16.7.2007 | 10:49
Ég var klukkuð....
....svo hér koma 8 staðreyndir um sjálfa mig.
1) Ég er með líkamsrækt á heilanum og finnst ég vera skítug ef ég æfi ekki helst alla daga. Ég verð kvíðafull við tilhugsunina að lenda í aðstæðum þar sem ég geti ekki æft og reyni eftir fremsta megni að forðast að lenda í slíkum aðstæðum. Til dæmis tek ég alltaf með mér hlaupaskó í frí og er búin að googla líkamsræktarstöðvar í nágrenninu.
2) Ég get hvorki smellt fingrum né blístrað
3) Mér finnst MJÖG gaman að borða og strax og ég hef lokið einni máltíð er ég farin að hlakka til næstu. Ég er algjört matargat og ef ég kemst í góðan mat t.d á nammidögum get ég borðað út í hið óendanlega. Ég þarf að vigta og skammta mér mat á virkum dögum því ég get borðað endalaust og myndi annars bara hlaupa í spik....aftur.
4) Uppáhalds maturinn minn er sjávarréttarisotto, tyrkneskur og marokkóskur matur og uppáhalds nammið er dökkt súkkulaði og lakkrís saman.
5) Ég safna Babúskum og baðöndum
6) Ég þoli ekki raunveruleikaþætti
7) Ég þoli ekki sjálfsvorkunn og fólk sem er sífellt kvartandi og kveinandi.... Hver er sinnar gæfu smiður og Þú uppskerð eins og þú sáir eru mín lífsviðhorf. Ekkert helv... væl í mín eyru, takk fyrir.
8) Ég var smámælt til 8 ára aldurs þegar ég var send í talkennslu.
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært Maður er alveg heilmiklu nær um Naglann eftir þennan lestur
Tvennt sem mig langar að spyrja þig út í... 1) Dökkt súkkulaði og lakkrís.. ertu þá að tala um suðusúkkulaði? Hvernig lakkrís? Þekkiru Panda lakkrís? Á að vera náttúrulegri og hollari en flestur annar? Mig langar svo að vita hvort það sé raunin Endilega segðu mér ef þú þekkir til. 2) Í spik? Fyrirgefðu forvitnina en ég sá þig fyrir mér sem allsherjar íþróttafíkill frá unga aldri.. og alltaf fit Ég er sjálf á því stigi (ennþá) að vera að vinna mig út úr spikinu
Fyndið annars þetta með atriði 2. Ég er nefnilega sjálf með þessa "fötlun" .. hef bara aldrei getað blístrað skammlaust og það er algjör heppni ef ég næ að smella fingrum svo eitthvað heyrist
Annars.. var að koma úr fríi og er ennþá að lesa fyrri færslur hjá þér - margt að melta og læra núna
Óla Maja (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 20:54
Hey skvís,
Velkomin úr fríinu. Vona að þú hafir notið lífsins í góða veðrinu.
Jamm suðusúkkulaði eða bara eitthvað dökkt súkkulaði. Finnst rjómasúkkulaði ekki gott. Ég þekki ekki Panda lakkrís, en ég er bara að tala um venjulegan íslenskan lakkrís eins og lakkrískonfekt frá Sambó eða Appolo eða gammeldags svartan. Ég hef ekki heyrt um að einhver ákveðinn lakkrís sé hollur, hann hækkar blóðþrýsting og er snar óhollur en bara svo rosalega góður (í hófi).
Já já elskan mín Naglinn var feitabolla í gamla daga.
Ég skil ekki hvað þetta er með fingurna, það heyrist bara ekkert þegar ég smelli og mig hefur alltaf langað til að geta blístrað svona með tveimur fingrum eins og fólk gerir á fótboltaleik.
Ragnhildur Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 21:04
Ég er sko hrikalegur fíkill á súkkulaði og lakkrís. Er reyndar voðalega veik fyrir Síríus rjómasúkkulaði með hnetum og rúsínum og lakkrísreimar frá Appollo (eða lakkrískonfekt frá sama aðila) er þá alveg toppurinn á tilverunni :D Í seinni tíð hef ég reynt að fullnægja þessari þörf með einum og einum bita af suðusúkkulaði með heitu jurtatei í stað þess sem að ofan greinir með köldu kóki :p
Óla Maja (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 21:34
Elskan mín, jafn dugleg og þú ert í ræktinni áttu alveg skilið að leyfa þér lakkrísreimar og súkkulaði og skola því niður með kóki svona af og til.
Allt er best í hófi !!
Ragnhildur Þórðardóttir, 18.7.2007 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.