Sukk og svínarí

Missti mig aðeins í sukkinu um helgina Sick, en eftir þriggja vikna strangt aðhald rann nammidagurinn upp bjartur og fallegur.  Byrjaði í brúðkaupi á laugardaginn, þar sem ég hrúgaði á diskinn svo flæddi næstum útaf og hesthúsaði því öllu saman, og fór svo tvær ferðir í kökuna Blush.  Ég hef grun um að borðfélögum mínum hafi ofboðið græðgin, sérstaklega þegar ég kláraði það sem mamma og Snorri leifuðu af sínum diskum. 

Svo fórum við í bakaríið á sunnudagsmorgun, og síðar um daginn fékk Naglinn loks sinn langþráða bragðaref.  Við förum alltaf í gömlu Álfheimaísbúðina því þar er ódýrasti ísinn og þeir eru með Kjörís sem er bara 5% fita.  Og nú eru þessar elskur hjá Kjörís komnir með ís án viðbætts sykurs, og það er enginn bragðmunur á honum og venjulegum.   Algjör snilld!! Cool

Svona sukk er alveg nauðsynlegt fyrir sálartetrið og maður kemur alveg tvíefldur til leiks eftir helgina í ræktinni og mataræðinu.  Var komin á skíðavélina kl. 6 í morgun til að brenna einhverju af sukkinu burt og bumban snarminnkaði við það.  Restin fer seinnipartinn í dag á fótaæfingu Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með bragðarefin veit hversu mikið þig er búið að langa í :)

Er með heilsuspurningu, til hvers er Kókosolía ? Er þetta eitthvað sem hægt er að  nota í staðinn fyrir venjulega olífuolíu eða er þetta eitthvað alveg special.

Elsa (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 12:35

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég hef aldrei notað kókosolíu sjálf og veit því ekki nógu mikið um meint hollustugildi hennar.  Ég tók þetta af vef Himnesk Hollusta:

Kókosolían er hitaþolin því hún er mettuð fita sem breytist ekki í transfitusýrur við hitun öfugt við ómettaðar fitusýrur. Þess vegna er hún betur fallin til steikingar og baksturs en önnur fita. Fjöldi rannsókna sýna að kaldpressuð jómfrúar kókosolía sé afar holl. Stafar það af uppbyggingu olíunnar. Stærstur hluti fitusýranna eru millilangar keðjur sem gera það að verkum að líkaminn á auðvelt með að brjóta þær niður og nýta sem orku í stað þess að safna þeim fyrir sem líkamsfitu.  Einnig inniheldur kaldpressuð kókosolía laurinsýru sem finnst í móðurmjólkinni og hefur bakteríu og sveppadrepandi eiginleika og styrkir ónæmiskerfið.
Kókosolía eða kókosfita, er fljótandi við 24 C og yfir , annars er hún í föstu formi.

Af hverju kaldpressuð?
Ekki er öll kókosolía jafn holl.  Þó að hún sé hitaþolnari en aðrar olíur og fitur þá er mikilvægt að fitan sé í sinni upprunalegu mynd og ekki búið að fikta í fitukeðjunum með óæskilegum vinnsluaðferðum.  Tryggðu því að olían sem þú notar sé kaldpressuð jómfrúarolía.

Hvernig notum við kókosolíu:
-Í staðin fyrir aðrar olíur, smjör eða smjörlíki í bakstur, steikingu og aðra matargerð þar sem hún er sérstaklega hitaþolin.
-Í hristinga – til að gefa mjúka áferð.
-Í hrákökur og konfekt.
-Í salatsósur.
-Sem nuddolíu og baðolíu.
-Sem krem á þurrahúð,  body lotion og hrukkukrem.

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.7.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband