Af hverju ekki nammidagar með ZERO bumbu??

Alltaf jafn gaman á mánudögum, eða þannig....Rassinn er heldur sunnar en hann var fyrir helgi, og bumban skríður yfir buxnastrenginn.  Franska súkkulaðikakan og fleiri ljúffengar veitingar í matarboðinu runnu einum of ljúflega niður á laugardagskvöldið.  Að sjálfsögðu tók græðgin öll völd eins og vanalega og það var nartað svolítið í leifarnar á sunnudaginn yfir síðasta þættinum af Prison Break. Hann endaði nú ekki alveg nógu vel fyrir Scofieldinn minn.  Nú bíður maður bara spenntur hvort að það komi ekki 3. sería, allavega gaf endirinn það til kynna.

Ég skráði mig til keppni í Þrekmeistaranum í morgun, svo nú verður allt gefið í botn enda ekki nema 12 dagar til stefnu.  Ég verð hæstánægð með að bæta tímann minn frá því í haust, en annars ætla ég ekki að vera með neinar yfirlýsingar um hvert takmarkið er, því þá lít ég bara illa út ef það næst ekki.

Armbeygjurnar eru ennþá slappar hjá mér, en þessir spaghettí handleggir mínir linast bara upp eftir 15-20 armbeygjur og geta bara ekki meir nema að hvíla smá stund.  Þetta fer ekki lítið í taugarnar á mér og ég þrjóskast bara á móti þar til ég get ekki meir Angry.   

Hins vegar hef ég bætt mig talsvert bæði á róðravélinni og á þrekhjólinu en eftir að ég byrjaði að æfa í Klassanum hef ég tekið þessi tvö tæki á hverjum degi.  Vonandi vinna þau á móti slappleikanum í armbeygjunum Blush.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég mæli með nitro tech til að auka armbeygjurnar, gagnaðist mér vel en kannski of seint því það eru bara 12 dagar í mót.

hrannar (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 14:44

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir þessa ábendingu en ég er búin að vera á EAS kreatíni í langan tíma og hef aukið alhliða styrk allverulega síðan ég byrjaði á því, en ég held að slappleikann í armbeygjunum megi að mestu leyti rekja til skorts á æfingu í þeim .  Nú verða það armbeygjur á hverjum degi fram að móti..... vonandi ekki of seint í rassinn gripið.

Ragnhildur Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 13:27

3 identicon

TAKK fyrir ÆÐISLEGT matarboð.. :) þvílíkt og annað eins.. greinilega ósýnilegur vínkjallari í Hlíðunum..! Stefnum að þessu aftur sem fyrst.. Gangi þér vel að æfa fyrir mótið frk. duglegust! :D

Eibí (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 17:50

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hey skvís, takk kærlega fyrir síðast sömuleiðis. Mikið var gaman hjá okkur og þvílíkt magn innbyrt af mat og Guðaveigunum....úúúfff.... sem betur fer er vínskápur frú Lilju ansi drjúgur. Verðum endilega að endurtaka leikinn með sama hóp enda miklir stuðboltar á ferð.

Ragnhildur Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband