Flensa smensa.... hlusta ekki á svona kjaftæði

Nú er Naglinn í bullandi sjálfsblekkingu og afneitun því kvef og flensa eru að herja á skrokkinn en hugurinn segir "Nei nei nei.... Naglar verða ekki veikir". 

Þrátt fyrir stútfullar ennisholur, hita og beinverki var samt tekin brennsla í morgun en ég held að ég þyrfti að vera við dauðans dyr til að sleppa ræktinni.  Vona bara að ég hafi svitnað sýklunum út.

Minn heittelskaði ráðlagði mér að fara ekki í vinnuna og vera bara heima, en ég hélt nú ekki.  Hafði ekki heyrt annað eins rugl um dagana, ég myndi bara drepast úr leiðindum.  Ekki nema ég væri hálf-meðvitundarlaus gæti ég hangið heima hjá mér alein í heilan dag.  Það er bara mannskemmandi. 

Þá er nú skárra að drattast í vinnuna og gera eitthvað gagn í þágu samfélagsins. Þar sem heilinn minn er nokkurra % öryrki í dag virðist gagn mitt hér samt aðallega felast í að skrifa inn bloggfærslur og vafra á vefnum. 

Hey! At least I'm getting paid!!  

Góða helgi gott fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilega ekki mikið verið að hugsa um hina sem Naglinn gæti smitað af flensu og viðbjóði með þrjósku sinni

Ingunn (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Tja, þetta er góður punktur en við skulum líta á þá staðreynd að einhver smitaði mig með sinni þrjósku.....hhhhmmmm.

Ragnhildur Þórðardóttir, 23.3.2007 kl. 10:58

3 identicon

Hehehe...túsjey

Ingunn (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 13:46

4 identicon

Þú ert sannkallaður NAGLI..  Skil þig annars vel með að vilja ekki fórna ræktinni. Er sjálf bara nýlega komin í gang (aftur) við að vinna markvisst í ræktinni og get heldur ekki hugsað mér að missa úr dag. Annars ágætis punktur hjá Ingunni með að smita aðra

Þakka þér svo fyrir góðan pistil um lotuþjálfun. Ég er ákveðin í að prófa þetta á næstu dögum  

Óla Maja (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 00:08

5 identicon

Hæ, ætla rétt að vona að þú takir samt góða vogarhelgi með afslöppun og nautnalíferni. Annars er ég með spurningu varðandi færlsu frá 16. mars: Hvað ef púls mælist hærri en hámarkspúls, hlýtur það ekki að vera hinn raunverulegi hámarkspúls, og á maður þá að æfa á no more than 90% af þeim púlsi? Ég er nefnilega 28 (going 29) og púlsinn minn hefur allnokkru sinnum mælst um og yfir 210 slögum á mín. Enginn sem ég hef spurt hefur átt svör við þessu en það sakar ekki að spyrja naglann...

Maria Mjoll (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 00:27

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

María Mjöll mín, hér kemurðu því miður að tómum kofanum hvað þennan ofurháa púls þinn varðar.  Ég hef aldrei vitað til þess að fólk sé með svona háan púls í hvíld.  Ég ætla nú samt að fara á stúfana og athuga hvort ég geti ekki aflað mér einhverra upplýsinga um svona ástand.  En nokkrar spurningar fyrir þig: Hverjir hafa mælt púlsinn í þessi skipti? Með hverskonar græjum? Kom þetta bara fram meðan þú varst ólétt? Hefurðu upplifað hjartsláttartruflanir, og hvernig er blóðþrýstingurinn hjá þér? 

Ragnhildur Þórðardóttir, 26.3.2007 kl. 09:22

7 identicon

Takk fyrir að kíkja á málið. Þetta er nú bara mitt eðlilega ástand, þ.e. hefur verið svona frá því í píptestunum í MR í gamla daga (þá var púlsinn yfir 220). Í dag nota ég púlsmæli frá pulsar (getur það ekki verið) og fer í svona háan púls við álagsæfingar eins og sipp. Ég sat nú aðallega eins og klessa á óléttunni svo ekki fór púlsinn mjög hátt þá. Er með lágan blóðþrýsting (ekki of lágan, bara mjög góðan) og hvíldarpúlsinn er um 60 og hjartsláttartruflanir hafa ekki gert vart við sig. En ég hef nú svo sem ekki stórar áhyggjur, bara forvitin að vita hver æfingarpúlsinn minn ætti að vera þar sem maður blæs varla úr nös ef maður notast við formúluna 220-aldur etc.

Maria Mjoll (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 10:11

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég er búin að kanna málið og í ljós kom að blessaður einstaklingsmunurinn er hér á ferð.  Sumir hafa víst mjög háan æfingapúls, og mega alveg við því að bæta við 10-20 slögum við sinn hámarkspúls (220-aldur).  Aðrir komast aldrei upp í sinn hámarkspúls, sama hve mikið þeir djöflast (ég er í þeim hópi).  Svo þú skalt ekki miða við þessa formúlu.  Það er mun betra fyrir þig að miða við Borg skalann, þar sem 1 er skítlétt og 10 er við dauðans dyr af álagi.  Ágætt er að miða við að vera á bilinu 7-10, semsagt að taka á því, geta ekki haldið uppi samræðum, fá súrefni gegnum munninn og í hámarksálagi getirðu ekki haldið út meira en mínútu (óháð því hvaða tala stendur á púlsmælinum).

Vonandi hjálpar þetta eitthvað skvís.

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.3.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband