í ræktinni sökum hita og óþæginda.
Þær fara meira að segja í sturtu með slæðurnar. Svolítið kómískt að sjá nakta konu með slæðu í sturtu.
Eins og sjá má hefur Naglinn mjög gaman að því að spá í náunganum í ræktinni.
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er svipað uppá teningnum hjá Frökkum og Bretunum, eða allavega á sundstöðum, ég lenti í því að vera sagt eftir eina sundferð þar á bæ að maður ætti að skipta um föt og fara í skýluna áður en maður færi inní sturtuklefann og ekki fara úr henni aftur fyrren maður væri kominn aftur í skiptiklefann. Og var þetta vegna þess að það voru MYNDAVÉLAR í sturtunum! Fékk með þeim óhugnalegri augnarráðum æfi minnar þegar að ég gekk framhjá afgreiðsluni út af staðnum og sá gömlu konuna sem sat og vaktaði öryggismyndavélarnar...
Óli Jóns (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 08:17
hahaha.... ótrúlega fyndið hvað fólk getur verið spéhrætt, að nenna að klæða sig í sturtuklefanum, þvílíka vesenið!! Ég man líka eftir svona klefasturtum í New York með tjöldum og alles fyrir. Það var mjög svona öðruvísi.
Hrund (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:25
Óli ! Kallinn minn lenti oft í þessu sama í sundlaugunum í Edinborg þegar við bjuggum þar. Þar var honum skipað aftur í brækurnar af verðinum í sturtunum. Þeir sem vildu baða sig á félaganum þurftu að fara í sérstaka sturtuklefa með sturtuhengi.
Hrund! Það voru einmitt svona sturtuklefar í ræktinni sem ég fór í í NYC. Kaninn er álíka spéhræddur og þeir hinum megin við Atlantshafið.
Ragnhildur Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 10:27
Ég æfði sund lengi lengi og ferðaðist víða í tengslum við það svo ég þekki þetta aðeins, það er alveg magnað að fylgjast með fólki frá sumum þjóðum hvað spéhræðslu varðar, alveg eins og þú ert að lýsa hér í þessum pistli þínum! Svona erum við nú ólík eins og við erum mörg í þessum heimi :) skemmtileg lesning...
Íris Edda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 13:57
Snilldin ein eins og venjulega, vonandi áttu eftir að hitta mikiðmikið meira af furðulingum svo við fáum fleiri skemmtilegar sögur ;)
Nanna (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.