Þrekmeistarinn 5. maí 2007

Jæja nú eru akkúrat 2 mánuðir í Þrekmeistarann, og ég er alveg á fullu að æfa greinarnar, enda er ég að fara bæði í einstaklings-og liðakeppnina.  Já ég veit að ég er geðveik, en langamma sagði að maður á alltaf að sækja á brattann, því auðveldasta leiðin er leiðin til uppgjafar.

  Ég þarf að bæta mig í þrekhjóli og róðri, þær tvær greinar drógu mig aftur úr síðast.  Af því þær tvær eru fyrstar þá er svo mikilvægt að klára þær á góðum tíma til að ná góðu forskoti á andstæðinginn, án þess þó að sprengja sig því maður þarf að hafa orku í hinar átta greinarnar.  Ég vona að spinning manían mín undanfarna mánuði skili sér á þrekhjólinu, en róðurinn hef ég eiginlega ekkert æft enda er græna sjónvarpsmarkaðs-róðravélin í Hreyfingu ekki upp á marga fiska.  Ég fer samt stundum í World Class og tek hana þar, en þarf að gera meira af því næstu tvo mánuði.

 Ég hef ekki miklar áhyggjur af síðustu tveimur greinunum sem eru hlaup og bekkpressa, ég er ágæt í þeim báðum og heimtaði líka að taka þær í liðakeppninni og fékk því framgengt.  Það getur stundum borgað sig að vera frekur Blush

Helv... armbeygjurnar eru líka veikur blettur hjá mér, en það er eingöngu sökum æfingaleysis því mér finnst fátt leiðinlegra í þessu lífi en að gera armbeygjur, nema ef vera skyldi róðravélin.  Sem er auðvitað fáránleg afsökun og til skammar fyrir Nagla, og því stefni ég á að bæta mig þar.

Ætla svo ekki allir að mæta norður 5. maí og hvetja Naglann til dáða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 549163

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband