Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hollar salat dressingar

Holl Sesar dressing

 

1 dós hrein jógúrt

2 msk ferskur sítrónusafi

1 tsk ólífuolía

1 tsk hvítvínsedik

1 tsk Dijon sinnep

1 tsk Worcestershire sósa

1 hvítlauksrif

Salt og pipar

 

Blandið vel saman: Sinnepi, sítrónusafa, ediki, Worcestershire,hvitlauk, salt og pipar í matvinnsluvél eða í góðum blandar

Bætið ólífuolíu og jógúrti saman við og hrærið þar til velblandað saman. 

 

Vinaigrette með indversku ívafi

 

1 tsk salt

½ tsk madras karrý

½ tsk pipar

8 msk ólífuolía

5 msk hvítvínsedik

 

Setjið allt í hristara með góðu loki og hristið þar tilhefur blandast vel saman.  Borðiðstrax eða geymið í ísskáp.

 

Hristið vel fyrir notkun

 

 

Basil olía

 

1 stórt búnt basil lauf

1-2 bollar ólífuolía (extra virgin er best)

 

Sjóða vatn í potti

Hafa tilbúna skál með ísköldu vatni

Setja basil í sjóðandi vatn í 1 mín og setja svo í ískaltvatnið í 1 mín

Kreista út vatn og dreifa úr og leyfa að .þorna áþrifsisblaði í u.þ.b 1 klst

Blanda basil og ólífuolíu í matvinnsluvél/blandara þangaðtil orðið slétt og vel blandað. 

Hella í plastílát með loki.

Geymist í kæli í 6 vikur

 

Tarragon Vinaigrette

 

¼ tsk af salti

1 Msk Dijon eða gróft sinnep

¼ bolli hvítvíns edik

¾ bolli Extra Virgin ólífuolía

1 stórt búnt Tarragon (saxa laufin gróflega)

 

Í skál hræra salt við edik og bæta svo sinnepi við og hræraþar til salt er leyst upp.  Hræaraólífu olíu hægt saman við þar til fitudroparnir umlykja vatnsdropana með hjálpsinnepsins.

 

Henda tarragoni saman við og blanda vel saman

Krydda með meira salti og pipar ef þarf

 

Ýmsar skemmtilegar blöndur:

 

Balsamedik

Sinnep

Sítrónusafi

 

Ólífuolía

Balsamedik

Hvítlauksrif

Sinnep (má sleppa)

Salt

Pipar

 

 

Ólífuolía

Vatn

Knorr-mix Balsamico eða Fransk

 

Sýrður rjómi 5% eða hrein jógúrt eða hrein skyr

Knorr mix Græsk

 

Tilbúnar dressingar:

 

Balsamgljái frá Sollu

Belazu Balsamedik (fæst í Nóatúni)

Hvítvínsedik

Jarðarberjaedik (fæst í Hagkaup)

Salsa sósa

 

 


Mýtur, rugl og kjaftæði sem fara í taugarnar á Naglanum - ekki fyrir viðkvæma

• Fólk sem segir “ég hef fitnað, ég þarf að byrja í ræktinni”. Af hverju segir enginn “ég hef fitnað, ég þarf að laga mataræðið” ??? Fitutap gerist ekki í ræktinni, það gerist við matarborðið.

• Fólk sem vill ekki taka þungt og fá reps af því “ég vil ekki massast, ég vil bara tóna” Hvað er að tóna??? Er það að missa fitu svo vöðvarnir sjáist? Hvenig ætlarðu að byggja upp vöðva með 15 + repsum? Áreitið sem þarf til að byggja upp vöðva er örvun á hröðu vöðvaþráðunum í gegnum þungar lyftingar (3-6 reps).

• Fólk sem hangir yfir þrekstiganum og tekur pínulítil skref á táberginu. Hvað ertu að þjálfa? Neðsta hlutann af kálfanum?? Þú brennir miklu meira á því að stíga vel niður í gegnum hælinn…. Work that booty!!

• Fólk sem setur hlaupabrettið í 15° halla og heldur svo í handföngin meðan það labbar, og hallar sér jafnvel afturábak. Þá ertu að taka tilgang hallans í burtu og brennir örugglega 40% minna en ef þú notar hendurnar og stígur vel í gegnum hælinn.

• “Fitna ég ekki af því að borða fitu?” Fita gerir mann ekki feitan. Líkamsfita er ekki það sama og fita í mat. Of margar hitaeiningar gera mann feitan, og algengast er að þær komi úr viðbjóðslegri mettaðri fitu og sykri hjá meðaljóninum. Góð fita hinsvegar er nauðsynleg fyrir fitutap, uppbyggingu og kemur við sögu í nánast allri líkamsstarfsemi. Af hverju eru þá ekki fleiri að borða góða fitu? Svo á fólk ekki í vandræðum með að gúffa í sig einni með öllu með mettaðri fitu fyrir allan peninginn.

• “Misstu 10 kg á 20 dögum”, “ Garanterað 6kg tap á 3 vikum” svona hljóða margar tímaritafyrirsagnir og auglýsingar um fitubrennslutöflur, megrunarkúra o.fl. Af hverju er fókusinn alltaf á kílóin? Þeir sem lyfta eiga erfiðara með að losna við kílóin, en sentimetrarnir hins vegar hrynja af með aukinni grunnbrennslu. Eru það ekki þeir sem skipta meira máli? Er kílóatalan tattúveruð á ennið á fólki? Nei, Hvaða andsk… máli skiptir þá hvað maður er þungur?

• “1500 hitaeiningar á dag til að missa fitu”. Er alveg sama hvort þú sért 110 kg karlmaður eða 60 kg kona? Eru hitaeiningar semsagt “one size fits all”? Eyðir stærri vél í bíl ekki meira bensíni? Það sama gildir um líkamann, stærri og þyngri líkami brennir meiru og þarf því meiri orku.

• “Ég verð bara extra-dugleg(ur) í ræktinni í næstu viku, þá er allt í lagi þó ég svindli á mataræðinu”. Það er ekki hægt að æfa af sér heila sukkhelgi eða 3-4 svindl á viku. Þá er einfaldlega verið að moka í botnlausa fötu og í besta falli stendur fólk í stað, en í flestum tilfellum fer það mörg skref afturábak í árangri. Hversu margir standa svo í raun við stóru orðin???

• Afsakanir!!! “Ég hef bara ekki tíma til að fara í ræktina.” Ekki það nei? Er brjálað að gera hjá þér kl. 0600? Sama fólk er yfirleitt á kafi í öllum sjónvarpsþáttum undir sólinni. “Mér finnst bara kjúklingur/fiskur/hafragrautur ekki góður á bragðið.” “Mér finnst svo leiðinlegt að borða kjúkling/fisk/eggjahvítur…” Eins og Gunnery Sergeant Hartmann sagði í Full Metal Jacket: "Were you born a fat, slimy, scumbag puke piece o' shit, Private Pyle, or did you have to work on it? " Fólk fær ekki bréf frá Hagstofunni sem segir að það sé orðið feitt og úr formi. Það gerist yfir langan tíma. Að ná lýsinu af sér krefst vinnu alveg eins og það tók vinnu að koma því á skrokkinn.

• Konur sem mæta málaðar í ræktina kl. 0600. Hvenær vakna þær eiginlega? Hver er eiginlega tilgangurinn? Ef þér er alvara með þjálfuninni þá svitnarðu eins og gylta á fengitímanum og viltu þá líta út eins og Jókerinn með maskaratauma? Eða ertu í ræktinni til að fara á skíðavélina í 20 mínútur og dúlla þér svo í boltunum á eftir?


« Fyrri síða

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband