Ef þú breytir hvernig þú horfir á hlutina, þá breytast hlutirnir sem þú horfir á.

Kviðæfingar, rífa í járnið, hlaupa eins og vindurinn, minna af rjómasósu, meira af grænmeti.
Leiðin til betri líkama er einföld og hljómar kunnuglega en af hverju er svona erfitt að feta þennan veg?
Af hverju heltast svona margir úr lestinni eftir nokkrar vikur?

Stærsta orsök uppgjafar eru óraunhæfar væntingar um að sjá árangur helst á morgun, svo þeir gefist hreinlega ekki upp á öllu saman.
Hafa verður í huga að aukakílóin komu ekki á skrokkinn á 12 vikum og tekur því ekki einungis nokkrar vikur að ná þeim öllum burtu. Þolinmæði er lykilatriði til að ná árangri. En með því að halda sér við efnið má búast við breytingum eftir aðeins 2-4 vikur.

Ekki má vanmeta mátt hugans í leiðinni að árangri. Með því að breyta hvernig við horfum á hlutina þá breytast hlutirnir sem við horfum á.
Alltof margir sjá holla kosti og hreyfingu sem illa nauðsyn sem felur í sér alltof margar fórnir.
Með því að nota ímyndunaraflið og búa til hollar uppskriftir og hugsa um hvað hollur matur og hreyfing gera líkamanum gott verður mun auðveldara að feta þessa braut. Þeir sem grenja yfir hvað allt hollt sé vont og ömurlegt að mega ekki borða Kókópöffs og hamborgara, hreyfing sé hundleiðinleg og óþægileg. þeir ná aldrei árangri nema að breyta viðhorfi sínu.

Auk fallegra hugsana þarf að setja sér markmið sem auka á jákvæða viðhorfið.
Hreyfing er mikilvæg, ekki bara til að móta líkamann heldur líka til að bæta heilsuna, koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma, styrkja stoðkerfið o.s.frv.
Til þess að fá sem mest út úr æfingunum er nauðsynlegt að stíga út úr þægindahringnum, fá svitann fram á ennið og púlsinn upp. Það er mjög áhrifaríkt að brjóta ákefðina upp í lotur, þar sem skiptast á lotur af lægri og hærri púls. Þannig keyrum við upp fitubrennsluna án þess að finnast við vera að láta lífið af álagi.
Það er nauðsynlegt að svitna, en það þarf ekki að gerast inni á líkamsræktarstöð ef fólk hefur ofnæmi fyrir svoleiðis stöðum. Það má t.d fara í sund, gönguferðir, hlaupa úti, gera styrktaræfingar heima í stofu. Möguleikarnir eru endalausir.

Mistökin sem flestir gera er að fara of hratt af stað og gera of mikið í byrjun og hreinlega springa á limminu, með helauman skrokk af harðsperrum og fá algjört ógeð á öllu saman. Til að ná sínum markmiðum: missa kiló, sentimetra, bæta þol/styrk, er ráðlegt að brjóta þau niður í smærri einingar.

Að vilja sjá árangur “med det samme” eða setja sér of stór markmið er ávísun á uppgjöf. Alltof margir fókusa líka á röng viðmið, t.d að hanga á baðvigtinni á hverjum degi, illa frústreraðir. Þegar fólk byrjar að æfa og sérstaklega að lyfta, þá verður erfiðara að ná kiloatölunni niður því vöðvamassi er þyngri en fituvefur og líkaminn nýtir meiri vökva. Líkamssamsetningin breytist þó kiloin haggist lítið.
Með auknu kjöti verður hærri grunnbrennsla og við lítum öðruvísi út en þegar kilóin eru samsett úr meiri fitu og minna kjöti.
Sentimetrar og ljósmyndir eru mun betri leið til að fylgjast með árangri.
Ekki má svo gleyma árangrinum sem felst í aukningu á styrk og þoli, sem svo skilar sér í bættri heilsu.
Það er innlögn í Gleðibankann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þenna pistil, ég les bloggið þitt á hverjum degi og ég þurfti svo á þessu að halda, er ein af þessum sem vill sjá árangur STRAX og helst í gær...:)

Guðrún (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 08:24

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Guðrún, takk fyrir að kíkja í heimsókn. Vertu þolinmóð, þó þú sjáir ekki dramatískar breytingar þá eru hlutirnir að gerast. Ef maður heldur sér við efnið þá svarar líkaminn, en hann vinnur á skrýtnum hraða, stundum gerist ekkert í langan langan tíma og svo allt í einu kemur rosa kippur.

Getur verið hrikalega frústrerandi... treystu mér ég þekki þetta allt saman.

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.6.2009 kl. 08:27

3 identicon

Takk fyrir frábæran pistil Naglinn minn. Það er líka staðreynd að þegar maður kemst yfir ákveðinn hjalla fer að sjá árangur og uppskera vellíðan, þá hættir mann að langa eða réttara sagt tímir maður ekki að "sukka"   og því síður að sleppa einum og einum degi úr í hreyfingunni.

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 09:33

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

AMEN SISTAH! af hverju að eyðileggja það sem kostaði blóð svita og tár að ná af sér? Bara fyrir augnabliksánægju í túlanum.

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.6.2009 kl. 10:00

5 identicon

Sælar

geggjaður pistill einmitt það sem mig vantaði akkurat núna :o)

Fjólan (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 10:08

6 identicon

Ég þyrfti að lesa þennan pistil hjá þér í hverri viku.

Takk

Greta (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 15:31

7 identicon

vá hvað mér varð hugsað til allnokkura manneskja við þennan lestur! hef verið að fara með minn mat t.d í vinnuna ( vinn á leikskóla) og borða bara það sem ég kem með og ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt:

"vá þessu myndi ég aldrei neinna", "hvernig nenniru þessu?" og " ég hef ekki tíma í svona"

 og alltaf hugsa ég bara að ef maður vill þetta virkilega þá "nennir" maður þessi og maður hefur tíma, þetta eru allt sömu lélegu afsakanirnar hjá fólkinu sem kemst aldrei neitt... og sömu manneskjurnar sem ætla sko aldeilis að taka sig á en detta i sama farið eftir viku því þær fundu hentuga afsökun til að hætta þessu...

Sylvía (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:46

8 identicon

ég er svo innilega þakklát að hafa fengið að kynnast þér og þessari síðu.

hún getur alltaf komið mér á retta braut þegar eg finn að lestin er að fara að beyja í vittlausa átt.

takk fyrir frábæra pistla

Heba Maren (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband