Upp er runninn nýr dagur með ný tækifæri

Jæja kominn mánudagur og ljúf helgi að baki. 

Við skötuhjúin vorum sérlega menningarleg þessa helgina og skelltum okkur bæði í leikhús og í bíó.  Sáum Eilíf hamingja í Borgarleikhúsinu, og það var alveg brilliant stykki.

Í bíó sáum við alveg frábæra franska mynd með Audrey  Tautou úr Amelie á Kvikmyndahátíðinni í Háskólabíó.  Myndin heitir Or de Prix (held ég, menntaskólafranskan aðeins farin að ryðga).   

Naglinn fór í ræktina báða dagana og svitnaði flensuskítnum út enda var ég eins og nýsleginn túskildingur í morgun og tók brjálaða lotuþjálfun á brettinu.  Laugardagsæfingin var reyndar frekar erfið enda var ég ennþá frekar slöpp og hvæsti og blés eins og búrhveli á skíðavélinni.  Skellti mér í World Class á sunnudaginn og mér finnst ég alltaf vera pílagrími kominn til Mekka þegar ég æfi þar.  Tækin þar eru svo geggjuð að þau brenna nánast fyrir mann og öll aðstaða svo flott.  Ég hlakka mikið til þegar Hreyfing flytur í nýja húsnæðið og verður samanburðarhæft við Laugar.

Svo var ég extra dugleg í mataræðinu um helgina og eina svindlið var einn sopi af Coke Light, en annars hélt ég bara sama mataræði og á virkum dögum.  Mér finnst stundum of mikið að svindla allar helgar, því mér finnst ég ekki vera búin að ná af mér sleninu frá helginni á undan þegar það er aftur komin helgi.  Því tek ég stundum tarnir þar sem ég svindla bara aðra hverja helgi og þá finnst mér ég eiga það meira skilið þegar loks rennur upp stund vellystinga.  Þá er líka minni líkur á að svindlið sitji eftir á mjöðmum og rassi því fitufrumurnar eru alveg tómar og geta því tekið við meiru en þegar þær eru ennþá í vímu eftir ævintýrið helgina á undan.

Veit ekki alveg hvort ykkur finnst þetta "meika sens" en þetta er allavega mín reynsla af nammidögum.  Reyndar verður að taka með í reikninginn að magnið sem ég borða á nammidögum er ábyggilega svipað og hjá meðal súmóglímukappa svo kenning mín um að taka nammidag aðra hverja helgi á líklegast ekki við um alla Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 549159

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband