26.8.2009 | 13:43
Bölsót frá Naglanum yfir vigtinni....viðkvæmir lokið augunum
Af hverju skiptir líkamsþyngd þig svona miklu máli?
Hvað segir líkamsþyngd þér? Hún segir þér hvað þú ert þung(ur).
Hver veit hvað þú ert þung(ur)? Þú! Öllum öðrum er alveg sama hvað þú ert þung(ur).
Hver eru markmiðin þegar kemur að þjálfun og mataræði? Í flestum tilfellum er það fitutap eða er það bara þyngdartap. Þetta tvennt er ekki það sama, og það þarf að borast inn í heilann á fólki svo það geti hætt að grenja í hvert skipti sem það stígur upp á hina ógnvænlegu vigt.
Hjá sumum er það eina sem skiptir máli í lífinu að sjá lægri tölu á vigtinni, alveg sama hvaðan þyngdartapið kemur. Alveg sama þó þú lítir nákvæmlega eins út.
Ef þér væri skítsama hvaðan þyngdartapið kemur þá hlýtur það að vera í góðu lagi að samhliða lýsinu fjúki vöðvarnir líka, sem þú eyddir blóði, svita og tárum til að byggja upp. Bara svo lengi sem helv
vigtin fari niður ekki satt??
Neeeiiii
Þú hlýtur að vilja fókusa á FITUtap ekki ÞYNGDARtap. Hvað segir vigtin þér? Hún segir þér eingöngu hvað þú vegur í það skiptið sem þú drattast upp á hana. Hún segir þér ekkert um samsetningu líkamans, líkamsfitu, vöðvavef eða nokkuð annað.
Hjá sumu fólki er sú tala sem poppar á skjáinn mikilvægari en Icesave samningurinn. Af hverju??? Þetta skilur Naglinn ekki.
Það veit enginn hvað þú ert þung(ur), talan verður ekki brennimerkt á ennið á þér eftir hverja vigtun. Hvað notar fólk til að meta útlit þitt? Samsetningu líkamans vöðvar, líkamsfita o.s.frv EKKI þyngdina þína. Fólk veit hvort þú sért í formi eða ekki, ef þú lítur vel út eða ekki út frá tja út frá því hvernig þú lítur út
Segjum að þú missir 2 kg af fitu. Jibbííí
Segjum að þú bætir á þig 2 kg af vöðvum. Það er rosalegur árangur.
En ó nei!!! Talan á vigtinni er sú sama. Nú hefst grátur og gnístran tanna og allt ómögulegt.
Þú ert loser baby, so why dont you kill me
Eða hvað?? Það sem virkar eins og enginn árangur á vigtinni er samt munur á útlitinu um heil 5 kg. Er það ekki annars markmiðið með æfingunum? Að LÍTA betur út?
Mittið er mjórra, mjaðmirnar hafa minnkað, lærin hafa hopað, fötin passa betur, vinir og fjölskylda hrósa þér. En vigtin hefur ekkert haggast
.hhhmmm
enginn árangur í þínum huga af því að einhver heimskuleg tala sem gubbast út úr vigtinni segir að þú hafir ekki náð neinum árangri.
Komm on!!! Er ekki í lagi?? Auðvitað hefurðu náð árangri, og það helling.
Ef mælingarnar eru að fara niður þá ertu að missa fitu.
Ef þú ert minni um þig, fötin passa betur, spegilmyndin er ásættanlegri, og fólk að hrósa þér þá ertu að missa FITU. Fita er þyngd, ef þú ert að missa fitu þá ertu að missa þyngd. Ef þú ert ekki að missa þyngd samkvæmt vigtinni þá ertu að bæta einhverju á þig til að vega upp á móti fitutapinu. Hvað getur það eiginlega verið?? Gætu það verið vöðvar kannski eftir allar lyftingarnar?
Ertu að fara í gegnum hið yndislega ferli þar sem fitutap og vöðvabygging gerist samtímis
.það er auðveldara að komast inn í Vatíkanið í mínípilsi en að komast í þetta ferli, og ef þú ert þar í guðs bænum njóttu þess!
Uppbygging vöðva (þyngd) er semsagt að vega á móti fitutapinu (þyngd). Er það ekki geggjað??
Hvað mótar útlit líkamans? Fitutap og vöðvauppbygging. EKKI bara þyngdartap til þess eins að sjá lægri tölu á vigtinni.
Hættu að tæta hár þitt af bræði ofan á vigtinni og byrjaðu að horfa á merki um að líkaminn líti betur út mælingar, fituprósentu klípur, hvernig fötin passa, aukning í styrk, hrós frá fólki o.s.frv.
Er þetta skilið?? Ókei...gott!!
Meginflokkur: Naglinn | Aukaflokkar: Fjarþjálfun, Lyftingar | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 550730
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ragga, þúsund þakkir fyrir þennan pistil !!!!! Ég er ein af þeim sem þola ekki þessa þrjáhyggju varðandi vigtina !!!!! Það er alveg með ólíkindum hvað margir einblína á kvarða eins og BMI sem ganga út frá vigtinni. Góðir hlutir gerast hægt, erþaðekki ???
Jóhanna G. Ól (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 13:54
hahaha þú ert æði!!
það er ótrúlegt hvað maður hefur einmitt verið alinn upp í því að einblína á vigtina, leinti einu sinni í því að fjölskyldumeðlimur sem hefur þráhyggju gagnvart minni þyngd- sá anorexiusjúkling og hrósaði í hástert, vá hún er ekki nema 45 kíló o.s.frv. vissi svo ekki hvernig hún átti að vera nokkrum vikum seinna þegar grey sjúklingurinn var lagður inn á spítala. það er erfitt að læra að láta vigtina vera þegar maður er alinn upp á vigtinni, en guð minn eini hvað ég er sammála þér og hvað manni líður mikið betur þegar maður gleymir vigtinni í smá stund og er bara sáttur og ánægður með þann árangur sem maður hefur unnið til.
takk fyrir flotta áminningu,
kv.Anna
Anna (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 15:39
Já sveimér þá það er eins og þú hafir fundið á þér atburði morgunsins hjá mér. Er búin að vera í góðum fíling með sjálfa mig undanfarið, búin að sjá fullt af árangri hér og þar, bæði í úthaldi, vöðvastyrk og fleira. Stíg svo á blessaða vigtina í morgun og viti menn, allt við það sama! Ég náttúrlega ranghvolfdi augunum yfir þessu, minnti mig svo á að ég VEIT betur - þarf ekki einhverja vigt til að segja mér hvað er í gangi. Málið er bara að það er svo ríkt í fólki að einblína á kg, kg og aftur kg og gleyma öllu um samsetningu líkamans. Fyrir mig sem hef aldrei rokkað mikið í þyngd, hef verið á sama 5 kg bilinu öll mín fullorðinsár og yfirleitt haggast ekki nema hálft kg til eða frá ert þá er þetta náttúrlega tóm vitleysa að búast við að það hrynji kg einn tveir og þrjúhundruð! Maður bara þarf að hrista þetta af sér og muna hvað vigtin segir manni raunverulega fátt um stöðuna.
Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 17:19
ég er einmitt ný búin að væla yfir þessari yndislegu vigt og þú lést mig heyra það... þannig ég er að læra,læra að láta hana ekki bogga mig eins mikið og hún gerir/gerði...
Frábær pistill og ekki hægt annað en að segja
AMEN við honum !!!!
Heba Maren (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 18:10
Oh þetta er svo frábært :) Brenndi mig svolítið á þessu fyrst, en veit betur núna. Takk kærlega fyrir góðan pistil eins og alltaf, og alltaf koma þeir á réttum tíma :)
nafna (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 19:21
langaði að spyrja líka að einu, er að sveiflast milli lyftinga og hlaupa núna, er ég nokkuð að gera vitleysu með að skipta þessu bara niður, lyfta þrisvar og hlaupa þrisvar í viku?? Finnst geggjað að finna mun á mér í lyftingunum en líka að bæta tímann hjá mér :S
nafna (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 19:37
frábær pistill !!!!!
eins og alltaf :)
ótrúlega gaman að lesa bloggin frá þér :)
Thelma (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 20:42
Heyr heyr!
Jóhanna (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 23:27
Takk fyrir þennan pistil! Ég er ein af þeim sem horfi bara á vigtina og ekkert annað..... skil aldrei í að af hverju það fara svona fá kg eftir allt púlið hehe enn eftir að hafa lesið þennan pistil þá ætla eg að hlusta á minn innri mann og hætta að fara alveg eftir vigtinni. Líka ef maður pælir í þvi eftir á þá eru flestar buxur mans orðnar víðar enn alltaf horfir maður á þessa vigt, alveg magnað.
Karen (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:03
Skilið !!! =)
Nanna (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:15
Snilld!!! Ég dett alltof oft í að horfa á viktina.. má ekki lyfta í korter þá þyngist ég ..... og pirrast svo.... shit hvað maður er ruglaður.... er búin að bæta fullt af massa á mig og þ.a.l. þyngd en passa samt enn í buxurnar
Hulda (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:48
já þessi helv..vigt!!!mjóg góð lesning.
En geturu sagt mér hver er besta brennsluæfingarnar og lyftu?
ólöf (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:07
Það ætti einhver að taka sig til, prenta þennan pistil út og setja upp á annan hvern ljósastaur í borginni, fólki veitir ekki af sparki í rassinn til að átta sig á raunveruleikanum!
Óli Jóns (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 14:54
Snilldar pistill hjá þér og mér leið svo vel að lesa hann!:) Vigt er e-ð sem hefur aldrei verið til heima hjá mér og hef ég alltaf verið móður minni þakklát fyrir það!:p Gerði þau mistök að stiga á vigtina um daginn og fékk sjókk, vinkona mín hálfskammaði mig meiraðsegja:) En þar sem ég er orðinn miklu stinnari en ég hef nokkurn tímann verið áður gæti ég ekki verið sáttari þrátt fyrir kg töluna. Það er stór hvatning að finna og sjá mun.
En Ragga takk fyrir að svara fyrirspurnunum mínum, ætli maður endi svo ekki að lokum á biðlista hjá þér til að fá almennilega hjálp í sambandi við matarræði og kannski hreyfingu líka!:) hehe
Lórey Rán (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 23:42
Takk fyrir þennan pistil Ragga hann hvetur mig áfram er alltaf að einblína á helv vigtina
Margrét (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.