Færsluflokkur: Fæðubótarefni
13.3.2008 | 14:38
Sterar
Hvað eru sterar? Sterar er íslensk þýðing á orðinu steroids, sem er stytting á anabolic-androgenic steroids (AAS). Sterar er fjölskylda af hormónum sem innihalda karlhormónið testósterón, ásamt tugum annarra testósterón afbrigða.
Í kringum 1950 uppgötvuðu afreksíþróttamenn að sterar gætu aukið vöðvavöxt alveg gríðarlega. Vöðvabyggjandi áhrif stera felast í eiginleika þeirra að halda í prótín sem eins og við vitum er byggingarefni vöðva.
Neysla á sterum ein og sér getur samt ekki byggt upp vöðva. Það er nauðsynlegt að æfa mikið og borða mikið til að þeir hafi áhrif. Á sterum jafnar líkaminn sig mun fyrr eftir æfinguna en þegar hann er hreinn, svo það er hægt að æfa oftar og meira. Raunar geta steranotendur æft svo mikið að það myndi teljast til bullandi ofþjálfunar hjá þeim sem eru hreinir.
Á árunum 1960-70 voru það eingöngu íþróttamenn sem notuðu stera en seint á áttunda áratug síðustu aldar urðu bandarískir menn varir við þá miklu vöðvaaukningu sem þeir gátu náð með neyslu á sterum. Neysla stera færðist þannig frá lokuðu samfélagi afreksíþrótta yfir í líkamsræktarstöðvar og á götuna.
Þar sem fyrsta kynslóð steranotenda er að komast yfir 50 ára aldurinn er nú fyrst hægt að gera rannsóknir á langtímaáhrifum steranotkunar á líkamlega virkni, til dæmis á hjarta -og æðakerfi, taugakerfið, líffærin og geðræn áhrif steranotkunar.
Hjarta- og æðakerfið: Sífellt fleiri rannsóknir sýna að neysla á sterum hefur víðtæk áhrif á hjarta- og æðakerfið. Til dæmis háþrýstingur og hjartaöng. Mjög áberandi er að vinstri gátt hjartans (megin dælustöð blóðs í hjartanu) er umtalsvert stærri hjá steranotendum miðað við samanburðarhóp. Önnur algeng aukaverkun steranotkunar er aukið LDL kólesteról og minna HDL en það getur stuðlað að þrengingu æða sem að lokum veldur kransæðastíflu. Það sem veldur miklum áhyggjum út frá lýðheilsusjónarmiði er að mörg þessara einkenna koma oft ekki fram fyrr en löngu eftir neyslu á sterum.
Áhrif á taugakerfið: Langtíma notkun á sterum bælir HPT (hypothalamic-pituitary-testicular) ferlið. Ófrjósemi og þunglyndi eru ein af afleiðingum langvarandi HPT bælingar.
Geðræn áhrif: Rannsóknir sem hafa verið gerðar á rannsóknastofum sem og rannsóknir gerðar utan veggja þeirra í náttúrulegu umhverfi þátttakanda hafa sýnt að sterar valda manískum einkennum á meðan neyslu stendur og þunglyndiseinkenni eru einn þáttur af fráhvarfseinkennum frá sterum.
Skorpulifur: Hækkun á kólesteróli er eins og áður sagði einn af fylgifiskum steraneyslu. Það getur valdið því að fita safnast upp í lifur og í miklu magni getur þetta ástand leitt til skorpulifur. Þegar fita myndast í lifur er það vanalega merki um að eitthvað óeðlilegt er í gangi í líkamanum.
Aðrar algengar aukaverkanir steranotkunar:
Karlmenn: Eistu minnka, sæðismagn minnkar, ófrjósemi eins og áður sagði, hármissir, myndun brjósta
Konur: skeggvöxtur, blæðingar hætta, snípur stækkar, dýpri rödd
Þekkja má steranotendur út frá nokkrum algengum einkennum:
- Skyndileg og hröð þyngdaraukning og vöðvavöxtur
- Fjólubláar eða rauðar bólur á líkamanum, sérstaklega á andliti og baki
- Bjúgur á fótum og neðri fótleggjum
- Skjálfti
- Dekkri húð án skýringa (ekki vegna ljósabekkjanotkunar eða sólbaða)
- Andremma
- Aukning í skyndilegum bræðisköstum
Heimildir
Melchert RB, Welder AA. Cardiovascular effects of androgenic - anabolic steroids. Med. Sci. Sports and Exercise, 1995: 27: 1252-1262
Long term Effects of Anabolic-Androgenic steroids. Harrison G Pope, Harvard Medical School, November, 2007
Cohen LI et al. Lipoprotein (a) and cholesterol in bodybuilders using anabolic-androgenic steroids. Med Sci. Sports and Exercise, 1996, 28 (2): 176-179
Elevated AST ALT to nonalcoholic fatty liver disease: accurate predictor of disease prevalence? American Journal of Gastroenterology. 2003, May, 98 (5). 955-6
Fæðubótarefni | Breytt 3.11.2008 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2008 | 16:14
ZMA
Hvað er Zink ?
Zink er flokkað sem nauðsynlegt steinefni. Margar fæðutegundir innihalda zink t.d mjólk, ostrur, rautt kjöt, spínat, hnetur, hafrar og baunir.
Hvað gerir Zink fyrir líkamann ?
Zink styrkir ónæmiskerfið og er nauðsynlegt fyrir skiptingu fruma, vöxt þeirra og viðgerð. Zink sér líka um að brjóta niður alcohol í lifrinni og hjálpar til við meltingu og framleiðslu prótíns.
Það kemur einnig við sögu í mörgum ensímaferlum og hjálpar líkamanum við lsoun hormóna eins og vaxtarhormóna, testósterón, insulin og estrogen. Eins viðheldur zink eðlilegu kólesteról magni í líkamanum.
Hvað gerist ef líkaminn fær ekki nóg Zink ?
Skortur á zinki hefur áhrif á nýtingu og upptöku prótíns og getur því valdið vöðvarýrnun. Vöðvaþol, styrkur og heildar vinnugeta vöðvans minnkar þegar skortur er á zinki í líkamanum.
Rannsóknir sýna að þeir sem stunda stífar æfingar eru líklegri til að skorta Zink en þeir sem æfa lítið eða ekkert. Eftir erfiða æfingu minnka nefnilega bæði zink og magnesium birgðir líkamans verulega.
Margir líkamsræktariðkendur fá ekki nægilegt magn af zinki úr fæðunni og geta því notið góðs af því að taka það inn aukalega.
Hvar fæ ég Zink í bætiefnaformi ?
ZMA er bætiefnablanda sem fæst annaðhvort í töflu- eða duftformi og inniheldur zink, magnesium og B6 vítamín.
ZMA er þróuð með vöðvavöxt og styrktaraukningu í huga.
Talið er að inntaka ZMA auki magn testosterone og vaxtarhormóna í líkamanum og stuðli þannig að auknum vöðvastyrk.
Ein rannsókn sýndi að fótboltamenn sem tóku ZMA á kvöldin í 8 vikur höfðu 2.5 sinnum meiri vöðvastyrk miðað við hóp sem tók lyfleysu (Brilla, L., Medicine and Science in Sports and Exercise, vol 31, 5, 1999).
Betri svefn er annar kostur við inntöku ZMA. Ráðlagt er að taka ZMA 30-60 mín fyrir svefn og margir segjast sofna fyrr og sofa dýpra þegar þeir taka ZMA.
Fæðubótarefni | Breytt 4.11.2008 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.12.2007 | 10:14
BCAA... Very very important mæ frend
Prótín veitir líkamanum byggingarefni fyrir vefi, aðallega fyrir vöðvavefi.
Þetta byggingarefni kallast amínósýrur en prótín er samsett úr keðjum amínósýra, sumar framleiðir líkaminn sjálfur en aðrar þarf hann að fá úr fæðunni.
Þær sem líkaminn getur ekki búið til sjálfur kallast BCAA og nefnast isoleucine, leucine og valine.
Til þess að aminosýrur nýtist til uppbyggingar vefja forðast líkaminn að nota prótín sem orkugjafa í hvíld og brennir frekar kolvetnum og fitu.
Í átökum, eins og þegar við lyftum, notar líkaminn einnig kolvetni og fitu til að knýja sig áfram en líka prótín og þá aðallega BCAA amínósýruna leucine.
Þess vegna er mikilvægt að taka inn aminosýrur fyrir og eftir æfingu til að tryggja nægilegar birgðir af BCAA í líkamanum fyrir átökin, sérstaklega af leucine. Þannig komum við í veg fyrir vöðaniðurbrot og BCAA geta sinnt hlutverki sínu að byggja upp vöðva.
Fæðubótarefni | Breytt 4.11.2008 kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.8.2007 | 08:37
Bætiefni Naglans
Mátti til með að skella inn einni mynd af bætiefnaflóru Naglans. Vantar reyndar eina dollu af ZMA inn á myndina. Eldhúsáhöldin fá líka að njóta sín þarna í bakgrunninum. Ef maður væri nú bara tölvunörd og gæti photoshoppað svona hluti í burtu og gert myndina meira commercial. En þar sem tæknileg fötlun hrjáir Naglann þá verðið þið bara að horfa fram hjá ostaskera og skurðbretti .
Fæðubótarefni | Breytt 4.11.2008 kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2007 | 09:31
Páskaeggjaát framundan
Það fer í taugarnar á mér að heyra auglýsingar eins og er í gangi núna á Bylgjunni fyrir fitubrennsluefnið Hydroxycut. Þar er lagt upp með að þú þurfir ekki að fitna um páskana, því Hydroxycut kemur í veg fyrir að þú fitnir. Hvernig getur eitthvað duft í hylki úr fabrikku í Norður-Ameríku komið í veg fyrir að maður fitni? Slíkar skyndilausnir eru sagðar auka grunnbrennslu líkamans þannig að hann brenni fitu hraðar, en ekki hefur enn verið vísindalega sýnt fram á að þetta gerist í raun og veru.
Auglýsingin er sett upp á blekkjandi hátt þar sem neytandanum er talin trú um að með því að gleypa Hydroxycut dufthylki um páskana geti hann slafrað í sig páskaegg númer 7 frá Nóa án þess að bæta grammi af fitu á mjaðmir og rass. Það er sorglegt hve margir gleypa við svona yfirlýsingum eins og nýju neti, rýkur út og kaupir dollu af Hydroxycut dýrum dómum. Svo situr fólk eftir með sárt ennið og feitari rass, súkkulaði út á kinn og hálftóma Hydroxycut dollu (og hálftóma buddu). Eins leiðinlega og það hljómar þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að við fitnum af páskaeggjaáti en mun ódýrari leið (og sem virkar) til að losna við eggið af rassinum er að hreyfa sig bara meira í næstu viku. Við eigum þess vegna alls ekki að neita okkur um páskaegg um helgina, við sem hreyfum okkur reglulega eigum það þokkalega skilið.
Gleðilega páska!
Fæðubótarefni | Breytt 4.11.2008 kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar