9.9.2007 | 07:52
Á báðum áttum
Nú er Naglinn á báðum áttum með að keppa í þessu fitness dæmi. Þannig er nefnilega mál með vexti að á laugardagskvöldið var ég stödd í gleðskap og þar vindur einn veislugestur sér upp að mér og segir að hún hafi frétt að ég ætli að keppa í fitness og fer að spyrja mig um fyrirkomulag og æfingar keppninnar. Nema hvað.... að maðurinn hennar sem situr við hliðina á okkur segir allt í einu: " Ertu að fara að keppa í fitness?", mælir mig út frá toppi til táar og segir síðan:" Þarftu þá ekki að fara að byrja að æfa?" Á ég að taka þessu sem móðgun og kasta eggjum í húsið hans eða á ég að senda honum þakkarskeyti fyrir að hafa bent mér á hið augljósa og ég sé bara veruleikafirrt að halda að ég eigi séns í þessa keppni??
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:36 | Facebook
Spurt er
Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ragga
Ég held að það fyrrnefnda hljómi skynsamlegar í mín eyru! Haltu áfram:)
Kv. Stína
Stína (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 18:28
Mér finnst þetta bara argasti dónaskapur! Fyrir utan það að maðurinn er greinilega ekki með á nótunum.. Er alveg til í að skreppa suður og grýta eggjum með þér! A.m.k. kemur seinni tillagan ekki til greina.
Ég er líka bara hundfúl með þér yfir þessu með Fitness og Þrekmeistarann! Af hverju er verið að gera fólki ókleift að taka þátt í báðum keppnunum?
Pepp og baráttukveðjur.. keep up the good work, hon.
Óla Maja (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 21:16
Enga uppgjöf kona! Það hlýtur nú að þurfa meira til að slá sjálfan Naglann útaf laginu. Ég veit þú hundsar þetta, setur hausinn undir þig og heldur áfram tvíefld fyrir vikið. Eins og ég hef áður sagt hef ég óbilandi trú á þér og tel einnig að þú eigir fullt erindi í fitness.
Koma svo....
Mína (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 21:19
Þetta hefur verið meiri dóninn. Spurðu sjálfa þig að því afhverju þig langar til að keppa. Þá veistu alveg hvert næsta skref er. Ég hef fulla trú á því að þú hafir allt til að bera fyrir svona mót. Samt hef ég ekki séð þig síðan í sálfræðitímum í den. ;)
Málið er að það virðast ofboðslega margir hafa skoðun á fitnessmótum, undirbúningi og keppendum. Það er því mikilvægt að hafa í huga hvaðan gagnrýnin er að koma og alls ekki hlusta á alla sem vilja hafa eitthvað um málið að segja.
Og varðandi þessa skipulagningu móta. Well, ég veit hreinlega ekki hvað skal segja nema að stundum virðast menn ekki alveg leggja nógu mikla hugsun í þetta allt saman. :)
ingunn (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 21:38
Kræst!!! Þetta er svo klassískur misheppnaður brandari frá greinilega miður vel gefnum gaur. Hvenær ætla karlmenn að læra að maður segir ekki svona brandara við konur, þ.e.a.s. brandara sem varða holdarfar??? Guðs bænum láttu þetta ekki á þig fá...þú veist betur mín kæra
Ingunn Þ (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 22:08
Sko þessi gaur er fyrir það fyrsta bara dóni, en því miður eru svona komment full tíð í fitness bransanum "bíddu, ertu byrjuð að skera niður?" o.s.frv
En ef þig langar til að keppa þá áttu ekki að láta eina manneskju, sem hefur sennilega ekki mikið vit á þessu, skemma það fyrir þér. Hafðu markmiðin bara raunhæf, kannski ertu ekkert að fara að vinna þetta mót, en þetta er rosalegt challenge og maður verður að mæta í mót til að vita á hvaða sviðum maður þarf að bæta sig
Ég fór með sama hugarfari, bæði í fyrsta fitness mótið og svo í hálfmaraþonið, í fyrsta skipti sem maður tekur þátt þá er markmiðið bara að klára og sjá hvar maður stendur, á næsta móti getur maður farið að setja sér hærri markmið. Æ you get the point
Annars á ég við sama vandamál að stríða varðandi það að vera hörundssár gagnvart svona kommentum, einmitt bara fyrir korteri síðan voru ég og unnusti minn í jump-fit (sippubandatíma), hann sagði í miðjum tíma:"þú ert nú ekkert rosalega góð í þessu" og ég er ekki búin að tala við hann síðan! (fyrir korteri sem sagt! hehe) en ég hef alltaf forðast að lenda í aðstæðum þar sem samhæfingaleysi mitt verður greinilegt, hann gat ekkert vitað að ég tæki þetta svona nærri mér, hann var bara að vera fyndinn! En það breytir því ekki að ég ætla í næsta jump fit, þó ég sé léleg, ég hlýt að skána með tímanum!!
Vó langt komment! En ekki láta eina mannsekju skemma fyrir þér eitthvað sem þú ert búin að stefna að og langar að gera, hann á eftir að vera öfundsjúkur þegar hann sér þig í geðveiku formi uppá sviði
Bjarney Bjarnadóttir, 10.9.2007 kl. 07:58
Sæl Ragga, Í guðanna bænum ekki hlusta á svona rugl í einhverjum dúddum sem eru að reyna að vera fyndnir.
Baráttukveðja að norðan
Kristjana
Kristjana (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:22
Jiminn ég heyrði þetta, fannst nú alveg fyrir neðan allar hellur, ekki eins og þessi umræddi maður hafi verið einhverskonar goð.
Þú hefur aldrei litið betur út og átt eftir að standa þig með sóma í þessari keppni
Elín (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 12:20
Takk allar saman fyrir að stappa í mig stálinu. Það er ómetanlegt að vita að maður hefur heilan her af stuðningsmönnum á bak við sig. Þá er eins gott líka að standa sig í þessu alle sammen.
Bjarney! Við konur tökum bara svona hluti nærri okkur, þessir kallar skilja ekki tilfinningarússíbanann sem við erum í alla daga.
Elín! Takk fyrir falleg orð, maður klökknar bara. Þú veist hver kauði er, manst að kasta einu eggi eða svo í hvert skipti sem þú sérð hann. Ekki veit ég hver dó og gerði hann að fitnessdómara.
Ragnhildur Þórðardóttir, 10.9.2007 kl. 13:51
Halló skvísa, ég auglysti eftir þér á bloggsíðunni minni. Ég hef ekki á nokkurn hátt getað fundið þig. En fann þig núna. Vá Ragnhildur, þú átt sko alveg heima þarna uppá sviði alveg eins og allar hinar stelpurnar. Mundu eitt....þetta snýst um samræmi líkamans, ekki stærðina. Allavega er það regla nr.1,2 og 3 í dómgæslunni. Vertu stollt af því hvað þú lítur vel út. Þú átt eftir að fá miljón comment og flest frá vinum þínum. Þú veist betur:-)
Kv.Valdís
Valdís (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.