4.5.2007 | 13:29
Með hnút í maga
Nú eru bara 24 tímar í Þrekmeistaramót og kvíðahnúturinn í mallanum stækkar með hverri mínútunni og er á leiðinni alveg upp í kok.
Mér líður eins og í gamla daga þegar ég var að fara í erfitt próf í skólanum, alveg að farast úr stressi og búin að ímynda mér að allt hið versta geti gerst. Að ég fótbrotni á brettinu, gubbi í róðrinum, falli í ómegin í uppstiginu, ég verði of lengi og þurfi að víkja úr brautinni með skömm. Ég var miklu afslappaðri fyrir mótið í haust, en þá var ég líka að keppa í fyrsta skipti svo ég gerði í sjálfu sér engar kröfur til sjálfrar mín. Þá vildi bara taka þátt og sjá hvernig mér gengi. En nú vil ég gera betur en síðast, og ég verð svo svekkt út í sjálfa mig ef ég næ ekki því takmarki, og þá er maður bæði sökudólgur og fórnarlamb á sama tíma sem er ekki gott andlegt ástand . En á milli niðurfallskastanna reyni ég að hugsa á jákvæðum nótum og minni sjálfa mig á að aðalatriðið er að njóta þess að vera nógu hraust til að geta tekið þátt í svona keppni. Því það eru auðvitað forréttindi að geta hreyft sig, og við sem göngum á báðum fótum jafn heilum pælum aldrei í því að fullt af fólki hefur ekki einu sinni þann kost að fara í ræktina og púla sökum fötlunar eða veikinda. Þeir sem hreyfa sig aldrei og eru 100% heilbrigðir á sál og líkama ættu aðeins að pæla í þessu!!
En á morgun ætla ég bara að taka Naglann á þetta alveg brjáluð og gera mitt besta og aðeins betur ef það er það sem þarf....
Góða helgi gott fólk!!
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gangi þér vel!!! þú massar þetta naglinn þinn!
Lovísa (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 13:44
Takk fyrir peppið Lou.... ég mæti til leiks í brjáluðum ham!!
Ragnhildur Þórðardóttir, 4.5.2007 kl. 13:59
Þú átt eftir að standa þig eins og hetja...gangi þér vel
Ingunn (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 14:12
Nákvæmlega... það eru ekki allir svo heppnir að GETA hreyft sig svona og keppt í íþróttum. Hafðu bara rosalega gaman af þessu og gangi þér sem allra, allra best Hlakka til að frétta af þér.
Takk fyrir pistil gærdagsins... þetta er svo mikið satt og rétt hjá þér. Ég fékk sönnun fyrir þessu beint í æð núna um mánaðarmótin þegar ég fór í mína mánaðarlegu vigtun og mælingu. 1 kg á farið á heilum mánuði en 13 sm af ummálinu!! Vigtin er alveg stórhættuleg svona ein og sér og gefur MJÖG villandi upplýsingar. Fínt samt að hafa hana með hinum mælingunum því þá sér maður betur hvað er að gerast.
Baráttukveðjur fyrir morgundaginn og góða ferð norður.
Óla Maja (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 17:12
Nákvæmlega... það eru ekki allir svo heppnir að GETA hreyft sig svona og keppt í íþróttum. Hafðu bara rosalega gaman af þessu og gangi þér sem allra, allra best Hlakka til að frétta af þér.
Takk fyrir pistil gærdagsins... þetta er svo mikið satt og rétt hjá þér. Ég fékk sönnun fyrir þessu beint í æð núna um mánaðarmótin þegar ég fór í mína mánaðarlegu vigtun og mælingu. 1 kg á farið á heilum mánuði en 13 sm af ummálinu!! Vigtin er alveg stórhættuleg svona ein og sér og gefur MJÖG villandi upplýsingar. Fínt samt að hafa hana með hinum mælingunum því þá sér maður betur hvað er að gerast.
Baráttukveðjur fyrir morgundaginn og góða ferð norður.
Óla Maja (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 19:23
Ég sá að þú bættir tímann þinn frá í fyrra Til hamingju með það Ég fór til að horfa á keppnina.. hef aldrei horft á hana áður og hafði mjög gaman af. Það leynir sér ekkert að þetta er mikil þrekraun og greinilega ýmislegt sem þarf að hafa í huga annað en bara hamast eins og eins og maður getur. Mér finnst þið bara hetjur sem komist í gegnum brautina. Hip, hip, húrra
Óla Maja (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 11:59
Takk fyrir það Óla Maja. Manni finnst maður líka algjör hetja sjálfum fyrstu mínúturnar eftir keppnina þegar adrenalínið er í hámarki og hjartað á fullu.
Varstu á keppninni? Býrðu fyrir norðan? Það hefði verið gaman að heilsa upp á þig, en ég veit náttúrulega ekki hvernig þú lítur út .
Ragnhildur Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.