Mikilvægasta máltíð dagsins

Ég setti nýlega inn nýja skoðanakönnun á síðuna sem spyr um hvort fólk borði morgunverð.

Morgunverður er án efa mikilvægasta máltíð dagsins.  Þegar líkaminn er búinn að vera fastandi yfir nóttina hefur hægst á brennslunni og til þess að hún hrökkvi í gang þarf næringu í skrokkinn.  Þegar farið er af stað í vinnuna og ekki borðað fyrr en 2-3 tímum eftir fótaferð erum við að senda skilaboð um hungursneyð og hvað gerist þá??? Jú eins og ég hef margoft predikað hér, þá nær líkaminn í orku úr vöðvavef og heldur í fituna.  Hann hægir líka á allri starfsemi líkamans þ.m.t brennslunni til að spara orku.

Á morgnana er besti tíminn til að fá sér hæglosandi kolvetni sem heldur brennslunni gangandi í 2-3 tíma fram að næstu máltíð.

Haframjöl er án efa einn besti morgunverður sem völ er á.  Því grófari því hollari.  Hafrar eru trefjaríkir, fitulitlir, og innihalda prótín, járn og ekkert kólesteról.  Þeir eru m.a.s taldir lækka magn LDL kólesteróls í líkamanum.  Þeir eru hæglosandi og því er maður saddur í dágóða stund með stöðuga orku fram að næstu máltíð.

Ég er búin að borða hafragraut á hverjum morgni í mörg ár og ætla ég að deila með ykkur lesendur góðir uppskrift af einum gómsætum sem er afrakstur margra ára þróunar.

  •  1 dl grófir hafrar (í grænu pökkunum frá Sol Gryn.  Fást líka í Heilsuhúsinu og heilsuhorni Hagkaupa)
  • 2 bollum af vatni hellt yfir þannig að fljóti c.a  1-2 cm yfir hafrana (mæli yfirleitt ekki vatnið svo veit ekki alveg hve mikið Woundering)
  • 1 - 2 tsk möndludropar, vanilludropar eða sykurlaust bragðsíróp frá Kaffitár (hægt að fá vanillu, kókoshnetu, karamellu Tounge, heslihnetu, súkkulaði o.fl)
  • 10 rúsínur

Þegar grauturinn byrjar að sjóða eru settar 1-2 mæliskeiðar Husk út í (fæst í apóteki, hjálpar meltingunni), meira vatni bætt við og hrært af dálitlum krafti. 

Hve mikið vatn þið setjið eftir suðu fer eftir smekk.  Ég vil hafa minn hnausþykkan svo ég set tæplega 1 bolla. 

Grautnum er síðan hellt í skál og látinn kólna í 3-4 mínútur (ekki góður alveg sjóðandi heitur). 

Þá er hellt mjólk yfir (ég nota reyndar sojamjólk) og blandað vel saman við grautinn. 

Að lokum er kanil (ekki blandaðan í sykur) og / eða múskat stráð yfir.

Bon appetit!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég einmitt borðaði aldrei morgunmat en fór svo að pína í mig og nú er ég alveg ómöguleg ef svo illa vill til að ég sef yfir mig eða eitthvað og ég næ ekki að fá mér morgunmat...en hvað er málið með þá með þá sem predika það að fara í ræktina og brenna á tómann maga á morgnanna? Skv. þessu er það þá bara algjört bullshit og þetta eru einkaþjálfarar að mæla með
Kv, Ingunn

Ingunn (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 21:08

2 identicon

Sæl mín kæra!

Ég hef ekki litið á síðuna þína í nokkra daga og það er bara heilmikið að lesa og læra  Frábærar hugmyndir um hádegisverðina. Ég hef farið svipaðar leiðir en þú ert með fleiri hugmyndir og fjölbreyttari svo ég þarf ekki að kvarta yfir tilbreytingarleysi á næstunni  Mjög góð grein líka um styrktarþjálfunina. Hef heldur aldrei skilið þessa ofsahræðslu kvenna við að verða "buffaðar". Fyrir utan hvað það tekur mikinn tíma og mikla vinnu að verða virkilega massaður þá finnst mér það líka bara mun fallegra heldur en skvap, fita og almennur slappleiki - já og líka fallegra en mjög grannur (horaður) líkami. Langar líka til að taka undir með Aðalheiði - hvað er þetta með að æfa á morgnana á fastandi? Ég man einmitt eftir því að hafa haft æfingarfélaga sem lifði samkvæmt þessu, fór á fætur kl 6 til að æfa, heim í sturtu og græjaði sjálfa sig og fjölskyldu fyrir vinnu og skóla og borðaði svo ekki morgunmat fyrr en um 9-leytið í vinnunni. Hvað segir Naglinn um það?

Ég varð rosalega ánægð með þennan pistil um morgunmatinn því ég hef reynt að útlista þetta fyrir fjölskyldumeðlimum á mínu heimili en fengið frekar lélegar undirtektir  Las þetta upphátt fyrir fjölskylduna og vona að tekið verði meira mark á hámenntaðri manneskjunni í heilsufræðum en amatörnum mér  Ég hef sjálf borðað hafragraut á morgnana í þó nokkurn tíma en var einmitt núna nýlega að velta því fyrir mér að ég væri líklega ekki að nota nógu holla hafra. Ég var t.d. ekki búin að átta mig á þessu með grænu pakkana  Verð líka að viðurkenna fáfræði mína gagnvart "Husk-inu" - hvað er það? Uppskriftin hljómar annars rosalega girnilega og ég er ákveðin í að prófa hana. Takk kærlega fyrir hana og allt hitt  

Óla Maja (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 23:27

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Blessuð mín kæra,

Takk fyrir hrósið!! Ánægjulegt að blaðrið mitt er einhverjum til gagns og jafnvel gamans.

Gott hjá þér að bauna á familíuna smá hollustupistli um morgunmatinn .  Til að svara spurningunni um fastandi brennslu skrifaði ég bara pistil. 

Þú spurðir líka um Husk en það eru fræskurnir sem innihalda mikið af trefjum, sem auka rúmmál garnanna og auðveldar þar með hægðalosun.  Ekkert mjög hugguleg lýsing , ég veit, en þegar fólk borðar mikið af prótínum þá getur það valdið hægðatregðu og þá er gott að taka Husk.  Eins ef fólk vill passa upp á að fá nægan skammt af trefjum í mataræði sitt þá er sniðugt að taka Husk. 

Ég tek 2-3 mæliskeiðar á dag, blandað í hafragrautinn.  Það er líka hægt að strá því yfir Cheerios, blanda út í skyr eða prótínsjeik.  Svo má líka drekka það blandað í vatn en mér persónulega finnst það viðbjóður .  Husk fæst í apótekum og er í grænum pökkum.  Það er líka til í töfluformi.

Góða helgi skvís!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.6.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband