Beinagrindavöðvar (vöðvarnir sem við notum við lyftingar), eru samsettir úr sérhæfðum frumum sem kallast vöðvaþræðir og liggja endilangt eftir vöðvunum.
Í vöðvum líkamans eru tvær tegundir vöðvaþráða, rauðir eða Týpa 1, og hvítir eða Týpa 2.
Týpa 1: Rauðir vöðvaþræðir og grannir í rúmmál. Þessir vöðvaþræðir eru loftháðir, sem skýrir rauða litinn. Þeir eru því lengi að þreytast og notaðir við langar úthaldsæfingar á lágum púlsi (50-70%) t.d langhlaup og röska göngu.
Íþróttamenn á borð við maraþonhlaupara eða Tour de France kappa hafa hærra hlutfall rauðra vöðvaþráða en hvítra.
Þegar við lyftum mörg reps (12-15+) erum við aðallega að virkja rauða vöðvaþræði.
Type 2: Hvítir vöðvaþræðir og notaðir í stuttum æfingum á hárri ákefð. Þeir nota aðallega loftfirrða orku og þess vegna hvítir á litinn. Þeir þreytast því mun fyrr en rauðir þræðir. Þessir vöðvaþræðir skiptast svo frekar niður í Týpu 2a og 2b.
Týpa 2a: Virkjast við stuttar til miðlungs langar æfingar á miðlungs til hárri ákefð og þreytast miðlungs hratt. Dæmi um virkjun þeirra eru sprettir og lyftingar með miðlungs repsafjölda (8-12). Körfuboltamenn, fótboltamenn, hokkí spilarar og lyftingakappar hafa hátt hlutfall Týpu 2a.
Týpa 2b: Virkjast við stuttar æfingar með hárri ákefð eins og við sprengikraft t.d í Ólympískum lyftingum. Fá reps (4-6) örva þessa vöðvaþræði því þeir þreytast mjög fljótt. Kraftlyftingamenn hafa hátt hlutfall Týpu 2b í vöðvum líkamans.
Rauðir vöðvaþræðir geta ekki stækkað mjög mikið því ummál þeirra er mun minna en hvítra sem geta stækkað umtalsvert og þar með stækkað vöðva. Þegar við lyftum lóðum viljum við samt virkja sem flesta vöðvaþræði eða báðar týpurnar. Ástæða þess er að vöðvar eru yfirleitt samsettir úr bæði rauðum og hvítum vöðvaþráðum og því fleiri vöðvaþræðir sem eru virkjaðir í vöðvanum, því meiri verður aukning í styrk og massa.
Það er einstaklingsbundið hvor týpa vöðvaþráða er ráðandi í beinagrindavöðvum líkamans. Með réttri þjálfun er hægt að virkja báðar týpurnar. Til dæmis að skipta þjálfun upp í tímabil af fáum repsum (4-8) fyrir örvun hvítra vöðvaþráða og fleiri repsum (10-15) til að örva rauða. Eins er breytilegur settafjöldi mikilvægur eins og áður hefur komið fram.
Í næsta pistli mun ég fara betur yfir sett og reps.
Góðar stundir!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | 31.7.2007 | 12:04 (breytt 13.11.2007 kl. 09:09) | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl mín kæra
Hef ekki haft tíma til að kíkja inn til þín og sé að ég hef nóg að lesa á næstunni Varð að deila því með þér að ég fjárfesti í "The body sculpting bible for women" og hún er alveg geggjuð Búin að vera ansi busy undanfarið en vona að ég geti hellt mér í hana af fullum krafti fljótlega.
Bestu kveðjur og takk fyrir alla fræðsluna
Óla Maja (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 20:38
Blessuð og sæl mín kæra,
Já þetta er frábær lesning og prógrammið er algjör snilld. Ég náði rosa góðum árangri á því, styrktist helling og bætti á mig 1 kg af vöðvamassa, sem er bara nokkuð gott fyrir væskilslegan kvenmann. En þetta er erfitt, sérstaklega síðasta vikan í fjórsettinu, en mjög skemmtilegt. Svo tekur maður bara smá pásu og getur svo byrjað aftur á því eftir 3-4 vikur og tekið þyngra en síðast.
Kær kveðja norður !!
Ragnhildur Þórðardóttir, 2.8.2007 kl. 08:48