Spegill, spegill, herm þú mér....

Ég ráðlegg fólki sem er að gera heilsusamlegar lífsstílsbreytingar að henda vigtinni út í hafsauga.  Þrátt fyrir þessar predikanir freistast ég sjálf alltof oft og uppsker aldrei neitt nema svekkelsi enda er talan sem kemur upp á vigtinni aldrei sú rétta. 

Fitumælingaklípur, fötin manns, spegilinn og eigin líðan eru miklu betri mælikvarði á hvort árangur hafi náðst af öllu púlinu og hollustunni heldur en vigtarskömmin. 

Gott dæmi er reynsla mín í morgun en þá asnaðist ég einmitt upp á gamla vigtarjálkinn í Hreyfingu og var alveg viss um að nú væri kellingin orðin létt sem fiður.  En neineinei, þyngdin er í sögulegu hámarki og með þá tölu í hausnum var ég orðin flóðhestur sem trampaði á brettinu. 

Þegar heim var komið var mjónupilsið (rykfallið) dregið út úr fataskápnum, og stund sannleikans runnin upp.  Fyrir mánuði síðan komst ég ekki í þetta helv... pils nema að smyrja líkamann með smurolíu, fá svo kranabíl til að hysja það yfir afturendann, en hefði samt ekki getað rennt því upp. 

En viti menn! Í morgun passaði pilsið eins og flís við rass, þrátt fyrir að kellingin sé 5 kg þyngri en þegar það var keypt og notað sem mest.  Ekkert mál að renna upp og meira að segja smá bil frá maga að streng svo inn- og útöndun var gerleg. 

Af þessu má sjá að líkamsþyngd er algjörlega afstæð og helst engan veginn í hendur við útlit okkar.  

Þyngd getur rokkað dag frá degi og jafnvel frá morgni til kvölds.  Líkamsþyngd er háð ýmsum þáttum eins og vökvasöfnun í líkamanum, hvað var borðað yfir daginn, tíðahring, hægðum, vöðvamassa o.fl.  Fyrir okkur sem lyftum lóðum og vöðvamassi kominn í stað fitu er eðlilegt að þyngjast aðeins og tala nú ekki um ef stundaðar eru þungar lyftingar.  Því meiri vöðvamassi, því meiri hitaeiningum brennum við, hvort sem er í hvíld eða átökum.  Það hefur verið sýnt fram á að með því að bæta á sig 1,5 kg af vöðvamassa aukum við brennsluna um 120 hitaeiningar á dag, sem eru 3.600 hitaeiningar á mánuði!!  

Af hverju einblínum við (konur) svona mikið á einhverja tölu?  Hvaða andsk... máli skiptir hún fyrir líf manns og hamingju?  Þyngdin er ekki brennimerkt á ennið á okkur, það mun enginn senda okkur hæðnisbréf um þyngdina, né úthrópa okkur úti á götu.   

Er ekki mikilvægara að líða vel í líkama sínum, sáttur við sjálfan sig, í góðu formi, hraustur og heilbrigður frekar en að eltast við einhverja óskaþyngd?  Lífið er einfaldlega of stutt til þess! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr... já við verðum að hætta að horfa á þessa helv** vigt!! gallabuxur og mjónupils er eitthvað sem við eigum að nota frekar!! vera sáttur.. ohh það hljómar vel

Kristjana (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 15:14

2 identicon

Glæsilegt blogg hjá þér og gaman að lesa það og margt gott og þarft sem í því er sagt   Á örugglega eftir að kíkja á þig aftur.

Assa (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 00:39

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já Kristjana mjónupilsið klikkar ekki þegar maður er í fýlu út í vigtina.... en hvenær ætli maður verði sáttur??  Er maður ekki alltaf að stefna að einhverju óraunhæfu mjónu-markmiði sem aldrei næst, sama hve mikið er púlað og djöflast?

Assa!  Takk fyrir það, og takk fyrir að kíkja í heimsókn.  Alltaf gaman að fá nýja lesendur.  Velkomin!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 4.5.2007 kl. 10:56

4 identicon

þú ert svo fróð á þessu svið en hvernig er þín uppskrift að fá sixpack á sem skemmstum tíma, er í flottu formi nema vantar herslumuninn upp á sixpack.

 segðu mér:) annars takk fyrir skemmtilega síðu

hrannar (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 12:13

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæll Hrannar og takk fyrir hrósið.  Ég hef enga töfralausn um six-pack, því miður .  Annars væri ég líklega sjálf með þvottabretti, en það virðist alltaf vera óhreinatau ofan á mínu .  Það er alltaf sama gamla tuggan.... borða rétt, æfa rétt, drekka nóg af vatni...þú þekkir þetta allt saman örugglega.  Annars væri nú gaman að fá að heyra hvað þú ert að borða og hvernig þú æfir og kannski get ég hjálpað þér út frá þeim upplýsingum (meilið mitt er rainythordar@yahoo.com).  Oft er herslumunurinn fólginn í smá breytingum á mataræði, æfingum (t.d að bæta við brennslu) o.s.frv.  Six-packinn er þarna undir en það vantar kannski bara niðurskurð til að fá hann fram, sem getur verið að auka brennsluæfingar eða kötta aðeins í mataræðinu.

Láttu endilega í þér heyra!

Ragnhildur Þórðardóttir, 4.5.2007 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 549168

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband